Góð loðnuveiði á miðunum og hrognafylling komin yfir viðmið Svavar Hávarðsson skrifar 1. mars 2017 07:00 Góð veiði hefur verið á miðunum frá upphafi vertíðar. Vísir/Óskar Hrognataka er hafin hjá HB Granda en Venus NS kom með um tvö þúsund tonna afla til löndunar á Akranesi á mánudag sem þótti uppfylla skilyrði til þeirrar vinnslu. Að sögn Gunnars Hermannssonar, verkstjóra hjá HB Granda, í viðtali á vef fyrirtækisins, var hrognafyllingin í loðnunni komin yfir viðmiðunarmörk til hrognaskurðar og -frystingar og þroskinn þótti einnig nægilega mikill til að hrognataka gæti hafist. Að hans sögn fékk Venus aflann út af Þorlákshöfn og var hrognafyllingin komin í 24% og þroski hrognanna góður. Því var hafist handa við að skera hrogn til frystingar. Jafnan er miðað við 23% hrognafyllingu eða meira þegar hrognaskurður og frysting á hrognum getur hafist, að sögn Gunnars. Japanskir kaupendur vilja helst að þroski hrognanna sé 80% eða meiri en Gunnar segir það einfaldlega ráðast af framboði og eftirspurn hvar kaupendur setji mörkin hverju sinni. Reikna má með því að um helmingur loðnuaflans sé hrygna sem hentar til hrognaskurðar og frystingar á hrognum. Annar afli er flokkaður frá og fer til framleiðslu á fiskmjöli og lýsi auk afskurðarins. Um 50 manns starfa allan sólarhringinn í loðnuvinnslu HB Granda á Akranesi á meðan á vertíðinni stendur. Allar fréttir af miðunum eru á sömu lund – afbragðs veiði heldur sér og mikið magn loðnu er á ferðinni. Reyndar berast fregnir af því að loðna hafi veiðst lengst inni á Norðfjarðarflóa fyrir austan á sama tíma og skipin voru í mokveiði fyrir sunnan land. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
Hrognataka er hafin hjá HB Granda en Venus NS kom með um tvö þúsund tonna afla til löndunar á Akranesi á mánudag sem þótti uppfylla skilyrði til þeirrar vinnslu. Að sögn Gunnars Hermannssonar, verkstjóra hjá HB Granda, í viðtali á vef fyrirtækisins, var hrognafyllingin í loðnunni komin yfir viðmiðunarmörk til hrognaskurðar og -frystingar og þroskinn þótti einnig nægilega mikill til að hrognataka gæti hafist. Að hans sögn fékk Venus aflann út af Þorlákshöfn og var hrognafyllingin komin í 24% og þroski hrognanna góður. Því var hafist handa við að skera hrogn til frystingar. Jafnan er miðað við 23% hrognafyllingu eða meira þegar hrognaskurður og frysting á hrognum getur hafist, að sögn Gunnars. Japanskir kaupendur vilja helst að þroski hrognanna sé 80% eða meiri en Gunnar segir það einfaldlega ráðast af framboði og eftirspurn hvar kaupendur setji mörkin hverju sinni. Reikna má með því að um helmingur loðnuaflans sé hrygna sem hentar til hrognaskurðar og frystingar á hrognum. Annar afli er flokkaður frá og fer til framleiðslu á fiskmjöli og lýsi auk afskurðarins. Um 50 manns starfa allan sólarhringinn í loðnuvinnslu HB Granda á Akranesi á meðan á vertíðinni stendur. Allar fréttir af miðunum eru á sömu lund – afbragðs veiði heldur sér og mikið magn loðnu er á ferðinni. Reyndar berast fregnir af því að loðna hafi veiðst lengst inni á Norðfjarðarflóa fyrir austan á sama tíma og skipin voru í mokveiði fyrir sunnan land. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira