Einungis sjö prósent þjóðarinnar geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. mars 2017 18:37 Einungis sjö prósent þjóðarinnar geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp og fjórðungur fyrirspurna vegna lyfjaeitrana hjá Landspítalanum varða börn 6 ára og yngri. Forstjóri Lyfjastofnunar segir þetta áhyggjuefni en á morgun setur stofnunin á fót átak til þess að taka á vandanum. Könnunin var framkvæmd af Lyfjastofnun í nóvember á síðasta ári og eru niðurstöðurnar sláandi en þær eru í takt við fjölda fyrirspurna vegna lyfjaeitrunartilvika hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans. „Þetta er verkefni sem við kynntumst hjá norsku lyfjastofnuninni og vakti strax athylgi okkar og við skoðuðum hvort það væri raunverulega ástæða til þess að fara í þetta hérna,“ segir Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunnar. Spurningarnar voru þrjár. „Hvar eru lyf geymd á heimilinu þínu?“ „Veistu hvernig heppilegast er að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf?“ og „Hvernig losar þú þig oftast við útrunnin eða ónotuð lyf?“ Einungis sjö prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp og þriðjungur geymir lyf heimilisins á ekki á öruggan hátt. Þá kom í ljós að rétt rúm þrjátíu prósent hafa þekkingu eða upplýsingar um hvernig heppilegast sé að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf. Þriðjungur svarenda, helst ungt fólk, hendir lyfjum í rusl, vask eða klósett og 13% losar sig aldrei við lyf.70% telja sig vita hvernig á að losa sig við lyf Þrátt fyrir að tæp 70% telji sig vita hvernig heppilegast er að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf eru einungis 57,5% sem nýta sér þann möguleika. „Fólk er ekki að geyma lyf rétt heima hjá sér. Það er algjörlega ljóst og hópurinn sem var minnst upplýstur um það hvernig átti að geyma lyf var ungt fólk frá 25 ára til 34 ára,“ segur Rúna. Á árinu 2015 voru skráðar 841 fyrirspurn hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans og hefur þessi fjöldi nánast staðið í stað síðustu ár. Fjórðungur fyrirspurna varðaði börn 6 ára og yngri. Á morgun mun Lyfjastofnun hefja átakið „Lyfjaskil - Taktu til“ og miðar það að því að auka öryggi í kringum geymslu lyfja á heimilum. „Apótek eiga að taka á móti lyfjum til förgunar. Við erum líka að fara af stað með þetta verkefni núna og við mundum nota samfélagsmiðlana og við verðum með sérstaka heimasíðu sem heitir www.lyfjaskil.is. Við erum líka með facebooksíðu það sem við munum vekja sérstaka athygli á þessu, hvað fólk á að gera. Fara yfir lyfin sín. Skoða fyrningar og fara með lyf sem það ekki er að nota eða eru gömul í Apótek til eyðingar,“ segir Rúna. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Einungis sjö prósent þjóðarinnar geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp og fjórðungur fyrirspurna vegna lyfjaeitrana hjá Landspítalanum varða börn 6 ára og yngri. Forstjóri Lyfjastofnunar segir þetta áhyggjuefni en á morgun setur stofnunin á fót átak til þess að taka á vandanum. Könnunin var framkvæmd af Lyfjastofnun í nóvember á síðasta ári og eru niðurstöðurnar sláandi en þær eru í takt við fjölda fyrirspurna vegna lyfjaeitrunartilvika hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans. „Þetta er verkefni sem við kynntumst hjá norsku lyfjastofnuninni og vakti strax athylgi okkar og við skoðuðum hvort það væri raunverulega ástæða til þess að fara í þetta hérna,“ segir Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunnar. Spurningarnar voru þrjár. „Hvar eru lyf geymd á heimilinu þínu?“ „Veistu hvernig heppilegast er að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf?“ og „Hvernig losar þú þig oftast við útrunnin eða ónotuð lyf?“ Einungis sjö prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni geyma lyf heimilisins í læstum lyfjaskáp og þriðjungur geymir lyf heimilisins á ekki á öruggan hátt. Þá kom í ljós að rétt rúm þrjátíu prósent hafa þekkingu eða upplýsingar um hvernig heppilegast sé að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf. Þriðjungur svarenda, helst ungt fólk, hendir lyfjum í rusl, vask eða klósett og 13% losar sig aldrei við lyf.70% telja sig vita hvernig á að losa sig við lyf Þrátt fyrir að tæp 70% telji sig vita hvernig heppilegast er að losa sig við útrunnin eða ónotuð lyf eru einungis 57,5% sem nýta sér þann möguleika. „Fólk er ekki að geyma lyf rétt heima hjá sér. Það er algjörlega ljóst og hópurinn sem var minnst upplýstur um það hvernig átti að geyma lyf var ungt fólk frá 25 ára til 34 ára,“ segur Rúna. Á árinu 2015 voru skráðar 841 fyrirspurn hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans og hefur þessi fjöldi nánast staðið í stað síðustu ár. Fjórðungur fyrirspurna varðaði börn 6 ára og yngri. Á morgun mun Lyfjastofnun hefja átakið „Lyfjaskil - Taktu til“ og miðar það að því að auka öryggi í kringum geymslu lyfja á heimilum. „Apótek eiga að taka á móti lyfjum til förgunar. Við erum líka að fara af stað með þetta verkefni núna og við mundum nota samfélagsmiðlana og við verðum með sérstaka heimasíðu sem heitir www.lyfjaskil.is. Við erum líka með facebooksíðu það sem við munum vekja sérstaka athygli á þessu, hvað fólk á að gera. Fara yfir lyfin sín. Skoða fyrningar og fara með lyf sem það ekki er að nota eða eru gömul í Apótek til eyðingar,“ segir Rúna.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira