Ópera sem fjallar um dómhörkuna á Twitter Benedikt Bóas skrifar 6. mars 2017 07:00 Ingunn Lára Kristjánsdóttir fékk sjö milljón króna styrk frá Rannís í verkefnið og var verkið eina óperan í ár. vísir/vilhelm „Án þess að gefa of mikið upp um söguna þá er ég að skoða smánun og skömm á netinu sem hefur verið mikil upp á síðkastið þar sem fólk virðist koma saman til að brjóta niður eina manneskju á samfélagsmiðlum,“ segir Ingunn Lára Kristjánsdóttir sem skrifar nú óperu af nýrri tegund. Gestir geta haft sitt að segja um söguþráðinn og tíst um sýninguna á meðan á henni stendur. Rauði þráðurinn er þó dómharkan á netinu og mun Ingunn Lára birta tíst þar sem náunginn er níddur niður. „Þetta er ekki bara um samfélagsmiðla, þetta er um persónur, sambönd, lífið sjálft og raunveruleikann en í gegnum samfélagsmiðla. Svo fannst mér svolítil andstæða að vera með óperu, sem er yfirleitt svo dramatísk en mér finnst það frábært tónlistarform.“ Ingunn Lára sem er 24 ára hefur engan bakgrunn í óperum. Hún er lærður leikari frá Bretlandi og stundar nú mastersnám í ritlist. Hún hefur verið að finna sig betur á bak við tjöldin og skrifaði þrjú verk sem voru sýnd í fyrra. Hún hefur rætt við lögfræðinga um höfundarlögin, kynnt sér þau sjálf og setið mörg málþing um þau. Niðurstaðan var að hún má taka tíst og nota þau í sýningunni sinni. Og hún er ekki sátt við hvernig umræðan er á netinu. „Fólk virðist elska að misskilja, dæma strax og allir virðast elska að taka þátt í niðurrifinu. Twitter er nánast orðinn eins og ný hegningarlög. Í vikunni fór myndband af fólki að hafa samfarir á skemmtistað af stað á milli fólks. Slíkt er auðvitað svo siðferðislega rangt, bæði að horfa og deila því en það gerist engu að síður. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir hvaða áhrif þetta hefur á annað fólk því það er með skjá fyrir framan sig.“ Alþýðuóperan mun framleiða verkið og breska nýstirnið Michael Betteridge semur tónlistina. Og þó verkið sé varla komið úr startholunum er áhuginn á því mikill. „Þetta er alltaf að fara lengra og lengra. Það er töluverður áhugi frá Bretlandi, bæði frá Manchester og London. Þá vill Hull, sem verður menningarborg Evrópu á næsta ári setja okkur upp. Þetta er fyrsta óperan af þessu tagi og þó áhuginn sé mikill utan frá verður verkið frumsýnt á Íslandi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Opinber smánun þótti ómanneskjulegt refsiúrræði en viðgengst daglega á samfélagsmiðlum Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagaðideild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk sem vilji búa í réttarríki taki ekki þátt í að smána fólk opinberlega á samfélagsmiðlum fyrir mistök sín. 17. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
„Án þess að gefa of mikið upp um söguna þá er ég að skoða smánun og skömm á netinu sem hefur verið mikil upp á síðkastið þar sem fólk virðist koma saman til að brjóta niður eina manneskju á samfélagsmiðlum,“ segir Ingunn Lára Kristjánsdóttir sem skrifar nú óperu af nýrri tegund. Gestir geta haft sitt að segja um söguþráðinn og tíst um sýninguna á meðan á henni stendur. Rauði þráðurinn er þó dómharkan á netinu og mun Ingunn Lára birta tíst þar sem náunginn er níddur niður. „Þetta er ekki bara um samfélagsmiðla, þetta er um persónur, sambönd, lífið sjálft og raunveruleikann en í gegnum samfélagsmiðla. Svo fannst mér svolítil andstæða að vera með óperu, sem er yfirleitt svo dramatísk en mér finnst það frábært tónlistarform.“ Ingunn Lára sem er 24 ára hefur engan bakgrunn í óperum. Hún er lærður leikari frá Bretlandi og stundar nú mastersnám í ritlist. Hún hefur verið að finna sig betur á bak við tjöldin og skrifaði þrjú verk sem voru sýnd í fyrra. Hún hefur rætt við lögfræðinga um höfundarlögin, kynnt sér þau sjálf og setið mörg málþing um þau. Niðurstaðan var að hún má taka tíst og nota þau í sýningunni sinni. Og hún er ekki sátt við hvernig umræðan er á netinu. „Fólk virðist elska að misskilja, dæma strax og allir virðast elska að taka þátt í niðurrifinu. Twitter er nánast orðinn eins og ný hegningarlög. Í vikunni fór myndband af fólki að hafa samfarir á skemmtistað af stað á milli fólks. Slíkt er auðvitað svo siðferðislega rangt, bæði að horfa og deila því en það gerist engu að síður. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir hvaða áhrif þetta hefur á annað fólk því það er með skjá fyrir framan sig.“ Alþýðuóperan mun framleiða verkið og breska nýstirnið Michael Betteridge semur tónlistina. Og þó verkið sé varla komið úr startholunum er áhuginn á því mikill. „Þetta er alltaf að fara lengra og lengra. Það er töluverður áhugi frá Bretlandi, bæði frá Manchester og London. Þá vill Hull, sem verður menningarborg Evrópu á næsta ári setja okkur upp. Þetta er fyrsta óperan af þessu tagi og þó áhuginn sé mikill utan frá verður verkið frumsýnt á Íslandi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Opinber smánun þótti ómanneskjulegt refsiúrræði en viðgengst daglega á samfélagsmiðlum Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagaðideild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk sem vilji búa í réttarríki taki ekki þátt í að smána fólk opinberlega á samfélagsmiðlum fyrir mistök sín. 17. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Opinber smánun þótti ómanneskjulegt refsiúrræði en viðgengst daglega á samfélagsmiðlum Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagaðideild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk sem vilji búa í réttarríki taki ekki þátt í að smána fólk opinberlega á samfélagsmiðlum fyrir mistök sín. 17. febrúar 2017 09:00