Ópera sem fjallar um dómhörkuna á Twitter Benedikt Bóas skrifar 6. mars 2017 07:00 Ingunn Lára Kristjánsdóttir fékk sjö milljón króna styrk frá Rannís í verkefnið og var verkið eina óperan í ár. vísir/vilhelm „Án þess að gefa of mikið upp um söguna þá er ég að skoða smánun og skömm á netinu sem hefur verið mikil upp á síðkastið þar sem fólk virðist koma saman til að brjóta niður eina manneskju á samfélagsmiðlum,“ segir Ingunn Lára Kristjánsdóttir sem skrifar nú óperu af nýrri tegund. Gestir geta haft sitt að segja um söguþráðinn og tíst um sýninguna á meðan á henni stendur. Rauði þráðurinn er þó dómharkan á netinu og mun Ingunn Lára birta tíst þar sem náunginn er níddur niður. „Þetta er ekki bara um samfélagsmiðla, þetta er um persónur, sambönd, lífið sjálft og raunveruleikann en í gegnum samfélagsmiðla. Svo fannst mér svolítil andstæða að vera með óperu, sem er yfirleitt svo dramatísk en mér finnst það frábært tónlistarform.“ Ingunn Lára sem er 24 ára hefur engan bakgrunn í óperum. Hún er lærður leikari frá Bretlandi og stundar nú mastersnám í ritlist. Hún hefur verið að finna sig betur á bak við tjöldin og skrifaði þrjú verk sem voru sýnd í fyrra. Hún hefur rætt við lögfræðinga um höfundarlögin, kynnt sér þau sjálf og setið mörg málþing um þau. Niðurstaðan var að hún má taka tíst og nota þau í sýningunni sinni. Og hún er ekki sátt við hvernig umræðan er á netinu. „Fólk virðist elska að misskilja, dæma strax og allir virðast elska að taka þátt í niðurrifinu. Twitter er nánast orðinn eins og ný hegningarlög. Í vikunni fór myndband af fólki að hafa samfarir á skemmtistað af stað á milli fólks. Slíkt er auðvitað svo siðferðislega rangt, bæði að horfa og deila því en það gerist engu að síður. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir hvaða áhrif þetta hefur á annað fólk því það er með skjá fyrir framan sig.“ Alþýðuóperan mun framleiða verkið og breska nýstirnið Michael Betteridge semur tónlistina. Og þó verkið sé varla komið úr startholunum er áhuginn á því mikill. „Þetta er alltaf að fara lengra og lengra. Það er töluverður áhugi frá Bretlandi, bæði frá Manchester og London. Þá vill Hull, sem verður menningarborg Evrópu á næsta ári setja okkur upp. Þetta er fyrsta óperan af þessu tagi og þó áhuginn sé mikill utan frá verður verkið frumsýnt á Íslandi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Opinber smánun þótti ómanneskjulegt refsiúrræði en viðgengst daglega á samfélagsmiðlum Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagaðideild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk sem vilji búa í réttarríki taki ekki þátt í að smána fólk opinberlega á samfélagsmiðlum fyrir mistök sín. 17. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
„Án þess að gefa of mikið upp um söguna þá er ég að skoða smánun og skömm á netinu sem hefur verið mikil upp á síðkastið þar sem fólk virðist koma saman til að brjóta niður eina manneskju á samfélagsmiðlum,“ segir Ingunn Lára Kristjánsdóttir sem skrifar nú óperu af nýrri tegund. Gestir geta haft sitt að segja um söguþráðinn og tíst um sýninguna á meðan á henni stendur. Rauði þráðurinn er þó dómharkan á netinu og mun Ingunn Lára birta tíst þar sem náunginn er níddur niður. „Þetta er ekki bara um samfélagsmiðla, þetta er um persónur, sambönd, lífið sjálft og raunveruleikann en í gegnum samfélagsmiðla. Svo fannst mér svolítil andstæða að vera með óperu, sem er yfirleitt svo dramatísk en mér finnst það frábært tónlistarform.“ Ingunn Lára sem er 24 ára hefur engan bakgrunn í óperum. Hún er lærður leikari frá Bretlandi og stundar nú mastersnám í ritlist. Hún hefur verið að finna sig betur á bak við tjöldin og skrifaði þrjú verk sem voru sýnd í fyrra. Hún hefur rætt við lögfræðinga um höfundarlögin, kynnt sér þau sjálf og setið mörg málþing um þau. Niðurstaðan var að hún má taka tíst og nota þau í sýningunni sinni. Og hún er ekki sátt við hvernig umræðan er á netinu. „Fólk virðist elska að misskilja, dæma strax og allir virðast elska að taka þátt í niðurrifinu. Twitter er nánast orðinn eins og ný hegningarlög. Í vikunni fór myndband af fólki að hafa samfarir á skemmtistað af stað á milli fólks. Slíkt er auðvitað svo siðferðislega rangt, bæði að horfa og deila því en það gerist engu að síður. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir hvaða áhrif þetta hefur á annað fólk því það er með skjá fyrir framan sig.“ Alþýðuóperan mun framleiða verkið og breska nýstirnið Michael Betteridge semur tónlistina. Og þó verkið sé varla komið úr startholunum er áhuginn á því mikill. „Þetta er alltaf að fara lengra og lengra. Það er töluverður áhugi frá Bretlandi, bæði frá Manchester og London. Þá vill Hull, sem verður menningarborg Evrópu á næsta ári setja okkur upp. Þetta er fyrsta óperan af þessu tagi og þó áhuginn sé mikill utan frá verður verkið frumsýnt á Íslandi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Opinber smánun þótti ómanneskjulegt refsiúrræði en viðgengst daglega á samfélagsmiðlum Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagaðideild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk sem vilji búa í réttarríki taki ekki þátt í að smána fólk opinberlega á samfélagsmiðlum fyrir mistök sín. 17. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Opinber smánun þótti ómanneskjulegt refsiúrræði en viðgengst daglega á samfélagsmiðlum Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagaðideild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk sem vilji búa í réttarríki taki ekki þátt í að smána fólk opinberlega á samfélagsmiðlum fyrir mistök sín. 17. febrúar 2017 09:00