Ópera sem fjallar um dómhörkuna á Twitter Benedikt Bóas skrifar 6. mars 2017 07:00 Ingunn Lára Kristjánsdóttir fékk sjö milljón króna styrk frá Rannís í verkefnið og var verkið eina óperan í ár. vísir/vilhelm „Án þess að gefa of mikið upp um söguna þá er ég að skoða smánun og skömm á netinu sem hefur verið mikil upp á síðkastið þar sem fólk virðist koma saman til að brjóta niður eina manneskju á samfélagsmiðlum,“ segir Ingunn Lára Kristjánsdóttir sem skrifar nú óperu af nýrri tegund. Gestir geta haft sitt að segja um söguþráðinn og tíst um sýninguna á meðan á henni stendur. Rauði þráðurinn er þó dómharkan á netinu og mun Ingunn Lára birta tíst þar sem náunginn er níddur niður. „Þetta er ekki bara um samfélagsmiðla, þetta er um persónur, sambönd, lífið sjálft og raunveruleikann en í gegnum samfélagsmiðla. Svo fannst mér svolítil andstæða að vera með óperu, sem er yfirleitt svo dramatísk en mér finnst það frábært tónlistarform.“ Ingunn Lára sem er 24 ára hefur engan bakgrunn í óperum. Hún er lærður leikari frá Bretlandi og stundar nú mastersnám í ritlist. Hún hefur verið að finna sig betur á bak við tjöldin og skrifaði þrjú verk sem voru sýnd í fyrra. Hún hefur rætt við lögfræðinga um höfundarlögin, kynnt sér þau sjálf og setið mörg málþing um þau. Niðurstaðan var að hún má taka tíst og nota þau í sýningunni sinni. Og hún er ekki sátt við hvernig umræðan er á netinu. „Fólk virðist elska að misskilja, dæma strax og allir virðast elska að taka þátt í niðurrifinu. Twitter er nánast orðinn eins og ný hegningarlög. Í vikunni fór myndband af fólki að hafa samfarir á skemmtistað af stað á milli fólks. Slíkt er auðvitað svo siðferðislega rangt, bæði að horfa og deila því en það gerist engu að síður. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir hvaða áhrif þetta hefur á annað fólk því það er með skjá fyrir framan sig.“ Alþýðuóperan mun framleiða verkið og breska nýstirnið Michael Betteridge semur tónlistina. Og þó verkið sé varla komið úr startholunum er áhuginn á því mikill. „Þetta er alltaf að fara lengra og lengra. Það er töluverður áhugi frá Bretlandi, bæði frá Manchester og London. Þá vill Hull, sem verður menningarborg Evrópu á næsta ári setja okkur upp. Þetta er fyrsta óperan af þessu tagi og þó áhuginn sé mikill utan frá verður verkið frumsýnt á Íslandi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Opinber smánun þótti ómanneskjulegt refsiúrræði en viðgengst daglega á samfélagsmiðlum Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagaðideild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk sem vilji búa í réttarríki taki ekki þátt í að smána fólk opinberlega á samfélagsmiðlum fyrir mistök sín. 17. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Án þess að gefa of mikið upp um söguna þá er ég að skoða smánun og skömm á netinu sem hefur verið mikil upp á síðkastið þar sem fólk virðist koma saman til að brjóta niður eina manneskju á samfélagsmiðlum,“ segir Ingunn Lára Kristjánsdóttir sem skrifar nú óperu af nýrri tegund. Gestir geta haft sitt að segja um söguþráðinn og tíst um sýninguna á meðan á henni stendur. Rauði þráðurinn er þó dómharkan á netinu og mun Ingunn Lára birta tíst þar sem náunginn er níddur niður. „Þetta er ekki bara um samfélagsmiðla, þetta er um persónur, sambönd, lífið sjálft og raunveruleikann en í gegnum samfélagsmiðla. Svo fannst mér svolítil andstæða að vera með óperu, sem er yfirleitt svo dramatísk en mér finnst það frábært tónlistarform.“ Ingunn Lára sem er 24 ára hefur engan bakgrunn í óperum. Hún er lærður leikari frá Bretlandi og stundar nú mastersnám í ritlist. Hún hefur verið að finna sig betur á bak við tjöldin og skrifaði þrjú verk sem voru sýnd í fyrra. Hún hefur rætt við lögfræðinga um höfundarlögin, kynnt sér þau sjálf og setið mörg málþing um þau. Niðurstaðan var að hún má taka tíst og nota þau í sýningunni sinni. Og hún er ekki sátt við hvernig umræðan er á netinu. „Fólk virðist elska að misskilja, dæma strax og allir virðast elska að taka þátt í niðurrifinu. Twitter er nánast orðinn eins og ný hegningarlög. Í vikunni fór myndband af fólki að hafa samfarir á skemmtistað af stað á milli fólks. Slíkt er auðvitað svo siðferðislega rangt, bæði að horfa og deila því en það gerist engu að síður. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir hvaða áhrif þetta hefur á annað fólk því það er með skjá fyrir framan sig.“ Alþýðuóperan mun framleiða verkið og breska nýstirnið Michael Betteridge semur tónlistina. Og þó verkið sé varla komið úr startholunum er áhuginn á því mikill. „Þetta er alltaf að fara lengra og lengra. Það er töluverður áhugi frá Bretlandi, bæði frá Manchester og London. Þá vill Hull, sem verður menningarborg Evrópu á næsta ári setja okkur upp. Þetta er fyrsta óperan af þessu tagi og þó áhuginn sé mikill utan frá verður verkið frumsýnt á Íslandi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Opinber smánun þótti ómanneskjulegt refsiúrræði en viðgengst daglega á samfélagsmiðlum Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagaðideild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk sem vilji búa í réttarríki taki ekki þátt í að smána fólk opinberlega á samfélagsmiðlum fyrir mistök sín. 17. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Opinber smánun þótti ómanneskjulegt refsiúrræði en viðgengst daglega á samfélagsmiðlum Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagaðideild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk sem vilji búa í réttarríki taki ekki þátt í að smána fólk opinberlega á samfélagsmiðlum fyrir mistök sín. 17. febrúar 2017 09:00