Ópera sem fjallar um dómhörkuna á Twitter Benedikt Bóas skrifar 6. mars 2017 07:00 Ingunn Lára Kristjánsdóttir fékk sjö milljón króna styrk frá Rannís í verkefnið og var verkið eina óperan í ár. vísir/vilhelm „Án þess að gefa of mikið upp um söguna þá er ég að skoða smánun og skömm á netinu sem hefur verið mikil upp á síðkastið þar sem fólk virðist koma saman til að brjóta niður eina manneskju á samfélagsmiðlum,“ segir Ingunn Lára Kristjánsdóttir sem skrifar nú óperu af nýrri tegund. Gestir geta haft sitt að segja um söguþráðinn og tíst um sýninguna á meðan á henni stendur. Rauði þráðurinn er þó dómharkan á netinu og mun Ingunn Lára birta tíst þar sem náunginn er níddur niður. „Þetta er ekki bara um samfélagsmiðla, þetta er um persónur, sambönd, lífið sjálft og raunveruleikann en í gegnum samfélagsmiðla. Svo fannst mér svolítil andstæða að vera með óperu, sem er yfirleitt svo dramatísk en mér finnst það frábært tónlistarform.“ Ingunn Lára sem er 24 ára hefur engan bakgrunn í óperum. Hún er lærður leikari frá Bretlandi og stundar nú mastersnám í ritlist. Hún hefur verið að finna sig betur á bak við tjöldin og skrifaði þrjú verk sem voru sýnd í fyrra. Hún hefur rætt við lögfræðinga um höfundarlögin, kynnt sér þau sjálf og setið mörg málþing um þau. Niðurstaðan var að hún má taka tíst og nota þau í sýningunni sinni. Og hún er ekki sátt við hvernig umræðan er á netinu. „Fólk virðist elska að misskilja, dæma strax og allir virðast elska að taka þátt í niðurrifinu. Twitter er nánast orðinn eins og ný hegningarlög. Í vikunni fór myndband af fólki að hafa samfarir á skemmtistað af stað á milli fólks. Slíkt er auðvitað svo siðferðislega rangt, bæði að horfa og deila því en það gerist engu að síður. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir hvaða áhrif þetta hefur á annað fólk því það er með skjá fyrir framan sig.“ Alþýðuóperan mun framleiða verkið og breska nýstirnið Michael Betteridge semur tónlistina. Og þó verkið sé varla komið úr startholunum er áhuginn á því mikill. „Þetta er alltaf að fara lengra og lengra. Það er töluverður áhugi frá Bretlandi, bæði frá Manchester og London. Þá vill Hull, sem verður menningarborg Evrópu á næsta ári setja okkur upp. Þetta er fyrsta óperan af þessu tagi og þó áhuginn sé mikill utan frá verður verkið frumsýnt á Íslandi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Opinber smánun þótti ómanneskjulegt refsiúrræði en viðgengst daglega á samfélagsmiðlum Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagaðideild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk sem vilji búa í réttarríki taki ekki þátt í að smána fólk opinberlega á samfélagsmiðlum fyrir mistök sín. 17. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Sjá meira
„Án þess að gefa of mikið upp um söguna þá er ég að skoða smánun og skömm á netinu sem hefur verið mikil upp á síðkastið þar sem fólk virðist koma saman til að brjóta niður eina manneskju á samfélagsmiðlum,“ segir Ingunn Lára Kristjánsdóttir sem skrifar nú óperu af nýrri tegund. Gestir geta haft sitt að segja um söguþráðinn og tíst um sýninguna á meðan á henni stendur. Rauði þráðurinn er þó dómharkan á netinu og mun Ingunn Lára birta tíst þar sem náunginn er níddur niður. „Þetta er ekki bara um samfélagsmiðla, þetta er um persónur, sambönd, lífið sjálft og raunveruleikann en í gegnum samfélagsmiðla. Svo fannst mér svolítil andstæða að vera með óperu, sem er yfirleitt svo dramatísk en mér finnst það frábært tónlistarform.“ Ingunn Lára sem er 24 ára hefur engan bakgrunn í óperum. Hún er lærður leikari frá Bretlandi og stundar nú mastersnám í ritlist. Hún hefur verið að finna sig betur á bak við tjöldin og skrifaði þrjú verk sem voru sýnd í fyrra. Hún hefur rætt við lögfræðinga um höfundarlögin, kynnt sér þau sjálf og setið mörg málþing um þau. Niðurstaðan var að hún má taka tíst og nota þau í sýningunni sinni. Og hún er ekki sátt við hvernig umræðan er á netinu. „Fólk virðist elska að misskilja, dæma strax og allir virðast elska að taka þátt í niðurrifinu. Twitter er nánast orðinn eins og ný hegningarlög. Í vikunni fór myndband af fólki að hafa samfarir á skemmtistað af stað á milli fólks. Slíkt er auðvitað svo siðferðislega rangt, bæði að horfa og deila því en það gerist engu að síður. Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir hvaða áhrif þetta hefur á annað fólk því það er með skjá fyrir framan sig.“ Alþýðuóperan mun framleiða verkið og breska nýstirnið Michael Betteridge semur tónlistina. Og þó verkið sé varla komið úr startholunum er áhuginn á því mikill. „Þetta er alltaf að fara lengra og lengra. Það er töluverður áhugi frá Bretlandi, bæði frá Manchester og London. Þá vill Hull, sem verður menningarborg Evrópu á næsta ári setja okkur upp. Þetta er fyrsta óperan af þessu tagi og þó áhuginn sé mikill utan frá verður verkið frumsýnt á Íslandi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Opinber smánun þótti ómanneskjulegt refsiúrræði en viðgengst daglega á samfélagsmiðlum Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagaðideild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk sem vilji búa í réttarríki taki ekki þátt í að smána fólk opinberlega á samfélagsmiðlum fyrir mistök sín. 17. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Sjá meira
Opinber smánun þótti ómanneskjulegt refsiúrræði en viðgengst daglega á samfélagsmiðlum Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagaðideild Háskóla Íslands, segir mikilvægt að fólk sem vilji búa í réttarríki taki ekki þátt í að smána fólk opinberlega á samfélagsmiðlum fyrir mistök sín. 17. febrúar 2017 09:00