Met í erlendu vinnuafli: Einn af hverjum tíu af erlendu bergi brotinn Snærós Sindradóttir skrifar 8. mars 2017 06:00 Mikill fjöldi erlendra verkamanna hefur komið hingað til lands í tengslum við verklegar framkvæmdir. vísir/vilhelm Aldrei hafa fleiri erlendir ríkisborgarar verið á vinnumarkaði hér á landi en nú. Erlendir ríkisborgarar skipa nú 10,3 prósent af vinnumarkaðnum. Tvö þúsund fleiri erlendir starfsmenn eru á landinu en voru þegar síðasta hápunkti var náð árið 2008. Samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun tók saman voru 20.273 erlendir starfsmenn hér á landi í lok árs 2016. Í síðustu efnahagsuppsveiflu náði fjöldi erlendra starfsmanna hámarki árið 2008 þegar þeir voru 18.357 talsins. Ári áður voru þeir rúmlega 16 þúsund og árið 2006 ríflega 12 þúsund. Á þeim tíma stóð meðal annars yfir bygging Kárahnjúkavirkjunar sem hafði í för með sér mikinn innflutning á erlendu vinnuafli.„Við erum með sveiflukennt hagkerfi sem er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að við fáum svona mikinn innflutning á erlendu vinnuafli með reglulegu millibili. Það væri heppilegra fyrir okkur ef þetta væri jafnari uppbygging í byggingariðnaði,“ segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Tiltölulega lítil fækkun varð í liði erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði í kjölfar efnahagshrunsins. Lægst varð hlutfallið árið 2012 þegar 8,2 prósent vinnumarkaðsins voru skipuð erlendum ríkisborgurum, samtals 14.683 talsins. „Það fóru mun færri af landi brott en reiknað var með. Þessi sprenging sem er að verða núna er því að koma ofan á það sem var fyrir,“ segir Karl. Hann segir horfur benda til þess að erlendu vinnuafli haldi áfram að fjölga. Íslendingar séu einfaldlega of fáir til að sinna öllum þeim störfum sem inna þarf af hendi. „Við höfum í raun ekkert vinnuafl innanlands til að mæta frekari vexti í byggingariðnaði. Það er helst að menn horfi til þess að Íslendingar sem fluttu til Noregs eftir hrun muni í einhverjum mæli koma heim.“ Þá hefur atvinnuleysi hér á landi verið í lágmarki en atvinnulausir erlendir ríkisborgarar voru 917 talsins í loks ársins og þar með 21,2 prósent af öllum atvinnulausum á landinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Aldrei hafa fleiri erlendir ríkisborgarar verið á vinnumarkaði hér á landi en nú. Erlendir ríkisborgarar skipa nú 10,3 prósent af vinnumarkaðnum. Tvö þúsund fleiri erlendir starfsmenn eru á landinu en voru þegar síðasta hápunkti var náð árið 2008. Samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun tók saman voru 20.273 erlendir starfsmenn hér á landi í lok árs 2016. Í síðustu efnahagsuppsveiflu náði fjöldi erlendra starfsmanna hámarki árið 2008 þegar þeir voru 18.357 talsins. Ári áður voru þeir rúmlega 16 þúsund og árið 2006 ríflega 12 þúsund. Á þeim tíma stóð meðal annars yfir bygging Kárahnjúkavirkjunar sem hafði í för með sér mikinn innflutning á erlendu vinnuafli.„Við erum með sveiflukennt hagkerfi sem er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að við fáum svona mikinn innflutning á erlendu vinnuafli með reglulegu millibili. Það væri heppilegra fyrir okkur ef þetta væri jafnari uppbygging í byggingariðnaði,“ segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Tiltölulega lítil fækkun varð í liði erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði í kjölfar efnahagshrunsins. Lægst varð hlutfallið árið 2012 þegar 8,2 prósent vinnumarkaðsins voru skipuð erlendum ríkisborgurum, samtals 14.683 talsins. „Það fóru mun færri af landi brott en reiknað var með. Þessi sprenging sem er að verða núna er því að koma ofan á það sem var fyrir,“ segir Karl. Hann segir horfur benda til þess að erlendu vinnuafli haldi áfram að fjölga. Íslendingar séu einfaldlega of fáir til að sinna öllum þeim störfum sem inna þarf af hendi. „Við höfum í raun ekkert vinnuafl innanlands til að mæta frekari vexti í byggingariðnaði. Það er helst að menn horfi til þess að Íslendingar sem fluttu til Noregs eftir hrun muni í einhverjum mæli koma heim.“ Þá hefur atvinnuleysi hér á landi verið í lágmarki en atvinnulausir erlendir ríkisborgarar voru 917 talsins í loks ársins og þar með 21,2 prósent af öllum atvinnulausum á landinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira