Met í erlendu vinnuafli: Einn af hverjum tíu af erlendu bergi brotinn Snærós Sindradóttir skrifar 8. mars 2017 06:00 Mikill fjöldi erlendra verkamanna hefur komið hingað til lands í tengslum við verklegar framkvæmdir. vísir/vilhelm Aldrei hafa fleiri erlendir ríkisborgarar verið á vinnumarkaði hér á landi en nú. Erlendir ríkisborgarar skipa nú 10,3 prósent af vinnumarkaðnum. Tvö þúsund fleiri erlendir starfsmenn eru á landinu en voru þegar síðasta hápunkti var náð árið 2008. Samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun tók saman voru 20.273 erlendir starfsmenn hér á landi í lok árs 2016. Í síðustu efnahagsuppsveiflu náði fjöldi erlendra starfsmanna hámarki árið 2008 þegar þeir voru 18.357 talsins. Ári áður voru þeir rúmlega 16 þúsund og árið 2006 ríflega 12 þúsund. Á þeim tíma stóð meðal annars yfir bygging Kárahnjúkavirkjunar sem hafði í för með sér mikinn innflutning á erlendu vinnuafli.„Við erum með sveiflukennt hagkerfi sem er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að við fáum svona mikinn innflutning á erlendu vinnuafli með reglulegu millibili. Það væri heppilegra fyrir okkur ef þetta væri jafnari uppbygging í byggingariðnaði,“ segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Tiltölulega lítil fækkun varð í liði erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði í kjölfar efnahagshrunsins. Lægst varð hlutfallið árið 2012 þegar 8,2 prósent vinnumarkaðsins voru skipuð erlendum ríkisborgurum, samtals 14.683 talsins. „Það fóru mun færri af landi brott en reiknað var með. Þessi sprenging sem er að verða núna er því að koma ofan á það sem var fyrir,“ segir Karl. Hann segir horfur benda til þess að erlendu vinnuafli haldi áfram að fjölga. Íslendingar séu einfaldlega of fáir til að sinna öllum þeim störfum sem inna þarf af hendi. „Við höfum í raun ekkert vinnuafl innanlands til að mæta frekari vexti í byggingariðnaði. Það er helst að menn horfi til þess að Íslendingar sem fluttu til Noregs eftir hrun muni í einhverjum mæli koma heim.“ Þá hefur atvinnuleysi hér á landi verið í lágmarki en atvinnulausir erlendir ríkisborgarar voru 917 talsins í loks ársins og þar með 21,2 prósent af öllum atvinnulausum á landinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Aldrei hafa fleiri erlendir ríkisborgarar verið á vinnumarkaði hér á landi en nú. Erlendir ríkisborgarar skipa nú 10,3 prósent af vinnumarkaðnum. Tvö þúsund fleiri erlendir starfsmenn eru á landinu en voru þegar síðasta hápunkti var náð árið 2008. Samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun tók saman voru 20.273 erlendir starfsmenn hér á landi í lok árs 2016. Í síðustu efnahagsuppsveiflu náði fjöldi erlendra starfsmanna hámarki árið 2008 þegar þeir voru 18.357 talsins. Ári áður voru þeir rúmlega 16 þúsund og árið 2006 ríflega 12 þúsund. Á þeim tíma stóð meðal annars yfir bygging Kárahnjúkavirkjunar sem hafði í för með sér mikinn innflutning á erlendu vinnuafli.„Við erum með sveiflukennt hagkerfi sem er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að við fáum svona mikinn innflutning á erlendu vinnuafli með reglulegu millibili. Það væri heppilegra fyrir okkur ef þetta væri jafnari uppbygging í byggingariðnaði,“ segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Tiltölulega lítil fækkun varð í liði erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði í kjölfar efnahagshrunsins. Lægst varð hlutfallið árið 2012 þegar 8,2 prósent vinnumarkaðsins voru skipuð erlendum ríkisborgurum, samtals 14.683 talsins. „Það fóru mun færri af landi brott en reiknað var með. Þessi sprenging sem er að verða núna er því að koma ofan á það sem var fyrir,“ segir Karl. Hann segir horfur benda til þess að erlendu vinnuafli haldi áfram að fjölga. Íslendingar séu einfaldlega of fáir til að sinna öllum þeim störfum sem inna þarf af hendi. „Við höfum í raun ekkert vinnuafl innanlands til að mæta frekari vexti í byggingariðnaði. Það er helst að menn horfi til þess að Íslendingar sem fluttu til Noregs eftir hrun muni í einhverjum mæli koma heim.“ Þá hefur atvinnuleysi hér á landi verið í lágmarki en atvinnulausir erlendir ríkisborgarar voru 917 talsins í loks ársins og þar með 21,2 prósent af öllum atvinnulausum á landinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira