Jafnréttismat gert á um 40 prósent frumvarpa ríkisstjórnarinnar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. febrúar 2017 14:30 Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar Vísir/Anton Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í síðustu viku stöðu innleiðingar kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar fyrir ríkisstjórninni. Stefnt er á því að á þessu ári verði jafnréttismat gert á um 40 prósent frumvarpa sem ráðherrar leggja fram og sjónum beint sérstaklega að málum sem augljóslega hafa mikil áhrif á kynin. Innleiðingaráætlunin sem nú er unnið eftir var samþykkt í ríkisstjórn 19. júní 2015 og gildir til ársins 2019 og hefur sérstök verkefnisstjórn heildarumsjón með innleiðingu, framvindu og eftirliti með framkvæmd. Fulltrúar allra ráðuneyta sitja í verkefnisstjórninni. Helstu markmið með áætluninni er að samþætta kynjaða fjárlagagerð við stefnumótun og ákvarðanatöku. Samkvæmt frétt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins, verður þetta meðal annars gert með því að horfa til kynjasjónarmiða við gerð lagafrumvarpa og við ráðstöfun opinbers fjár. Samkvæmt áætluninni skal hvert ráðuneyti framkvæma jafnréttismat á frumvörpum sem talin eru hafa miðlungs eða mikil áhrif á stöðu kynjanna. Innan allra ráðuneyta er sömuleiðis unnið að því að greina ákveðið málefnasvið eða málaflokk út frá kynjasjónarmiðum og úrbætur lagðar til ef þörf á. Kyngreind gögn eru ein af lykilforsendum árangursríkrar innleiðingar og því er lagt kapp á að bæta aðgengi að þeim. Jafnréttismat á lagafrumvörpum þarf að gera hvort heldur sem áhrif þess koma fram á tekju- eða útgjaldahlið frumvarpsins enda hefur öflun opinbers fjár ekki síður áhrif en ráðstöfun þess. Sem dæmi hefur uppbygging skattkerfis mismunandi áhrif á kynin að mörgu leyti þrátt fyrir að löggjöfin sem slík miðist við að sama gildi fyrir kynin. Innleiðing kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar hófst hér á landi árið 2009. Leiðarljós innleiðingar kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar er að með kynjaðri fjárlagagerð haldist réttlæti og sanngirni í hendur við efnahagslega velferð. „Ákvarðanir hins opinbera hafa áhrif á val og kosti einstaklinga svo sem varðandi búsetu, nám, atvinnuþátttöku og ótal margt fleira. Í ljósi þess að kynin búa enn við ólíkar aðstæður í efnahagslegum, félagslegum og pólitískum skilningi þá er ávinningur af kynjaðri fjárlagagerð margvíslegur þótt megintilgangur aðferðafræðinnar sé aukið jafnrétti. Greining kynjaáhrifa stuðlar að upplýstari ákvarðanatöku sem getur leitt til betri nýtingar á opinberu fé og bættrar efnahagsstjórnar,“ segir í frétt ráðuneytisins. Kynjuð fjárlagagerð var lögfest með lögum um opinber fjármál nr. 123/2015 en þar segir: 18. gr. Kynjuð fjárlagagerð og jafnrétti. Ráðherra, í samráði við ráðherra jafnréttismála, hefur forustu um að gerð verði áætlun um kynjaða fjárlagagerð sem höfð skal til hliðsjónar við gerð frumvarps til fjárlaga. Í frumvarpi til fjárlaga skal gerð grein fyrir áhrifum þess á markmið um jafna stöðu karla og kvenna. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir „Það er alltaf bók á leiðinni“ Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í síðustu viku stöðu innleiðingar kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar fyrir ríkisstjórninni. Stefnt er á því að á þessu ári verði jafnréttismat gert á um 40 prósent frumvarpa sem ráðherrar leggja fram og sjónum beint sérstaklega að málum sem augljóslega hafa mikil áhrif á kynin. Innleiðingaráætlunin sem nú er unnið eftir var samþykkt í ríkisstjórn 19. júní 2015 og gildir til ársins 2019 og hefur sérstök verkefnisstjórn heildarumsjón með innleiðingu, framvindu og eftirliti með framkvæmd. Fulltrúar allra ráðuneyta sitja í verkefnisstjórninni. Helstu markmið með áætluninni er að samþætta kynjaða fjárlagagerð við stefnumótun og ákvarðanatöku. Samkvæmt frétt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins, verður þetta meðal annars gert með því að horfa til kynjasjónarmiða við gerð lagafrumvarpa og við ráðstöfun opinbers fjár. Samkvæmt áætluninni skal hvert ráðuneyti framkvæma jafnréttismat á frumvörpum sem talin eru hafa miðlungs eða mikil áhrif á stöðu kynjanna. Innan allra ráðuneyta er sömuleiðis unnið að því að greina ákveðið málefnasvið eða málaflokk út frá kynjasjónarmiðum og úrbætur lagðar til ef þörf á. Kyngreind gögn eru ein af lykilforsendum árangursríkrar innleiðingar og því er lagt kapp á að bæta aðgengi að þeim. Jafnréttismat á lagafrumvörpum þarf að gera hvort heldur sem áhrif þess koma fram á tekju- eða útgjaldahlið frumvarpsins enda hefur öflun opinbers fjár ekki síður áhrif en ráðstöfun þess. Sem dæmi hefur uppbygging skattkerfis mismunandi áhrif á kynin að mörgu leyti þrátt fyrir að löggjöfin sem slík miðist við að sama gildi fyrir kynin. Innleiðing kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar hófst hér á landi árið 2009. Leiðarljós innleiðingar kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar er að með kynjaðri fjárlagagerð haldist réttlæti og sanngirni í hendur við efnahagslega velferð. „Ákvarðanir hins opinbera hafa áhrif á val og kosti einstaklinga svo sem varðandi búsetu, nám, atvinnuþátttöku og ótal margt fleira. Í ljósi þess að kynin búa enn við ólíkar aðstæður í efnahagslegum, félagslegum og pólitískum skilningi þá er ávinningur af kynjaðri fjárlagagerð margvíslegur þótt megintilgangur aðferðafræðinnar sé aukið jafnrétti. Greining kynjaáhrifa stuðlar að upplýstari ákvarðanatöku sem getur leitt til betri nýtingar á opinberu fé og bættrar efnahagsstjórnar,“ segir í frétt ráðuneytisins. Kynjuð fjárlagagerð var lögfest með lögum um opinber fjármál nr. 123/2015 en þar segir: 18. gr. Kynjuð fjárlagagerð og jafnrétti. Ráðherra, í samráði við ráðherra jafnréttismála, hefur forustu um að gerð verði áætlun um kynjaða fjárlagagerð sem höfð skal til hliðsjónar við gerð frumvarps til fjárlaga. Í frumvarpi til fjárlaga skal gerð grein fyrir áhrifum þess á markmið um jafna stöðu karla og kvenna.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir „Það er alltaf bók á leiðinni“ Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira