Vill sannanir fyrir því að ráðherra hafi ekki farið fram með gerræðislegum hætti Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 11:24 Gunnar kallar eftir sameiginlegri yfirlýsingu frá sjómönnum og sjávarútvegsráðherra svo það sé hafið yfir allan vafa að ráðherra hafi ekki farið fram með óeðlilegum hætti. Þá komi það jafnframt í veg fyrir að aðilar bendi hver á annan. Vísir/Eyþór Gunnar I. Guðmundsson, varaþingmaður Pírata, fór í dag fram á sannanir fyrir því að sjávarútvegsráðherra hafi ekki farið fram með „gerræðislegum hætti“ í sjómannadeilunni. Hann kallaði eftir sameiginlegri yfirlýsingu frá forystu sjómanna og ráðherranum. Gunnar óskaði eftir svörum um hver óformleg aðkoma Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur hafi verið að deilu sjómanna og útvegsmanna og vildi vita hvaða tilboð hún hafi lagt fram sem sjómenn hefðu ekki getað hafnað. Hann sagði þessi svör nauðsynleg svo „það sé hafið yfir allan vafa að ráðherrann hafi ekki farið fram með gerræðislegum hætti.“ Þorgerður Katrín ítrekaði í svörum sínum að deilan hafi verið leyst án formlegrar aðkomu ríkisins. Fyrst og fremst hafi hún lagt áherslu á þátt útgerðarinnar í deilunni. „Það lá alveg ljóst fyrir af minni hálfu, og það var margítrekað í margra vikna samtölum, meðal annars við sjómannahreyfinguna og útgerðarmenn, að ég myndi ekki fara þá leið sem hefur verið nefnd sértæk leið, að endurvekja sjómannaafsláttinn með einum eða öðrum hætti,“ sagði Þorgerður. „Ég var að reyna að tengjast kröfu sjómanna, sem var eðlilega hér á árum áður. Þá var eðlilegt, að minnsta kosti ekkert óeðlilegt við að menn hefðu hér sjómannaafslátt. En í dag eru viðhorfin önnur. Þannig að ég reyndi að tengja aðrar stéttir inn í slík hlunnindi. Fleiri heldur en sjómenn, með ákveðnum takmörkunum þó. Það verður að segjast eins og er að það er ekki hægt nema með aðkomu útgerðarinnar,“ bætti hún við. Þorgerður tók jafnframt fram að aðalatriðið sé það að deilan sé leyst. Næstu skref séu að byggja upp traust á milli sjómanna og útvegsmanna. Það eigi að vera stóra málið í dag. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Gunnar I. Guðmundsson, varaþingmaður Pírata, fór í dag fram á sannanir fyrir því að sjávarútvegsráðherra hafi ekki farið fram með „gerræðislegum hætti“ í sjómannadeilunni. Hann kallaði eftir sameiginlegri yfirlýsingu frá forystu sjómanna og ráðherranum. Gunnar óskaði eftir svörum um hver óformleg aðkoma Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur hafi verið að deilu sjómanna og útvegsmanna og vildi vita hvaða tilboð hún hafi lagt fram sem sjómenn hefðu ekki getað hafnað. Hann sagði þessi svör nauðsynleg svo „það sé hafið yfir allan vafa að ráðherrann hafi ekki farið fram með gerræðislegum hætti.“ Þorgerður Katrín ítrekaði í svörum sínum að deilan hafi verið leyst án formlegrar aðkomu ríkisins. Fyrst og fremst hafi hún lagt áherslu á þátt útgerðarinnar í deilunni. „Það lá alveg ljóst fyrir af minni hálfu, og það var margítrekað í margra vikna samtölum, meðal annars við sjómannahreyfinguna og útgerðarmenn, að ég myndi ekki fara þá leið sem hefur verið nefnd sértæk leið, að endurvekja sjómannaafsláttinn með einum eða öðrum hætti,“ sagði Þorgerður. „Ég var að reyna að tengjast kröfu sjómanna, sem var eðlilega hér á árum áður. Þá var eðlilegt, að minnsta kosti ekkert óeðlilegt við að menn hefðu hér sjómannaafslátt. En í dag eru viðhorfin önnur. Þannig að ég reyndi að tengja aðrar stéttir inn í slík hlunnindi. Fleiri heldur en sjómenn, með ákveðnum takmörkunum þó. Það verður að segjast eins og er að það er ekki hægt nema með aðkomu útgerðarinnar,“ bætti hún við. Þorgerður tók jafnframt fram að aðalatriðið sé það að deilan sé leyst. Næstu skref séu að byggja upp traust á milli sjómanna og útvegsmanna. Það eigi að vera stóra málið í dag.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira