Aníta og Hlynur keppa fyrir Ísland á EM í Belgrad Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. febrúar 2017 12:12 Aníta Hinriksdóttir í hlaupinu á RIG. vísir/anton brink Aníta Hinriksdóttir og Hlynur Andrésson úr ÍR verða fulltrúar Íslands á Evrópumeistaramótinu innanhúss í frjálsíþróttum sem fer fram í Belgrad í Serbíu 3.-5. mars. Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands hefur samþykkt val íþrótta- og afreksnefndar sambandsins um val á keppendum en þetta kemur fram á vef FRÍ. Aníta keppir í 800 metra hlaupi en Hlynur í 3.000 metra hlaupi. Aníta var annar af tveimur Íslendingum sem náði lágmarki á leikana en hin var spretthlauparinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH sem getur ekki tekið þátt vegna meiðsla. Hlynur náði ekki lágmarki en stjórn FRÍ ákvað að nýta sér boð um að senda karl til þátttöku þrátt fyrir að enginn íslenskur karlmaður náði lágmarki. Hann er sá sem er næstur lágmarki, að því fram kemur á vef Frjálsíþróttsambandsins, en aðeins munar einu prósenti. Hlynur Andrésson er 3.000 metra hlaupari frá Vestmannaeyjum sem æfir og keppir með Eastern Michigan-háskolanum í Bandaríkjunum. Hann hefur náð góðum árangri í millivegalengdarhlaupum undanfarin misseri og sett tvö Íslandsmet innanhúss, annað þeirra í 3.000 metra hlaupi. Aníta Hinriksdóttir keppti í fyrsta sinn á EM innanhúss í Prag í Tékklandi fyrir tveimur árum en þar hafnaði hún í fimmta sæti er hún hljóp á 2:02,74 mínútum. Aníta byrjar árið vel en hún vann 800 metra hlaupið á Reykjavíkurleikunum þar sem hún setti Íslandsmet innanhúss. Hún hljóp á 2:01,18 mínútum en gamla metið hennar var 2:01,56 mínútur. Þetta var í sjöunda skiptið sem hún setur met í sinni sterkustu grein. Frjálsar íþróttir Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir og Hlynur Andrésson úr ÍR verða fulltrúar Íslands á Evrópumeistaramótinu innanhúss í frjálsíþróttum sem fer fram í Belgrad í Serbíu 3.-5. mars. Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands hefur samþykkt val íþrótta- og afreksnefndar sambandsins um val á keppendum en þetta kemur fram á vef FRÍ. Aníta keppir í 800 metra hlaupi en Hlynur í 3.000 metra hlaupi. Aníta var annar af tveimur Íslendingum sem náði lágmarki á leikana en hin var spretthlauparinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH sem getur ekki tekið þátt vegna meiðsla. Hlynur náði ekki lágmarki en stjórn FRÍ ákvað að nýta sér boð um að senda karl til þátttöku þrátt fyrir að enginn íslenskur karlmaður náði lágmarki. Hann er sá sem er næstur lágmarki, að því fram kemur á vef Frjálsíþróttsambandsins, en aðeins munar einu prósenti. Hlynur Andrésson er 3.000 metra hlaupari frá Vestmannaeyjum sem æfir og keppir með Eastern Michigan-háskolanum í Bandaríkjunum. Hann hefur náð góðum árangri í millivegalengdarhlaupum undanfarin misseri og sett tvö Íslandsmet innanhúss, annað þeirra í 3.000 metra hlaupi. Aníta Hinriksdóttir keppti í fyrsta sinn á EM innanhúss í Prag í Tékklandi fyrir tveimur árum en þar hafnaði hún í fimmta sæti er hún hljóp á 2:02,74 mínútum. Aníta byrjar árið vel en hún vann 800 metra hlaupið á Reykjavíkurleikunum þar sem hún setti Íslandsmet innanhúss. Hún hljóp á 2:01,18 mínútum en gamla metið hennar var 2:01,56 mínútur. Þetta var í sjöunda skiptið sem hún setur met í sinni sterkustu grein.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Sjá meira