Læknir segir farsíma krabbameinsvaldandi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2017 20:00 Í síðustu viku stóð Félag foreldra leikskólabarna í Reykjavík fyrir opinni ráðstefnu um heilsufarsleg áhrif þráðlausrar örbylgjugeislunar á börn. Lennart Hardell krabbameinslæknir var meðal fyrirlesara. Hann var í hópi þrjátíu sérfræðinga sem valdir voru af Alþjóðakrabbameinsrannsóknarstofnuninni sem flokkaði þráðlausa örbygljugeislun sem mögulega krabbameinsvaldandi árið 2011, eða undir flokkuninni „possible."En hver er staðan í dag sex árum síðar?„Nú er það líklega (problably),“ svarar Hardell. „Ég myndi jafnvel segja að þetta væri krabbameinsvaldandi. Niðurstöðurnar eru óyggjandi. Það er ekki víst að þetta valdi eingöngu heilaæxli. Við höfum til dæmis séð mikla fjölgun krabbameinstilvika í skjaldkirtli.“En hversu mikil er áhættan? Notar þú til dæmis sjálfur farsíma? „Eiginlega ekkert. Ég nota hann aðeins í ferðalögum. Þá sendi ég textaskilaboð. Niðurstöður rannsóknanna gefa til kynna að 30 mínútna samtal í farsíma sem haldið er við eyrað miðað við tíu ára tímabil tvöfaldi líkurnar á heilaæxli. Eingöngu tíu til tuttugu af 100 þúsund fá þessa tegund heilaæxlis á hverju ári þannig að þótt áhættan tvöfaldist eru líkurnar litlar. Hardell bendir á að textaskilaboð og handfrjáls búnaður séu góðar forvarnir og að fullorðið fólk eigi að vernda börnin fyrir geisluninni. En af hverju hlusta ekki fleiri á þessi varnaðarorð? „Hver vill hlusta? Það er svo flott að vera með farsíma. Við ráðum yfir þessari tækni og fólk vill ekki hlusta. Einnig eru geysimiklir fjárhagslegir hagsmunir að baki þessu, bæði hjá einstaklingum og stjórnvöldum,“ segir Hardell. Lög um geislavarnir taka til þessarar geislunar og Geislavarnir ríkisins notast við viðmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar í sínu eftirliti, samkvæmt svörum við fyrirspurn fréttastofu. Geislavörnum ríkisins er aftur á móti ekki kunnugt um breytingar á hættuflokkum á geisluninni. Þess má geta að vísindamenn víða um heim eru síður en svo sammála um skaðsemi eða skaðleysi geislunarinnar - og hafna á víxl rannsóknum um málið. Tengdar fréttir Foreldrar áhyggjufullir yfir snjalltækjanotkun Engir símar ættu að vera í leik- og grunnskólum, segir sérfræðingur sem tekur til máls á ráðstefnu um skjátíma barna á morgun. 23. febrúar 2017 19:00 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Í síðustu viku stóð Félag foreldra leikskólabarna í Reykjavík fyrir opinni ráðstefnu um heilsufarsleg áhrif þráðlausrar örbylgjugeislunar á börn. Lennart Hardell krabbameinslæknir var meðal fyrirlesara. Hann var í hópi þrjátíu sérfræðinga sem valdir voru af Alþjóðakrabbameinsrannsóknarstofnuninni sem flokkaði þráðlausa örbygljugeislun sem mögulega krabbameinsvaldandi árið 2011, eða undir flokkuninni „possible."En hver er staðan í dag sex árum síðar?„Nú er það líklega (problably),“ svarar Hardell. „Ég myndi jafnvel segja að þetta væri krabbameinsvaldandi. Niðurstöðurnar eru óyggjandi. Það er ekki víst að þetta valdi eingöngu heilaæxli. Við höfum til dæmis séð mikla fjölgun krabbameinstilvika í skjaldkirtli.“En hversu mikil er áhættan? Notar þú til dæmis sjálfur farsíma? „Eiginlega ekkert. Ég nota hann aðeins í ferðalögum. Þá sendi ég textaskilaboð. Niðurstöður rannsóknanna gefa til kynna að 30 mínútna samtal í farsíma sem haldið er við eyrað miðað við tíu ára tímabil tvöfaldi líkurnar á heilaæxli. Eingöngu tíu til tuttugu af 100 þúsund fá þessa tegund heilaæxlis á hverju ári þannig að þótt áhættan tvöfaldist eru líkurnar litlar. Hardell bendir á að textaskilaboð og handfrjáls búnaður séu góðar forvarnir og að fullorðið fólk eigi að vernda börnin fyrir geisluninni. En af hverju hlusta ekki fleiri á þessi varnaðarorð? „Hver vill hlusta? Það er svo flott að vera með farsíma. Við ráðum yfir þessari tækni og fólk vill ekki hlusta. Einnig eru geysimiklir fjárhagslegir hagsmunir að baki þessu, bæði hjá einstaklingum og stjórnvöldum,“ segir Hardell. Lög um geislavarnir taka til þessarar geislunar og Geislavarnir ríkisins notast við viðmið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar í sínu eftirliti, samkvæmt svörum við fyrirspurn fréttastofu. Geislavörnum ríkisins er aftur á móti ekki kunnugt um breytingar á hættuflokkum á geisluninni. Þess má geta að vísindamenn víða um heim eru síður en svo sammála um skaðsemi eða skaðleysi geislunarinnar - og hafna á víxl rannsóknum um málið.
Tengdar fréttir Foreldrar áhyggjufullir yfir snjalltækjanotkun Engir símar ættu að vera í leik- og grunnskólum, segir sérfræðingur sem tekur til máls á ráðstefnu um skjátíma barna á morgun. 23. febrúar 2017 19:00 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Foreldrar áhyggjufullir yfir snjalltækjanotkun Engir símar ættu að vera í leik- og grunnskólum, segir sérfræðingur sem tekur til máls á ráðstefnu um skjátíma barna á morgun. 23. febrúar 2017 19:00