Kári Stefánsson: Heimskulegt að lögbinda kynjahlutfall í störfum Ólöf Skaftadóttir skrifar 15. febrúar 2017 13:36 Ragnhildur, Kári og Edda. „Ef við horfum á minn vinnustað þá erum við að vissu leyti stofnun í hagnýtri stærðfræði. Við erum alltaf að leita að tengslum milli breytanleika í röðum níturbasa í erfðamengi og breytanleika í svipgerð mannsins. Í þeirri leit notum við tölfræði og tölfræðideildin er næstum eingöngu skipuð karlmönnum þar sem sjálfsagt flestir starfsmenn uppfylla greiningarskilyrði fyrir asperger heilkenni. Það heilkenni er tíu sinnum algengara hjá körlum en konum og því virðist vera auðveldara að finna þá hæfileika sem þarf í starfið meðal karla en kvenna. Við höfum átt í erfiðleikum með að finna konur í störf innan tölfræðideildarinnar og ég held að það sé næstum því alfarið út af muninum á kven- og karlheilanum. Við sitjum því uppi með karlana,” segir Kári Stefánsson í nýrri bók Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og Eddu Hermannsdóttur, Forystuþjóð – þar sem rætt er við yfir valinkunna Íslendinga um skoðanir þeirra á jafnréttismálum.Enga hugmynd um kynjahlutföll „Hér hjá fyrirtækinu eru hinsvegar miklu fleiri konur þegar kemur að vinnu í líffræðinni sjálfri. Annars hef ég ekki minnstu hugmynd um hvernig kynjahlutföllin eru í mínu fyrirtæki því mér er alveg sama hvert kynið er þegar ég ræð fólk í vinnu. Ég er þó sammála því að það ríki kynjamisrétti í samfélaginu. Mér er hinsvegar ekki alveg ljóst hvað við eigum að gera til að breyta þessu en ég held að það sé vafasamt að lögbinda kynjahlutföll í störfum. Mér finnst það heimskulegt. Mér finnst líka óskynsamlegt að setja lög um samsetningu stjórna fyrirtækja. Allar þvinganir vinna endanlega gegn upphaflegum tilgangi.” Kári segist hafa velt því fyrir sér hvað séu mikilvæg störf. „Þá finnst mér móðurhlutverkið og hlutverk leikskólakennara og kennara almennt vera eitt það mikilvægasta. Það virðist vera auðveldara að finna hæfileikaríkar konur til að sinna þessum störfum og ég held að það sé líffræðileg ástæða fyrir því. Þróunarfræðilega séð hefur konan þurft að vera ábyrg fyrir því barni sem hún ber.” Kári er einn af ríflega þrjátíu viðmælendum í bókinni sem allir hafa misjafnar skoðanir á jafnréttismálum. Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason segist þannig engar sérstakar áhyggjur hafa af því að konur ryðjist með sín réttindi, yfir hans forréttindi. Laufey Rún Ketilsdóttir, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir til að mynda góðar hugmyndir kynlausar og gefur lítið fyrir misrétti milli kynja.Kvennaskeið að hefjast Þá fullyrðir fyrrverandi forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir að kvennaskeið sé að hefjast – það sé ekki hafið, en við séum á þröskuldinum. Við ræðum margar hliðar jafnréttismála á opinskáan hátt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld – m.a. við höfunda Forystuþjóðar, Eddu Hermannsdóttur hjá Íslandsbanka og Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, dagskrárgerðarmann.Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18.30, að vanda. Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Ef við horfum á minn vinnustað þá erum við að vissu leyti stofnun í hagnýtri stærðfræði. Við erum alltaf að leita að tengslum milli breytanleika í röðum níturbasa í erfðamengi og breytanleika í svipgerð mannsins. Í þeirri leit notum við tölfræði og tölfræðideildin er næstum eingöngu skipuð karlmönnum þar sem sjálfsagt flestir starfsmenn uppfylla greiningarskilyrði fyrir asperger heilkenni. Það heilkenni er tíu sinnum algengara hjá körlum en konum og því virðist vera auðveldara að finna þá hæfileika sem þarf í starfið meðal karla en kvenna. Við höfum átt í erfiðleikum með að finna konur í störf innan tölfræðideildarinnar og ég held að það sé næstum því alfarið út af muninum á kven- og karlheilanum. Við sitjum því uppi með karlana,” segir Kári Stefánsson í nýrri bók Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur og Eddu Hermannsdóttur, Forystuþjóð – þar sem rætt er við yfir valinkunna Íslendinga um skoðanir þeirra á jafnréttismálum.Enga hugmynd um kynjahlutföll „Hér hjá fyrirtækinu eru hinsvegar miklu fleiri konur þegar kemur að vinnu í líffræðinni sjálfri. Annars hef ég ekki minnstu hugmynd um hvernig kynjahlutföllin eru í mínu fyrirtæki því mér er alveg sama hvert kynið er þegar ég ræð fólk í vinnu. Ég er þó sammála því að það ríki kynjamisrétti í samfélaginu. Mér er hinsvegar ekki alveg ljóst hvað við eigum að gera til að breyta þessu en ég held að það sé vafasamt að lögbinda kynjahlutföll í störfum. Mér finnst það heimskulegt. Mér finnst líka óskynsamlegt að setja lög um samsetningu stjórna fyrirtækja. Allar þvinganir vinna endanlega gegn upphaflegum tilgangi.” Kári segist hafa velt því fyrir sér hvað séu mikilvæg störf. „Þá finnst mér móðurhlutverkið og hlutverk leikskólakennara og kennara almennt vera eitt það mikilvægasta. Það virðist vera auðveldara að finna hæfileikaríkar konur til að sinna þessum störfum og ég held að það sé líffræðileg ástæða fyrir því. Þróunarfræðilega séð hefur konan þurft að vera ábyrg fyrir því barni sem hún ber.” Kári er einn af ríflega þrjátíu viðmælendum í bókinni sem allir hafa misjafnar skoðanir á jafnréttismálum. Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason segist þannig engar sérstakar áhyggjur hafa af því að konur ryðjist með sín réttindi, yfir hans forréttindi. Laufey Rún Ketilsdóttir, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir til að mynda góðar hugmyndir kynlausar og gefur lítið fyrir misrétti milli kynja.Kvennaskeið að hefjast Þá fullyrðir fyrrverandi forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir að kvennaskeið sé að hefjast – það sé ekki hafið, en við séum á þröskuldinum. Við ræðum margar hliðar jafnréttismála á opinskáan hátt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld – m.a. við höfunda Forystuþjóðar, Eddu Hermannsdóttur hjá Íslandsbanka og Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, dagskrárgerðarmann.Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18.30, að vanda.
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira