Innlent

Undanþágur í Reykjavík vegna NFL útsendingar

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Tom Brady verður í Super Bowl.
Tom Brady verður í Super Bowl. Vísir/Getty
Samþykkt var í borgarráði í gær að veita íþróttabörunum Ölveri, Lebowski Bar og Bjarna Fel/Hressó, leyfi til að vera með opið lengur á sunnudag vegna Super Bowl leiksins í NFL-deildinni.

Lebowski fær þó aðeins að vera með opið til 03 en ólíklegt er að leikurinn verði búinn þá. Lögreglan hefur farið á milli íþróttabara þegar þessi leikur hefur farið fram undanfarin ár og skellt í lás. Veitingahús og barir mega venjulega aðeins hafa opið til klukkan eitt eftir miðnætti á sunnudögum.

Fyrir tveimur árum var aðeins einn íþróttabar í Reykjavík með leyfi frá borgaryfirvöldum um lengdan opnunartíma þegar Super Bowl leikurinn fór fram.

American Bar er einnig með leyfi fyrir lengri opnunartíma vegna leiksins en sú umsókn var samþykkt í janúar. 

Þá samþykkti bæjarráð Kópavogs að veita Spot einnig tímabundið leyfi í gær vegna leiksins. Hann verður líka sýndur á Stöð 2 Sport. 



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×