Kveðja Ragnar á þann hátt sem hann óskaði: Bleikt þema, bjór, pizza og „You´ll never walk alone“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2017 10:53 Ragnar Egilsson varð bráðkvaddur þann 27. janúar. Hann vildi að sín yrði minnst í partýi en ekki jarðarför. Ragnar Egilsson verður jarðsunginn frá Akraneskirkju í dag klukkan 13. Ragnar, sem lést þann 27. janúar á heimili sínu, hafði komið því skýrt á framfæri hvernig kveðjustundin ætti að vera. Halda ætti partý með bleikum þemalit þar sem sungið væri, drukkinn bjór og borðaðar pizzur. Ragnar lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi sumarið 2014 sem breytti lífi hans. Hann lamaðist frá hálsi og niður úr og var honum vart hugað líf fyrstu vikurnar eftir slysið. Töluvert var fjallað um baráttu Ragnars fyrir lífinu undanfarin ár, stofnaður var styrktarsjóður auk þess sem söfnun Ragnars á ferðalyftara í fyrra vakti verðskuldaða athygli. „Við fjölskyldan og vinir yljum okkur við hlýjar minningar, Ragnar kenndi okkur margt á síðasta 2 ½ árinu sem hann lifði eftir slysið, æðruleysið, þrautseigjan og vonin var sterk í honum. Fyrst hann þurfti að yfirgefa sviðið þá var gott að hann fékk þetta friðsæla andlát,“ segir móðursystir Ragnars, Helga Arnardóttir. Helga segir í samtali við Vísi að fólk sem vilji minnast Ragnar sé hvatt til að styrkja Styrktarfélagið Von, styrktarfélag Gjörgæslunnar í Fossvogi.kt: 490807-1010, banki: 0513-26-3147Aðspurð um athöfnina í Akraneskirkju í dag segir Helga að bleika þemað komi til af því að það hafi verið uppáhaldslitur Ragnars. Hjólastóllinn hans hafi til að mynda verið dökk bleikur. „Hann vildi ekki að það yrði erfidrykkja heldur partý. Honum fannst ekkert betra en bjór, pizza og gúmmelaði. Það verður allt á sínum stað og bleik ljós við barinn,“ segir Helga. Í athöfninni verður svo sungið saman. „Það verður samsöngur í kirkjunni, enginn kór heldur syngjum við öll. Það var það skemmtilegasta sem hann gerði í partýjum, að syngja saman. Við vorum búin að ræða þetta því það var vitað að hann yrði ekki lengi með okkur,“ segir Helga. Mun þægilegra hafi verið að geta skipulagt kveðjustundina út frá óskum Ragnars. „Ég er kominn heim“ verður sungið í Akraneskirkju og þá mun Stairway to Heaven með Led Zeppelin hljóma. Eftirspilið verður „You’ll Never Walk Alone“ sem stuðningsmenn Liverpool í enska boltanum þekkja manna best. Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Ragnar Egilsson verður jarðsunginn frá Akraneskirkju í dag klukkan 13. Ragnar, sem lést þann 27. janúar á heimili sínu, hafði komið því skýrt á framfæri hvernig kveðjustundin ætti að vera. Halda ætti partý með bleikum þemalit þar sem sungið væri, drukkinn bjór og borðaðar pizzur. Ragnar lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi sumarið 2014 sem breytti lífi hans. Hann lamaðist frá hálsi og niður úr og var honum vart hugað líf fyrstu vikurnar eftir slysið. Töluvert var fjallað um baráttu Ragnars fyrir lífinu undanfarin ár, stofnaður var styrktarsjóður auk þess sem söfnun Ragnars á ferðalyftara í fyrra vakti verðskuldaða athygli. „Við fjölskyldan og vinir yljum okkur við hlýjar minningar, Ragnar kenndi okkur margt á síðasta 2 ½ árinu sem hann lifði eftir slysið, æðruleysið, þrautseigjan og vonin var sterk í honum. Fyrst hann þurfti að yfirgefa sviðið þá var gott að hann fékk þetta friðsæla andlát,“ segir móðursystir Ragnars, Helga Arnardóttir. Helga segir í samtali við Vísi að fólk sem vilji minnast Ragnar sé hvatt til að styrkja Styrktarfélagið Von, styrktarfélag Gjörgæslunnar í Fossvogi.kt: 490807-1010, banki: 0513-26-3147Aðspurð um athöfnina í Akraneskirkju í dag segir Helga að bleika þemað komi til af því að það hafi verið uppáhaldslitur Ragnars. Hjólastóllinn hans hafi til að mynda verið dökk bleikur. „Hann vildi ekki að það yrði erfidrykkja heldur partý. Honum fannst ekkert betra en bjór, pizza og gúmmelaði. Það verður allt á sínum stað og bleik ljós við barinn,“ segir Helga. Í athöfninni verður svo sungið saman. „Það verður samsöngur í kirkjunni, enginn kór heldur syngjum við öll. Það var það skemmtilegasta sem hann gerði í partýjum, að syngja saman. Við vorum búin að ræða þetta því það var vitað að hann yrði ekki lengi með okkur,“ segir Helga. Mun þægilegra hafi verið að geta skipulagt kveðjustundina út frá óskum Ragnars. „Ég er kominn heim“ verður sungið í Akraneskirkju og þá mun Stairway to Heaven með Led Zeppelin hljóma. Eftirspilið verður „You’ll Never Walk Alone“ sem stuðningsmenn Liverpool í enska boltanum þekkja manna best.
Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira