Tók á móti milljónum til styrktar björgunarsveitum í Færeyjum: „Íslendingar eru frændþjóð okkar í vestri“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2017 15:41 Regin Jespersen tekur við gjafabréfi úr hendi Valdísar Steinarrsdóttur (í miðið) og Rakelar Sigurgeirsdóttur. Regin Jespersen, formaður Félagsins fyrir landsbjargingarfelögin í Færeyjum fékk í dag afhentar 5.755.000 krónur sem söfnuðust hérlendis eftir fárviðrið sem gekk yfir Færeyjar um jólin og olli miklu tjóni. Björgunarsveitir Færeyinga sinntu ótal útköllum og störfuðu við afar erfiðar aðstæður. Sum tæki þeirra og tól skemmdust eða eyðilögðust og sveitirnar fá það tjón ekki bætt úr tryggingum. Niðurstaðan varð að björgunarsveitir Færeyinga skyldu fá það sem hér safnaðist. Rakel Sigurgeirsdóttir og Valdís Steinarsdóttir afhentu fjármunina í Sendistofu Færeyja í Reykjavík ásamt gjafabréfi þar sem segir að þess sé vænst að peningunum verði varið á þann veg að nýtist Færeyingum sem best. Þær höfðu frumkvæði að söfnuninni í framhaldi af ákalli á Fésbókarsíðunni Færeyingar og Íslendingar eru frændur. Söfnunin hófst 29. desember og henni lauk 17. janúar.Regin Jespersen flytur þakkarávarp sitt. Valdís Steinarrsdóttir lengst til vinstri og hægra megin Rakel Sigurgeirsdóttir, Orri Vigfússon og Gísli Gíslason.Undirrituðu viljayfirlýsingu um samstarf Regin Jespersen vottaði aðstandendum Birnu Brjánsdóttur og íslensku þjóðinni innilega samúð í upphafi þakkarávarps síns. Hann kvað Færeyinga hafa fylgst með sorg í hjarta með frásögnum íslenskra fjölmiðla af þessum hræðilega atburði. Jespersen færði síðan gefendum í söfnunina innilegar þakkir og sagði gjöfina enn einu sinni sýna og sanna það sem Færeyingar segðu: „Íslendingar eru frændþjóð okkar í vestri“. Hann lét þess getið að fulltrúar björgunarsveitanna í Færeyjum myndu nýta Íslandsferðina nú til þess að fá ráð hjá Landsbjörg um fjarskiptabúnað til að koma sér upp í stað tækjanna sem eyðilögðust í jólafárviðrinu og verja þannig söfnunarfénu. Við þetta sama tækifæri í dag voru undirritaðar annars vegar viljayfirlýsing Rauða Krossins á Íslandi og í Færeyjum um samstarf og hins vegar viljayfirlýsing Landsbjargar og Félagsins fyrir landsbjargingarfelögin í Færeyjum um samstarf. Gísli Gíslason hafnarstjóri var drifkaftur við undirbúningi samkomunnar í dag ásamt Orra Vigfússyni athafnamanni, Rakel, Valdísi, starfsfólki Sendistofu Færeyja og fleirum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði ekki tök á að vera á vettvangi en hann hefur boðið færeysku gestunum og íslenskum aðstandendum söfnunarinnar til Bessastaða á morgun. Tengdar fréttir Færeyingar afþakka aðstoð en senda hlýjar kveðjur til Íslands Tjónið vegna óveðursins að langmestu leyti tryggt. 2. janúar 2017 14:36 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Regin Jespersen, formaður Félagsins fyrir landsbjargingarfelögin í Færeyjum fékk í dag afhentar 5.755.000 krónur sem söfnuðust hérlendis eftir fárviðrið sem gekk yfir Færeyjar um jólin og olli miklu tjóni. Björgunarsveitir Færeyinga sinntu ótal útköllum og störfuðu við afar erfiðar aðstæður. Sum tæki þeirra og tól skemmdust eða eyðilögðust og sveitirnar fá það tjón ekki bætt úr tryggingum. Niðurstaðan varð að björgunarsveitir Færeyinga skyldu fá það sem hér safnaðist. Rakel Sigurgeirsdóttir og Valdís Steinarsdóttir afhentu fjármunina í Sendistofu Færeyja í Reykjavík ásamt gjafabréfi þar sem segir að þess sé vænst að peningunum verði varið á þann veg að nýtist Færeyingum sem best. Þær höfðu frumkvæði að söfnuninni í framhaldi af ákalli á Fésbókarsíðunni Færeyingar og Íslendingar eru frændur. Söfnunin hófst 29. desember og henni lauk 17. janúar.Regin Jespersen flytur þakkarávarp sitt. Valdís Steinarrsdóttir lengst til vinstri og hægra megin Rakel Sigurgeirsdóttir, Orri Vigfússon og Gísli Gíslason.Undirrituðu viljayfirlýsingu um samstarf Regin Jespersen vottaði aðstandendum Birnu Brjánsdóttur og íslensku þjóðinni innilega samúð í upphafi þakkarávarps síns. Hann kvað Færeyinga hafa fylgst með sorg í hjarta með frásögnum íslenskra fjölmiðla af þessum hræðilega atburði. Jespersen færði síðan gefendum í söfnunina innilegar þakkir og sagði gjöfina enn einu sinni sýna og sanna það sem Færeyingar segðu: „Íslendingar eru frændþjóð okkar í vestri“. Hann lét þess getið að fulltrúar björgunarsveitanna í Færeyjum myndu nýta Íslandsferðina nú til þess að fá ráð hjá Landsbjörg um fjarskiptabúnað til að koma sér upp í stað tækjanna sem eyðilögðust í jólafárviðrinu og verja þannig söfnunarfénu. Við þetta sama tækifæri í dag voru undirritaðar annars vegar viljayfirlýsing Rauða Krossins á Íslandi og í Færeyjum um samstarf og hins vegar viljayfirlýsing Landsbjargar og Félagsins fyrir landsbjargingarfelögin í Færeyjum um samstarf. Gísli Gíslason hafnarstjóri var drifkaftur við undirbúningi samkomunnar í dag ásamt Orra Vigfússyni athafnamanni, Rakel, Valdísi, starfsfólki Sendistofu Færeyja og fleirum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði ekki tök á að vera á vettvangi en hann hefur boðið færeysku gestunum og íslenskum aðstandendum söfnunarinnar til Bessastaða á morgun.
Tengdar fréttir Færeyingar afþakka aðstoð en senda hlýjar kveðjur til Íslands Tjónið vegna óveðursins að langmestu leyti tryggt. 2. janúar 2017 14:36 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Færeyingar afþakka aðstoð en senda hlýjar kveðjur til Íslands Tjónið vegna óveðursins að langmestu leyti tryggt. 2. janúar 2017 14:36