Innlent

Skemmdi bíla í miðbæ Reykjavíkur með hamri

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Maðurinn var einnig með opinn hníf í vasa sínum.
Maðurinn var einnig með opinn hníf í vasa sínum. Vísir/Pjetur
Klukkan korter yfir eitt í nótt fékk lögreglan tilkynningu að maður væri í Þingholtsstræti að skemma bíla með hamri. Maðurinn var handtekinn skömmu síðar þá með áhald í hendi. Maðurinn var í annarlegu ástandi og var hann vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls. Maðurinn var einnig með opinn hníf í vasa sínum er hann var handtekinn og verður hann einnig kærður fyrir brot á vopnalögum.

Þá fékk lögreglan tilkynningu um klukkan tíu í gærkvöldi um tvo ölvaða menn við Háleitisbraut sem voru með læti. Annarmaðurinn var vistaður í fangageymslu sökum ástands. Mennirnir eru meðal annars grunaðir um þjófnað og vörslu fíkniefna.

Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt var maður handtekinn í annarlegu ástandi í Hafnarfirði. Maðurinn er grunaður um heimilisofbeldi og var vistaður í fangageymslu við rannsókn málsins.

Þá voru einn ökumaður stöðvaður grunaður um ölvun við akstur og annar grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×