Hefði ekki getað fyrirgefið sjálfum sér ef dómarinn sem hann þrumaði í hefði slasast illa Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. febrúar 2017 11:30 Denis Shapovalov negldi bolta í andlitið á Arnaud Gabas. vísir/afp Kanadíski tenniskappinn Denis Shapovalov segir að hann hefði aldrei getað fyrirgefið sjálfum sér ef dómarinn sem hann þrumaði tennisbolta í andlitið á hefði slasast illa. Hinn sautján ára Shapovalov var dæmdur úr leik fyrir að slá tennisbolta af miklum krafti í andlit dómara í viðureign Bretlands og Kanada í Davis-bikarnum á sunnudaginn. Þetta var óviljaverk hjá Kanadamanninum en hann var engu að síður dæmdur úr leik. Dómarinn slasaðist ekki alvarlega og fékk einlæga afsökunarbeiðni frá Shapovalov eftir viðureignina. Svo fór að Bretar fögnuðu sigri í viðureigninni á móti Kanada vegna þessa, 3-2. Shapovalov skammaðist sín mjög. „Ég veit hversu hættulegt þetta getur verið. Mín fyrstu viðbrögð voru að athuga hvort dómarinn væri í lagi,“ segir Shapovalov í viðtali við BBC.„Ég leit á dómarann og sá að hann hélt um augað. Eftir það var ég í áfalli. Ég man eiginlega ekki hvað gerðist næstu tíu mínúturnar. Ég man bara eftir því að hafa farið að bekknum og spurt dómarann hvort það væri í lagi með hann.“ Shapovalov slapp við þyngstu refsingu sem er sekt upp á 12.000 dali en hann var sektaður um 7.000 dali þar sem augljóslega var um óviljaverk að ræða. Kanadamaðurinn segir að dómarinn hafi verið hressari skömmu eftir leikinn og sló á létta strengi þegar hann fór og bað hann afsökunar. Dómarinn er franskur og heitir Arnaud Gabas. Farið var með hann á sjúkrahús til skoðunnar en sem betur fer kom í ljós að augað á honum var í lagi. „Ég hef fengið bolta í mig á marga staði líkamans og veit hversu hættulegt þetta er. Ég er bara heppinn að það er allt í lagi með hann. Ef hann hefði slasast illa hefði ég aldrei getað fyrirgefið sjálfum mér. Ég hefði bara ekki komist yfir það,“ segir Denis Shapovalov.Shapovalov athuga hvort í lagi sé með Gabas.vísir/afp Tennis Tengdar fréttir Tenniskappinn slapp með sekt Denis Shapovalov sló tennisbolta í andlit dómara af miklum krafti um helgina. 7. febrúar 2017 08:30 Þrumaði tennisbolta í andlit dómara og var dæmdur úr leik Ótrúleg uppákoma í viðureign Kanada og Bretlands í Davis-bikarnum í gær. 6. febrúar 2017 13:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Sjá meira
Kanadíski tenniskappinn Denis Shapovalov segir að hann hefði aldrei getað fyrirgefið sjálfum sér ef dómarinn sem hann þrumaði tennisbolta í andlitið á hefði slasast illa. Hinn sautján ára Shapovalov var dæmdur úr leik fyrir að slá tennisbolta af miklum krafti í andlit dómara í viðureign Bretlands og Kanada í Davis-bikarnum á sunnudaginn. Þetta var óviljaverk hjá Kanadamanninum en hann var engu að síður dæmdur úr leik. Dómarinn slasaðist ekki alvarlega og fékk einlæga afsökunarbeiðni frá Shapovalov eftir viðureignina. Svo fór að Bretar fögnuðu sigri í viðureigninni á móti Kanada vegna þessa, 3-2. Shapovalov skammaðist sín mjög. „Ég veit hversu hættulegt þetta getur verið. Mín fyrstu viðbrögð voru að athuga hvort dómarinn væri í lagi,“ segir Shapovalov í viðtali við BBC.„Ég leit á dómarann og sá að hann hélt um augað. Eftir það var ég í áfalli. Ég man eiginlega ekki hvað gerðist næstu tíu mínúturnar. Ég man bara eftir því að hafa farið að bekknum og spurt dómarann hvort það væri í lagi með hann.“ Shapovalov slapp við þyngstu refsingu sem er sekt upp á 12.000 dali en hann var sektaður um 7.000 dali þar sem augljóslega var um óviljaverk að ræða. Kanadamaðurinn segir að dómarinn hafi verið hressari skömmu eftir leikinn og sló á létta strengi þegar hann fór og bað hann afsökunar. Dómarinn er franskur og heitir Arnaud Gabas. Farið var með hann á sjúkrahús til skoðunnar en sem betur fer kom í ljós að augað á honum var í lagi. „Ég hef fengið bolta í mig á marga staði líkamans og veit hversu hættulegt þetta er. Ég er bara heppinn að það er allt í lagi með hann. Ef hann hefði slasast illa hefði ég aldrei getað fyrirgefið sjálfum mér. Ég hefði bara ekki komist yfir það,“ segir Denis Shapovalov.Shapovalov athuga hvort í lagi sé með Gabas.vísir/afp
Tennis Tengdar fréttir Tenniskappinn slapp með sekt Denis Shapovalov sló tennisbolta í andlit dómara af miklum krafti um helgina. 7. febrúar 2017 08:30 Þrumaði tennisbolta í andlit dómara og var dæmdur úr leik Ótrúleg uppákoma í viðureign Kanada og Bretlands í Davis-bikarnum í gær. 6. febrúar 2017 13:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Sjá meira
Tenniskappinn slapp með sekt Denis Shapovalov sló tennisbolta í andlit dómara af miklum krafti um helgina. 7. febrúar 2017 08:30
Þrumaði tennisbolta í andlit dómara og var dæmdur úr leik Ótrúleg uppákoma í viðureign Kanada og Bretlands í Davis-bikarnum í gær. 6. febrúar 2017 13:00