Buska fyrsti hundurinn sem fær gangráð: Draumasjúklingur sem spratt á fætur, fékk kæfubita og fór heim Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. febrúar 2017 18:09 Teymið sem bjargaði lífi hinnar þriggja ára Busku, en Buska er íslenskur fjárhundur. Buska er í fangi eiganda síns, Hjartar Oddssonar, á þessari mynd. facebook/hjörtur oddsson Tíkin Buska varð í gær fyrsti hundurinn á Íslandi til þess að fá hjartagangráð. Þrír læknar af Landspítalanum auk dýralækna af Dýraspítalanum í Garðabæ framkvæmdu aðgerðina, sem gekk vonum framar, og er Buska hressari sem aldrei fyrr í dag.Spurning um að hrökkva eða stökkva Buska féll ítrekað í yfirlið vegna hjartveikinnar. Eigandi hennar, Hjörtur Oddsson sem starfar sem sérfræðingur í hjartsláttartruflunum, var ekki tilbúinn til þess að kveðja tíkina, enda er hún aðeins þriggja ára gömul, og fór að kynna sér hvort hægt væri að hjálpa henni. Hjörtur komst að því að það væri svo sannarlega hægt og hafði samband við kollega sína; Gunnar Mýrdal hjartalækni og Felix Valsson hjartasvæfingalækni, og Dýraspítalann í Garðabæ. Gunnar Mýrdal segir þetta hafa verið afar sérstaka, en skemmtilega reynslu að fá að taka þátt í svona verkefni. „Hundurinn var svo heppinn að eigandinn og hundapabbinn er sérfræðingur í hjartsláttartruflunum og hundurinn var orðinn verulega slappur. Þriggja ára gömul tík á sínum besta aldri en það var að líða yfir hana og hún var orðin ansi tæp,“ segir Gunnar. Aðspurður segir hann einkenni hennar þau sömu og hjá mannfólki. „Hún datt bara út eins og gerist hjá mannfólkinu. Nákvæmlega sömu einkenni. Það er engin framtíð í því fyrir hund að vera í sífelldum yfirliðum þannig að það var bara að hrökkva eða stökkva.“Við hundaheilsu Gunnar segir Busku hafa staðið sig með prýði í gær. „Hjörtur hringdi í mig í morgun með þær fréttir að hún væri við hesta... eða hundaheilsu eins og maður kannski segir, og hefði brugðist vel við þessu. Komin með góðan hvíldarpúls. [...] Ég hef ekki verið mikið í svona dýraaðgerðum en hún var draumasjúklingur því um leið og hún vaknaði eftir aðgerðina þá spratt hún á fætur, fékk sér kæfubita og fór heim. Hún var ekki að flækja þetta blessunin.“ Gunnar segist að lokum sannfærður um að Buska verði fljót að jafna sig og tekur fram að um sé að ræða yndislegan hund og skemmtilegt verkefni. „Mér fannst þetta mjög skemmtileg og ný reynsla að koma og hjálpa þeim þarna á dýraspítalanum. Ég ætla nú bara að fara og athuga hvort það sé laus staða þarna hjá þeim,“ segir hann léttur í bragði. Rætt var við Gunnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, en hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Tíkin Buska varð í gær fyrsti hundurinn á Íslandi til þess að fá hjartagangráð. Þrír læknar af Landspítalanum auk dýralækna af Dýraspítalanum í Garðabæ framkvæmdu aðgerðina, sem gekk vonum framar, og er Buska hressari sem aldrei fyrr í dag.Spurning um að hrökkva eða stökkva Buska féll ítrekað í yfirlið vegna hjartveikinnar. Eigandi hennar, Hjörtur Oddsson sem starfar sem sérfræðingur í hjartsláttartruflunum, var ekki tilbúinn til þess að kveðja tíkina, enda er hún aðeins þriggja ára gömul, og fór að kynna sér hvort hægt væri að hjálpa henni. Hjörtur komst að því að það væri svo sannarlega hægt og hafði samband við kollega sína; Gunnar Mýrdal hjartalækni og Felix Valsson hjartasvæfingalækni, og Dýraspítalann í Garðabæ. Gunnar Mýrdal segir þetta hafa verið afar sérstaka, en skemmtilega reynslu að fá að taka þátt í svona verkefni. „Hundurinn var svo heppinn að eigandinn og hundapabbinn er sérfræðingur í hjartsláttartruflunum og hundurinn var orðinn verulega slappur. Þriggja ára gömul tík á sínum besta aldri en það var að líða yfir hana og hún var orðin ansi tæp,“ segir Gunnar. Aðspurður segir hann einkenni hennar þau sömu og hjá mannfólki. „Hún datt bara út eins og gerist hjá mannfólkinu. Nákvæmlega sömu einkenni. Það er engin framtíð í því fyrir hund að vera í sífelldum yfirliðum þannig að það var bara að hrökkva eða stökkva.“Við hundaheilsu Gunnar segir Busku hafa staðið sig með prýði í gær. „Hjörtur hringdi í mig í morgun með þær fréttir að hún væri við hesta... eða hundaheilsu eins og maður kannski segir, og hefði brugðist vel við þessu. Komin með góðan hvíldarpúls. [...] Ég hef ekki verið mikið í svona dýraaðgerðum en hún var draumasjúklingur því um leið og hún vaknaði eftir aðgerðina þá spratt hún á fætur, fékk sér kæfubita og fór heim. Hún var ekki að flækja þetta blessunin.“ Gunnar segist að lokum sannfærður um að Buska verði fljót að jafna sig og tekur fram að um sé að ræða yndislegan hund og skemmtilegt verkefni. „Mér fannst þetta mjög skemmtileg og ný reynsla að koma og hjálpa þeim þarna á dýraspítalanum. Ég ætla nú bara að fara og athuga hvort það sé laus staða þarna hjá þeim,“ segir hann léttur í bragði. Rætt var við Gunnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, en hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira