Erlent

Fyrstur til að fara í tvöfalt "heljarstökk“ á vélsleða

atli ísleifsson skrifar
Daniel Bodin í miðju stökki.
Daniel Bodin í miðju stökki.
Sænski snjósleðasnillingurinn Daniel Bodin varð á dögunum fyrstur manna til að fara í tvöfalt heljarstökk á vélsleða.

Margir höfðu áður reynt að ná stökkinu, sem lengi hefur verið talið „heilagur kaleikur“ vélsleðamanna, en án árangurs. „Ég get ekki lýst þessu. Enginn í heimilnum getur skilið þessa tilfinningu,“ sagði Bodin eftir að hafa klárað stökkið.

Sjá má myndband af stökkinu sögulega að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×