„Fáfræði og fljótræði stýra för og réttindi eru fótum troðin“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. janúar 2017 18:27 Fjármálaráðherra segir þyngra en tárum taki að horfa upp á það sem sé að gerast í Bandaríkjunum. Vísir/Ernir „Þetta er nánast þyngra en tárum taki að horfa á hvað er að gerast þarna. Ég bjó í Bandaríkjunum í sex og hálft ár og á þar marga vini og það var auðvitað ýmislegt sem gekk á en það var aldrei neitt þessu líkt,“ sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í Sprengisandi á Bylgjunni. Benedikt var spurður út í tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem kveður á um að ríkisborgurum sjö þjóða verði meinuð innganga í Bandaríkin næstu þrjá mánuðina. Þjóðirnar sjö eru Íran, Írak, Sýrland, Sómalía, Jemen, Súdan og Líbía. „Að sjá hvað er að gerast núna þar sem menn eru að loka landinu, bæði með því að hleypa fólki ekki inn, með því að ætla að reisa múra, með því að ætla að loka fyrir innflutning. Þetta er skelfileg þróun og afar hættuleg. Sem betur fer og ég er hreykinn af því og stoltur að vera Íslendingur þar sem við höfnuðum þessum popúlísku flokkum,“ sagði Benedikt. Benedikt sagði að nú þurfi að íhuga það vel hvernig hægt sé að bregðast við. „Á maður að hætta að umgangast Bandaríkjamenn? Þetta er þó vinaþjóð okkar. Þetta er þjóð sem var leiðandi lýðræðisþjóð og hefur verið það og nú reynir auðvitað á stofnanir Bandaríkjanna. Hvað ætla menn að gera núna? [...] Sættum við okkur bara við þetta? Höldum við okkur bara til hlés og vonum það besta? Getur réttarkerfið og pólitíska kerfið sætt sig við þetta? Trump er ekki einvaldur þó hann láti eins og hann sé það.“ Þá segir hann á Facebook að Íslendingar hljóti að styðja frelsið og lýsa vanþóknun á aðgerðum forsetans. „Það er hræðilegt til þess að hugsa hvernig komið er fyrir Bandaríkjunum, þessari vöggu lýðræðis og frelsis í heiminum þegar fordómar ráða nú ríkjum; fáfræði og fljótræði stýra för og réttindi eru fótum troðin. Nú reynir á innviði réttarríkisins, en við getum ekki horf þegjandi á þegar forystuþjóð vestrænna gilda er breytt í andhverfu sína. Íslendingar hljóta allir að styðja frelsið og lýsa vanþóknun á stefnu og aðgerðum Trumps.“ Hlusta má á viðtalið við Benedikt í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00 Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir harðlega fyrirskipun Trump, um innflytjendur. 29. janúar 2017 15:59 Óska eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna Trump Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkonur Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því að nefndin fundi hið fyrsta með utanríkisráðherra til að ræða viðbrögð við fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna fólki frá sjö löndum að ferðast til Bandaríkjanna. 29. janúar 2017 11:45 Skora á ríkisstjórn Íslands að taka afstöðu gegn landnemabyggðum í Ísrael Ungir jafnaðarmenn, skora á ríkisstjórn Íslands og ráðherra utanríkismála að koma á framfæri mótmælum við Ísraelsk yfirvöld vegna uppbyggingu landnemabyggða. 29. janúar 2017 11:14 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
„Þetta er nánast þyngra en tárum taki að horfa á hvað er að gerast þarna. Ég bjó í Bandaríkjunum í sex og hálft ár og á þar marga vini og það var auðvitað ýmislegt sem gekk á en það var aldrei neitt þessu líkt,“ sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í Sprengisandi á Bylgjunni. Benedikt var spurður út í tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem kveður á um að ríkisborgurum sjö þjóða verði meinuð innganga í Bandaríkin næstu þrjá mánuðina. Þjóðirnar sjö eru Íran, Írak, Sýrland, Sómalía, Jemen, Súdan og Líbía. „Að sjá hvað er að gerast núna þar sem menn eru að loka landinu, bæði með því að hleypa fólki ekki inn, með því að ætla að reisa múra, með því að ætla að loka fyrir innflutning. Þetta er skelfileg þróun og afar hættuleg. Sem betur fer og ég er hreykinn af því og stoltur að vera Íslendingur þar sem við höfnuðum þessum popúlísku flokkum,“ sagði Benedikt. Benedikt sagði að nú þurfi að íhuga það vel hvernig hægt sé að bregðast við. „Á maður að hætta að umgangast Bandaríkjamenn? Þetta er þó vinaþjóð okkar. Þetta er þjóð sem var leiðandi lýðræðisþjóð og hefur verið það og nú reynir auðvitað á stofnanir Bandaríkjanna. Hvað ætla menn að gera núna? [...] Sættum við okkur bara við þetta? Höldum við okkur bara til hlés og vonum það besta? Getur réttarkerfið og pólitíska kerfið sætt sig við þetta? Trump er ekki einvaldur þó hann láti eins og hann sé það.“ Þá segir hann á Facebook að Íslendingar hljóti að styðja frelsið og lýsa vanþóknun á aðgerðum forsetans. „Það er hræðilegt til þess að hugsa hvernig komið er fyrir Bandaríkjunum, þessari vöggu lýðræðis og frelsis í heiminum þegar fordómar ráða nú ríkjum; fáfræði og fljótræði stýra för og réttindi eru fótum troðin. Nú reynir á innviði réttarríkisins, en við getum ekki horf þegjandi á þegar forystuþjóð vestrænna gilda er breytt í andhverfu sína. Íslendingar hljóta allir að styðja frelsið og lýsa vanþóknun á stefnu og aðgerðum Trumps.“ Hlusta má á viðtalið við Benedikt í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00 Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir harðlega fyrirskipun Trump, um innflytjendur. 29. janúar 2017 15:59 Óska eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna Trump Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkonur Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því að nefndin fundi hið fyrsta með utanríkisráðherra til að ræða viðbrögð við fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna fólki frá sjö löndum að ferðast til Bandaríkjanna. 29. janúar 2017 11:45 Skora á ríkisstjórn Íslands að taka afstöðu gegn landnemabyggðum í Ísrael Ungir jafnaðarmenn, skora á ríkisstjórn Íslands og ráðherra utanríkismála að koma á framfæri mótmælum við Ísraelsk yfirvöld vegna uppbyggingu landnemabyggða. 29. janúar 2017 11:14 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Utanríkisráðherra harmar ákvörðun Trumps Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segist harma ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta sem meinar íbúum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin tímabundið. 29. janúar 2017 19:00
Óttar Proppé um „múslímabann“ Trump: „Mótmælum öll!“ Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir harðlega fyrirskipun Trump, um innflytjendur. 29. janúar 2017 15:59
Óska eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna Trump Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkonur Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því að nefndin fundi hið fyrsta með utanríkisráðherra til að ræða viðbrögð við fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna fólki frá sjö löndum að ferðast til Bandaríkjanna. 29. janúar 2017 11:45
Skora á ríkisstjórn Íslands að taka afstöðu gegn landnemabyggðum í Ísrael Ungir jafnaðarmenn, skora á ríkisstjórn Íslands og ráðherra utanríkismála að koma á framfæri mótmælum við Ísraelsk yfirvöld vegna uppbyggingu landnemabyggða. 29. janúar 2017 11:14