Öskjuhlíð verður ekki söm Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. janúar 2017 18:45 Tré verða felld í Öskjuhlíð til þess að tryggja aðflugslínu flugvéla sem fara um Reykjavíkurflugvöll. Grisjunin er hluti samkomulags sem Reykjavíkurborg gerði við Ríkið árið 2013. Undirbúningur er hafinn að því að grisja skóginn í Öskjuhlíð. Um 130 tré verða felld og ljóst að skógurinn kemur með að láta á sjá þegar trén verða fjarlægð. „Þetta verður allt önnur hlíð heldur hún er núna,“ segir Þröstur Ólafsson, formaður Skóræktarfélags Reykjavíkur. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag en þar kemur fram að trén sem verð felld nái upp fyrir öryggisviðmið í aðflugslínu Reykjavíkurflugvallar. Isavia setti fram kröfu um að skógurinn yrði grisjaður árið 2011 en var þá harðlega gagnrýnd af Skóræktarfélagi Reykjavíkur og endaði borgin þá á að hafna áformunum. Með samkomulagi ríkisins og Reykjavíkurborgar sem undirritað var árið 2013 heimilaði borgin trjáfellingu í Öskjuhlíð. „Úr því að þeir eru byrjaðir á þessu núna, þá vaxa þau tré sem eftir eru áfram og eftir fjögur fimm ár þá þarf aftur að fara grisja ef að völlurinn á að vera áfram. Þannig að þetta er ekki bara núna þetta er áframhaldandi trjáfelling í Öskjuhlíð. Menn verða að átta sig á því að það tekur eitt tré sjötíu ár að verða svona hátt. Þetta eru svona sextíu til sjötíu ára gömul tré sem hér eru og það er auðveldara að fella tré heldur en að græða nýtt og láta það vaxa og gera það að fallegu útivistarsvæði. Þannig að þetta kemur ekki til með að ná sér aftur,“ segir Þröstur. Í ljósi umræðunnar um Reykjavíkurflugvöll á undanförnum misserum segir Þröstur ákveðin þversögn í samþykkt borgarinnar við að fella trén „Mér finnst þetta mjög skrýtið að vera gera auðveldara aðflugið hér að vellinum á sama tíma og borgarstjórn hefur margsinnis ítrekað vilja hennar til þess að fjarlægja þennan flugvöll og láta hann hverfa. Þannig að þarna er annars vegar verið að stíga skref að láta hann vera um leið og maður segir að það á að láta hann fara,“ segir Þröstur.Skýtur þetta ekki svolítið skökku við í ljósi þess að borgarstjórn og borgarstjóri vill helst fá flugvöllinn úr Vatnsmýrinni?„Jú ég skil mjög vel að fólki finnist eftirsjá af þessum trjám. Við hins vegar gerðum þetta samkomulag 2013 út frá því að á meðan völlurinn væri þarna að þá þurfum við auðvitað að gæta að fyllsta öryggi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að hluti trjáa sem verður felldur verður nýttur við byggingu Ásatrúarhofs í Öskjuhlíð. Þröstur segir hins vegar að erfitt verði fyrir verktaka að grisja skóginn. „Ég á eftir að sjá þá verktaka sem að hafa tæki til þess að gera þetta á þann hátt sem að útboðsgögnin segja til um,“ segir Þröstur. Tengdar fréttir Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Á næstunni verða 130 grenitré felld í Öskjuhlíð sem ná of hátt upp í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir fimm árum var Isavia neitað um þessa framkvæmd eftir andstöðu skógræktarfólks. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Tré verða felld í Öskjuhlíð til þess að tryggja aðflugslínu flugvéla sem fara um Reykjavíkurflugvöll. Grisjunin er hluti samkomulags sem Reykjavíkurborg gerði við Ríkið árið 2013. Undirbúningur er hafinn að því að grisja skóginn í Öskjuhlíð. Um 130 tré verða felld og ljóst að skógurinn kemur með að láta á sjá þegar trén verða fjarlægð. „Þetta verður allt önnur hlíð heldur hún er núna,“ segir Þröstur Ólafsson, formaður Skóræktarfélags Reykjavíkur. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag en þar kemur fram að trén sem verð felld nái upp fyrir öryggisviðmið í aðflugslínu Reykjavíkurflugvallar. Isavia setti fram kröfu um að skógurinn yrði grisjaður árið 2011 en var þá harðlega gagnrýnd af Skóræktarfélagi Reykjavíkur og endaði borgin þá á að hafna áformunum. Með samkomulagi ríkisins og Reykjavíkurborgar sem undirritað var árið 2013 heimilaði borgin trjáfellingu í Öskjuhlíð. „Úr því að þeir eru byrjaðir á þessu núna, þá vaxa þau tré sem eftir eru áfram og eftir fjögur fimm ár þá þarf aftur að fara grisja ef að völlurinn á að vera áfram. Þannig að þetta er ekki bara núna þetta er áframhaldandi trjáfelling í Öskjuhlíð. Menn verða að átta sig á því að það tekur eitt tré sjötíu ár að verða svona hátt. Þetta eru svona sextíu til sjötíu ára gömul tré sem hér eru og það er auðveldara að fella tré heldur en að græða nýtt og láta það vaxa og gera það að fallegu útivistarsvæði. Þannig að þetta kemur ekki til með að ná sér aftur,“ segir Þröstur. Í ljósi umræðunnar um Reykjavíkurflugvöll á undanförnum misserum segir Þröstur ákveðin þversögn í samþykkt borgarinnar við að fella trén „Mér finnst þetta mjög skrýtið að vera gera auðveldara aðflugið hér að vellinum á sama tíma og borgarstjórn hefur margsinnis ítrekað vilja hennar til þess að fjarlægja þennan flugvöll og láta hann hverfa. Þannig að þarna er annars vegar verið að stíga skref að láta hann vera um leið og maður segir að það á að láta hann fara,“ segir Þröstur.Skýtur þetta ekki svolítið skökku við í ljósi þess að borgarstjórn og borgarstjóri vill helst fá flugvöllinn úr Vatnsmýrinni?„Jú ég skil mjög vel að fólki finnist eftirsjá af þessum trjám. Við hins vegar gerðum þetta samkomulag 2013 út frá því að á meðan völlurinn væri þarna að þá þurfum við auðvitað að gæta að fyllsta öryggi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að hluti trjáa sem verður felldur verður nýttur við byggingu Ásatrúarhofs í Öskjuhlíð. Þröstur segir hins vegar að erfitt verði fyrir verktaka að grisja skóginn. „Ég á eftir að sjá þá verktaka sem að hafa tæki til þess að gera þetta á þann hátt sem að útboðsgögnin segja til um,“ segir Þröstur.
Tengdar fréttir Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Á næstunni verða 130 grenitré felld í Öskjuhlíð sem ná of hátt upp í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir fimm árum var Isavia neitað um þessa framkvæmd eftir andstöðu skógræktarfólks. 14. janúar 2017 07:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Há tré felld í Öskjuhlíð fyrir öryggi í flugi Á næstunni verða 130 grenitré felld í Öskjuhlíð sem ná of hátt upp í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar. Fyrir fimm árum var Isavia neitað um þessa framkvæmd eftir andstöðu skógræktarfólks. 14. janúar 2017 07:00