Fjöldi aðstandenda í sömu sporum og systurnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. janúar 2017 19:00 Systur manns sem réðst á mág sinn á nýársnótt sögðu í viðtali í gær að hann hafi ítrekað farið í geðrof vegna fíkniefnaneyslu en komið að lokuðum dyrum á geðdeild. Yfirlæknir á geðdeild segir engum vísað frá og eftir viðtal sé boðið upp á ýmis úrræði, svo sem fíknimeðferð á Vogi. „Við höldum bara áfram að meta ástandið og sinna viðkomandi einstaklingi. En það er því miður oft þannig að fólk sem er í neyslu skilar sér ekki til okkar í slíkt eftirlit," segir Sigurður Örn Hektorsson, yfirlæknir á fíknigeðdeild, og bætir við að erfitt sé að hjálpa þeim sem ekki vilji fá hjálp. Við lagabreytingu á sjálfræðissviptingu hefur orðið enn erfiðara að grípa í taumana. „Við megum ekki lengur sjálfræðissvipta fólk sem er eingöngu í neyslu en ekki með undirliggjandi geðsjúkdóma. Það gerir vandann erfiðari viðureignar að við getum ekki beitt sjálfræðissviptingu þar sem við höfum kannski verið að gera það áður," segir Sigurður. Hjá Hugarafli hittist hópur aðstandenda tvisvar í mánuði og eftir viðtalið við systurnar hefur fjöldi fólks haft samband við Hugarafl með sömu sögu að segja og þær. Það er, það fái ekki hjálp fyrir ástvini sína. „Aðstandendum er haldið frá vegna þagnaskyldu. Það er mikill misskilningur, það er alveg hægt að vinna með fjölskyldunni án þess að rjúfa þagnarskyldu, styðja fólk til að vinna saman og finna leiðir til að koma í veg fyrir svona harmleik," segir Auður Axelsdóttir, forstöðumaður Hugarafls. Auður segir stutta innlögn á bráðamóttöku geðdeildar enga lausn. Það þurfi að hlusta á einstaklinginn og aðstandendur hans, vinna í vandamálunum í sameiningu og finna langtímaúrræði. „Við skulum hafa í huga hér að geðsjúkir eru ekki líklegri til að fremja glæp en aðrir. En fíkniefnaneysla sem getur valdið geðrofi er erfitt viðureignar og hættulegur staður til að vera á. Verst er að kerfin okkar virðast ekki geta unnið þetta saman, komið til móts við fíknina og geðveikina sem henni fylgir." Tengdar fréttir Árásin í Gerðunum: Barði mág sinn ítrekað í höfuðið með hamri Fórnarlambið er marghöfuðkúpubrotið. 2. janúar 2017 10:23 Fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir alvarlega líkamsárás Tilkynnt var um árásina snemma í nótt og var maðurinn úrskurðaður í langt gæsluvarðhald. 1. janúar 2017 18:35 Systur árásarmannsins: „Búnar að bíða eftir þessu í tvö ár“ Segja manninn ítrekað fara í geðrof vegna fíkniefnaneyslu en hann komi að lokuðum dyrum þegar hann leiti aðstoðar. 2. janúar 2017 18:45 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Systur manns sem réðst á mág sinn á nýársnótt sögðu í viðtali í gær að hann hafi ítrekað farið í geðrof vegna fíkniefnaneyslu en komið að lokuðum dyrum á geðdeild. Yfirlæknir á geðdeild segir engum vísað frá og eftir viðtal sé boðið upp á ýmis úrræði, svo sem fíknimeðferð á Vogi. „Við höldum bara áfram að meta ástandið og sinna viðkomandi einstaklingi. En það er því miður oft þannig að fólk sem er í neyslu skilar sér ekki til okkar í slíkt eftirlit," segir Sigurður Örn Hektorsson, yfirlæknir á fíknigeðdeild, og bætir við að erfitt sé að hjálpa þeim sem ekki vilji fá hjálp. Við lagabreytingu á sjálfræðissviptingu hefur orðið enn erfiðara að grípa í taumana. „Við megum ekki lengur sjálfræðissvipta fólk sem er eingöngu í neyslu en ekki með undirliggjandi geðsjúkdóma. Það gerir vandann erfiðari viðureignar að við getum ekki beitt sjálfræðissviptingu þar sem við höfum kannski verið að gera það áður," segir Sigurður. Hjá Hugarafli hittist hópur aðstandenda tvisvar í mánuði og eftir viðtalið við systurnar hefur fjöldi fólks haft samband við Hugarafl með sömu sögu að segja og þær. Það er, það fái ekki hjálp fyrir ástvini sína. „Aðstandendum er haldið frá vegna þagnaskyldu. Það er mikill misskilningur, það er alveg hægt að vinna með fjölskyldunni án þess að rjúfa þagnarskyldu, styðja fólk til að vinna saman og finna leiðir til að koma í veg fyrir svona harmleik," segir Auður Axelsdóttir, forstöðumaður Hugarafls. Auður segir stutta innlögn á bráðamóttöku geðdeildar enga lausn. Það þurfi að hlusta á einstaklinginn og aðstandendur hans, vinna í vandamálunum í sameiningu og finna langtímaúrræði. „Við skulum hafa í huga hér að geðsjúkir eru ekki líklegri til að fremja glæp en aðrir. En fíkniefnaneysla sem getur valdið geðrofi er erfitt viðureignar og hættulegur staður til að vera á. Verst er að kerfin okkar virðast ekki geta unnið þetta saman, komið til móts við fíknina og geðveikina sem henni fylgir."
Tengdar fréttir Árásin í Gerðunum: Barði mág sinn ítrekað í höfuðið með hamri Fórnarlambið er marghöfuðkúpubrotið. 2. janúar 2017 10:23 Fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir alvarlega líkamsárás Tilkynnt var um árásina snemma í nótt og var maðurinn úrskurðaður í langt gæsluvarðhald. 1. janúar 2017 18:35 Systur árásarmannsins: „Búnar að bíða eftir þessu í tvö ár“ Segja manninn ítrekað fara í geðrof vegna fíkniefnaneyslu en hann komi að lokuðum dyrum þegar hann leiti aðstoðar. 2. janúar 2017 18:45 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Árásin í Gerðunum: Barði mág sinn ítrekað í höfuðið með hamri Fórnarlambið er marghöfuðkúpubrotið. 2. janúar 2017 10:23
Fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir alvarlega líkamsárás Tilkynnt var um árásina snemma í nótt og var maðurinn úrskurðaður í langt gæsluvarðhald. 1. janúar 2017 18:35
Systur árásarmannsins: „Búnar að bíða eftir þessu í tvö ár“ Segja manninn ítrekað fara í geðrof vegna fíkniefnaneyslu en hann komi að lokuðum dyrum þegar hann leiti aðstoðar. 2. janúar 2017 18:45