Systur árásarmannsins: „Búnar að bíða eftir þessu í tvö ár“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. janúar 2017 18:45 Maður á þrítugsaldri situr í mánaðarlöngu gæsluvarðhaldi eftir að hafa barið mág sinn ítrekað í höfuðið með hamri á nýársnótt. Mágur hans er marghöfuðkúpubrotinn og liggur þungt haldinn á gjörgæslu. Systur mannsins segja ekkert tilefni hafi verið til árásarinnar. Mennirnir tveir séu vinir en að bróðir þeirra eigi við geðræn vandamál að stríða vegna langvarandi fíkniefnaneyslu. Hann hafi verið í mikilli neyslu síðustu tvær vikur, ekkert sofið og ekkert borðað, og hafi haldið að mágur hans væri að reyna að drepa hann. Slíkar ranghugmyndir hafi ekki verið óalgengar síðustu ár. „Við höfum barist við geðdeildina í tvö ár. Hann hefur bæði farið sjálfur og við með honum en hann er alltaf sendur heim því hann er í þessu ástandi, undir áhrifum,“ segir Theódóra Bragadóttir, systir mannsins.Sjá einnig: Árásin í Gerðunum: Barði mág sinn ítrekað í höfuðið með hamriGuðbjörg Sif Sigrúnardóttir, önnur systir hans, segir lögregluna ekki heldur geta gert nokkuð enda komi hún einnig að lokuðum dyrum upp á geðdeild. „Við erum búin að bíða eftir þessu í tvö ár. Þetta er eins og að horfa á bílslys gerast hægt í tvö ár,” segir hún. Yngsta systirin situr yfir manni sínum á gjörgæslu sem er alvarlega slasaður og ljóst að næstu misseri verði erfið fyrir fjölskylduna. Systurnar segja álagið á fjölskylduna hafa verið mikið um nokkurt skeið enda fari bróðir þeirra reglulega í geðrof. Þau upplifi mikinn vanmátt, úrræðaleysi og hafi sífelldar áhyggur. „Ég er ekki að réttlæta það sem hann gerði. En við viljum koma fram því ef þetta getur hjálpað einni annarri manneskju þá er ég sátt. Að einhver þarna úti komi ekki líka að lokuðum dyrum,” segir Guðbjörg. Theódóra bætir við að það sé skelfilegt að einhver þurfi að stórslasast eða deyja til að eitthvað sé gert fyrir fólk. „Það er líka slæmt að lögreglan sé úrræðalaus. Löggan hefur sagt við mig að það eina sem hægt sé að gera þegar hann er í geðrofi sé að setja hann í fangelsi.” Guðbjörg segir síðan fjölskylduna sitja uppi með vandann. „Maður er sendur heim með mann í þessu ástandi, með börn og fjölskyldu heima, og maður veit ekki hvað getur gerst. Hvort hann ráðist á einhvern og svo spyr hann í sífellu hvað hann hafi gert, hvort maður hafi drepið hann og sakar fólk um ofbeldi. Maður veit ekki hvernig á að bregðast við.“ Bróðirinn er nú á Litla-Hrauni í löngu gæsluvarðhaldi vegna alvarleika málsins og systurnar segja ljóst að hans bíði fangelsisdómur. „En það er ekki það versta í þessu öllu saman. Þá er hann allavega öruggur í fangelsi,” segir Guðbjörg og Theódóra bætir við: „Það er ekki öryggi hérna úti, hvorki fyrir hann né aðra sem umgangast hann.“ Tengdar fréttir Árásin í Gerðunum: Barði mág sinn ítrekað í höfuðið með hamri Fórnarlambið er marghöfuðkúpubrotið. 2. janúar 2017 10:23 Fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir alvarlega líkamsárás Tilkynnt var um árásina snemma í nótt og var maðurinn úrskurðaður í langt gæsluvarðhald. 1. janúar 2017 18:35 Alvarleg líkamsárás í Smáíbúðahverfinu Maður var handtekinn og er vistaður í fangageymslum lögreglunnar. 1. janúar 2017 11:10 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Maður á þrítugsaldri situr í mánaðarlöngu gæsluvarðhaldi eftir að hafa barið mág sinn ítrekað í höfuðið með hamri á nýársnótt. Mágur hans er marghöfuðkúpubrotinn og liggur þungt haldinn á gjörgæslu. Systur mannsins segja ekkert tilefni hafi verið til árásarinnar. Mennirnir tveir séu vinir en að bróðir þeirra eigi við geðræn vandamál að stríða vegna langvarandi fíkniefnaneyslu. Hann hafi verið í mikilli neyslu síðustu tvær vikur, ekkert sofið og ekkert borðað, og hafi haldið að mágur hans væri að reyna að drepa hann. Slíkar ranghugmyndir hafi ekki verið óalgengar síðustu ár. „Við höfum barist við geðdeildina í tvö ár. Hann hefur bæði farið sjálfur og við með honum en hann er alltaf sendur heim því hann er í þessu ástandi, undir áhrifum,“ segir Theódóra Bragadóttir, systir mannsins.Sjá einnig: Árásin í Gerðunum: Barði mág sinn ítrekað í höfuðið með hamriGuðbjörg Sif Sigrúnardóttir, önnur systir hans, segir lögregluna ekki heldur geta gert nokkuð enda komi hún einnig að lokuðum dyrum upp á geðdeild. „Við erum búin að bíða eftir þessu í tvö ár. Þetta er eins og að horfa á bílslys gerast hægt í tvö ár,” segir hún. Yngsta systirin situr yfir manni sínum á gjörgæslu sem er alvarlega slasaður og ljóst að næstu misseri verði erfið fyrir fjölskylduna. Systurnar segja álagið á fjölskylduna hafa verið mikið um nokkurt skeið enda fari bróðir þeirra reglulega í geðrof. Þau upplifi mikinn vanmátt, úrræðaleysi og hafi sífelldar áhyggur. „Ég er ekki að réttlæta það sem hann gerði. En við viljum koma fram því ef þetta getur hjálpað einni annarri manneskju þá er ég sátt. Að einhver þarna úti komi ekki líka að lokuðum dyrum,” segir Guðbjörg. Theódóra bætir við að það sé skelfilegt að einhver þurfi að stórslasast eða deyja til að eitthvað sé gert fyrir fólk. „Það er líka slæmt að lögreglan sé úrræðalaus. Löggan hefur sagt við mig að það eina sem hægt sé að gera þegar hann er í geðrofi sé að setja hann í fangelsi.” Guðbjörg segir síðan fjölskylduna sitja uppi með vandann. „Maður er sendur heim með mann í þessu ástandi, með börn og fjölskyldu heima, og maður veit ekki hvað getur gerst. Hvort hann ráðist á einhvern og svo spyr hann í sífellu hvað hann hafi gert, hvort maður hafi drepið hann og sakar fólk um ofbeldi. Maður veit ekki hvernig á að bregðast við.“ Bróðirinn er nú á Litla-Hrauni í löngu gæsluvarðhaldi vegna alvarleika málsins og systurnar segja ljóst að hans bíði fangelsisdómur. „En það er ekki það versta í þessu öllu saman. Þá er hann allavega öruggur í fangelsi,” segir Guðbjörg og Theódóra bætir við: „Það er ekki öryggi hérna úti, hvorki fyrir hann né aðra sem umgangast hann.“
Tengdar fréttir Árásin í Gerðunum: Barði mág sinn ítrekað í höfuðið með hamri Fórnarlambið er marghöfuðkúpubrotið. 2. janúar 2017 10:23 Fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir alvarlega líkamsárás Tilkynnt var um árásina snemma í nótt og var maðurinn úrskurðaður í langt gæsluvarðhald. 1. janúar 2017 18:35 Alvarleg líkamsárás í Smáíbúðahverfinu Maður var handtekinn og er vistaður í fangageymslum lögreglunnar. 1. janúar 2017 11:10 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Árásin í Gerðunum: Barði mág sinn ítrekað í höfuðið með hamri Fórnarlambið er marghöfuðkúpubrotið. 2. janúar 2017 10:23
Fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir alvarlega líkamsárás Tilkynnt var um árásina snemma í nótt og var maðurinn úrskurðaður í langt gæsluvarðhald. 1. janúar 2017 18:35
Alvarleg líkamsárás í Smáíbúðahverfinu Maður var handtekinn og er vistaður í fangageymslum lögreglunnar. 1. janúar 2017 11:10