Suður-Kóreskur munkur kveikti í sér í mótmælaskyni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. janúar 2017 11:37 Mikil reiði hefur verið meðal almennings í Suður-Kóreu vegna samkomulagsins. Vísir/EPA Suður-Kóreskur búddamunkur er í lífshættu eftir að hann kveikti í sér í Seúl, höfuðborg landsins í mótmælaskyni við samninga ríkisins við Japani um bætur fyrir konur þar í landi sem gerðar voru að kynlífsþrælum fyrir japanska hermenn í síðari heimsstyrjöldinni. Guardian greinir frá. Maðurinn kveikti í sér í mótmælum á laugardaginn en hann er á sjötugsaldri og hlaut þriðja stigs bruna út um allan líkama og eru líffæri hans alvarlega sködduð eftir brunann. Að sögn yfirvalda var maðurinn án meðvitundar á spítalanum sem hann var færður á og ófær um að anda á eigin spýtur. Í stílabók sem fannst á manninum stóð skrifað að forseti landsins, Park Geun-hye væri svikari vegna samkomulagsins við Japani sem gert var árið 2015. Þar kvað á um að japanir myndu borga núlifandi konum bætur, en þúsundir kóreskra kvenna voru gerðar að kynlífsþrælum fyrir japanska hermenn í síðari heimsstyrjöldinni og hefur mál þeirra valdið miklum vandræðum í samskiptum ríkjanna allar götur síðan. Í skiptum fyrir japanskar bætur til handa núlifandi fórnarlömbum, sem eru um 46 talsins skuldbundu Suður-kóresk yfirvöld sig til að hætta að gagnrýna japönsk yfirvöld vegna málsins og það hefur vakið mikla reiði meðal almennings í Suður-Kóreu, en samningurinn var auk þess gerður án samráðs við fórnarlömbin. Málið komst aftur í brennidepil nýlega vegna reiði japanskra yfirvalda út af minnismerki um konurnar sem komið hafði verið fyrir framan sendiráð landsins í Seúl, en Japanir kölluðu sendiherra sinn heim frá landinu vegna málsins. Litlar líkur eru taldar á því að munkurinn muni jafna sig af sárum sínum. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Suður-Kóreskur búddamunkur er í lífshættu eftir að hann kveikti í sér í Seúl, höfuðborg landsins í mótmælaskyni við samninga ríkisins við Japani um bætur fyrir konur þar í landi sem gerðar voru að kynlífsþrælum fyrir japanska hermenn í síðari heimsstyrjöldinni. Guardian greinir frá. Maðurinn kveikti í sér í mótmælum á laugardaginn en hann er á sjötugsaldri og hlaut þriðja stigs bruna út um allan líkama og eru líffæri hans alvarlega sködduð eftir brunann. Að sögn yfirvalda var maðurinn án meðvitundar á spítalanum sem hann var færður á og ófær um að anda á eigin spýtur. Í stílabók sem fannst á manninum stóð skrifað að forseti landsins, Park Geun-hye væri svikari vegna samkomulagsins við Japani sem gert var árið 2015. Þar kvað á um að japanir myndu borga núlifandi konum bætur, en þúsundir kóreskra kvenna voru gerðar að kynlífsþrælum fyrir japanska hermenn í síðari heimsstyrjöldinni og hefur mál þeirra valdið miklum vandræðum í samskiptum ríkjanna allar götur síðan. Í skiptum fyrir japanskar bætur til handa núlifandi fórnarlömbum, sem eru um 46 talsins skuldbundu Suður-kóresk yfirvöld sig til að hætta að gagnrýna japönsk yfirvöld vegna málsins og það hefur vakið mikla reiði meðal almennings í Suður-Kóreu, en samningurinn var auk þess gerður án samráðs við fórnarlömbin. Málið komst aftur í brennidepil nýlega vegna reiði japanskra yfirvalda út af minnismerki um konurnar sem komið hafði verið fyrir framan sendiráð landsins í Seúl, en Japanir kölluðu sendiherra sinn heim frá landinu vegna málsins. Litlar líkur eru taldar á því að munkurinn muni jafna sig af sárum sínum.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira