Forseta ÍSÍ finnst viðbrögð KKÍ og FSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira næst Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. janúar 2017 21:13 Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, finnast viðbrögð forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands og Fimleikasambands Íslands við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira í næstu úthlutun úr sjóðnum. „Þessi viðbrögð við úthlutuninni per se eru ekki sérstaklega til þess fallin að mínu mati. En þau fá bara úthlutun sem er í samræmi við þær reglur sem gildi,“ sagði Lárus í samtali við Hjört Hjartarson í kvöldfréttum Stöðvar 2.Á fimmtudaginn var rétt ríflega 150 milljónum króna úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2017. Ekki voru allir á eitt sáttir við sinn bita af kökunni, þá allra síst Fimleikasamband Íslands sem fékk rétt tæpar átta milljónir úr Afrekssjóðnum. Handknattleikssamband Íslands fékk mest, eða 28 milljónir króna. „Þetta eru vonbrigði. Við erum mögnuð hreyfing á Íslandi og stærsta kvennahreyfingin og að eiga ótrúlega sigra en einhvernveginn náum við því ekki inn til ÍSÍ og Afrekssjóðsins. Það fyllir mann vissu vonleysi þegar maður er að berjast í þessu,“ sagði Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri FSÍ, í samtali við íþróttadeild 365 eftir blaðamannafundinn á fimmtudaginn.Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, lýsti einnig yfir vonbrigðum sínum með úthlutunina en vonaðist til að fá meira í næstu úthlutun. Um 100 milljónum á eftir að úthluta þegar nýr tímamótasamningur ríkis og ÍSÍ tekur gildi í vor. „Við verðum að horfa til þess að Afrekssjóður ÍSÍ hefur því miður ekki getað staðist væntingar sérsambanda, einfaldlega vegna þess að það er ekki til nægilegir fjármunir í sjóðnum hingað til. Guði sé lof er það nú að breytast,“ sagði Lárus um gagnrýnina á úthlutunina. Hann segir að aðeins tvö af 32 sérsamböndum sem hafi lýst yfir óánægju með sinn skerf og gefur lítið fyrir athugasemdir KKÍ og FSÍ. Meðal þess sem Sólveig kvartaði yfir var skortur á gagnsæi og að það væri óljóst eftir hvaða reglum væri unnið. Lárus segir það hins vegar liggja skýrt fyrir. „Ég held að sjóðurinn starfi alveg með eðlilegum hætti. Það er augljóst mál að menn þurfa auðvitað stundum að taka ákvarðanir sem byggjast á huglægu mati eða mati á aðstæðum,“ sagði Lárus.Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fimleikar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Góð viðbót en mikill vill alltaf meira Ríflega 150 milljónum var úthlutað úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í gær en enn þá er eftir að úthluta 100 milljónum þegar nýr tímamótasamningur tekur gildi. Handboltinn fékk mest en þrátt fyrir hækkun eru ek 6. janúar 2017 07:00 150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50 Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Í beinni: Fram - HC Kriens-Luzern | Slá Framarar frá sér í kvöld? Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Sjá meira
Lárusi Blöndal, forseta ÍSÍ, finnast viðbrögð forráðamanna Körfuknattleikssambands Íslands og Fimleikasambands Íslands við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ ekki til þess fallin að þau fái meira í næstu úthlutun úr sjóðnum. „Þessi viðbrögð við úthlutuninni per se eru ekki sérstaklega til þess fallin að mínu mati. En þau fá bara úthlutun sem er í samræmi við þær reglur sem gildi,“ sagði Lárus í samtali við Hjört Hjartarson í kvöldfréttum Stöðvar 2.Á fimmtudaginn var rétt ríflega 150 milljónum króna úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2017. Ekki voru allir á eitt sáttir við sinn bita af kökunni, þá allra síst Fimleikasamband Íslands sem fékk rétt tæpar átta milljónir úr Afrekssjóðnum. Handknattleikssamband Íslands fékk mest, eða 28 milljónir króna. „Þetta eru vonbrigði. Við erum mögnuð hreyfing á Íslandi og stærsta kvennahreyfingin og að eiga ótrúlega sigra en einhvernveginn náum við því ekki inn til ÍSÍ og Afrekssjóðsins. Það fyllir mann vissu vonleysi þegar maður er að berjast í þessu,“ sagði Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri FSÍ, í samtali við íþróttadeild 365 eftir blaðamannafundinn á fimmtudaginn.Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, lýsti einnig yfir vonbrigðum sínum með úthlutunina en vonaðist til að fá meira í næstu úthlutun. Um 100 milljónum á eftir að úthluta þegar nýr tímamótasamningur ríkis og ÍSÍ tekur gildi í vor. „Við verðum að horfa til þess að Afrekssjóður ÍSÍ hefur því miður ekki getað staðist væntingar sérsambanda, einfaldlega vegna þess að það er ekki til nægilegir fjármunir í sjóðnum hingað til. Guði sé lof er það nú að breytast,“ sagði Lárus um gagnrýnina á úthlutunina. Hann segir að aðeins tvö af 32 sérsamböndum sem hafi lýst yfir óánægju með sinn skerf og gefur lítið fyrir athugasemdir KKÍ og FSÍ. Meðal þess sem Sólveig kvartaði yfir var skortur á gagnsæi og að það væri óljóst eftir hvaða reglum væri unnið. Lárus segir það hins vegar liggja skýrt fyrir. „Ég held að sjóðurinn starfi alveg með eðlilegum hætti. Það er augljóst mál að menn þurfa auðvitað stundum að taka ákvarðanir sem byggjast á huglægu mati eða mati á aðstæðum,“ sagði Lárus.Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fimleikar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Góð viðbót en mikill vill alltaf meira Ríflega 150 milljónum var úthlutað úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í gær en enn þá er eftir að úthluta 100 milljónum þegar nýr tímamótasamningur tekur gildi. Handboltinn fékk mest en þrátt fyrir hækkun eru ek 6. janúar 2017 07:00 150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50 Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Í beinni: Fram - HC Kriens-Luzern | Slá Framarar frá sér í kvöld? Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Sjá meira
Góð viðbót en mikill vill alltaf meira Ríflega 150 milljónum var úthlutað úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í gær en enn þá er eftir að úthluta 100 milljónum þegar nýr tímamótasamningur tekur gildi. Handboltinn fékk mest en þrátt fyrir hækkun eru ek 6. janúar 2017 07:00
150 milljónum úthlutað úr afrekssjóði Í dag var úthlutað í síðasta sinn samkvæmt gömlu úthlutunarreglum Afrekssjóðs ÍSÍ. 5. janúar 2017 11:50
Starfsmenn Fimleikasambandsins ruku á dyr: „Fyllir mann vonleysi að reyna að berjast í þessu“ Framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands er hálfpartinn í áfalli vegna úthlutunnar úr Afrekssjóði ÍSÍ í dag. 5. janúar 2017 19:15