Sextugsafmælið hvatning til að nýta hverja stund Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. september 2017 10:15 Hjónin Sólveig Sigríður Einarsdóttir organisti í Digraneskirkju og séra Jón Helgi í sínu fínasta pússi. Hafnarfjarðarklerkurinn Jón Helgi Þórarinsson er í fjallgöngu með frúnni þegar í hann næst í síma. „Við erum á leið upp á Spákonufell ofan við Skagaströnd. Það er heiðskírt en smá þokubakki yfir Húnaflóa,“ segir hann léttur og kippir sér ekkert upp við það þó að áratugaafmæli sé að skella á honum. „Mér líst vel á að verða sextugur. Er þakklátur fyrir árin að baki og fólkið sem ég hef kynnst. Svo eru svona tímamót hvatning til að nýta vel hverja stund, vera glaður og reyna að miðla því í kringum sig,“ segir hann. Séra Jón Helgi hefur þjónað söfnuði Hafnarfjarðarkirkju í fjögur ár og kveðst vel í sveit settur, umhverfi og aðstaða eins og best verður á kosið og samstarfsfólkið yndislegt. Hvað varð einkum til þess að hann fór í prestskap upphaflega? „Ég er alinn upp við að fara í kirkju. Foreldrar mínir sungu áratugum saman í kirkjukór í Lögmannshlíðarkirkju fyrir ofan Akureyri og við systkinin fylgdum þeim oft. Smám saman fórum við að taka þátt í unglingastarfi í Akureyrarkirkju og bróðir minn Pétur varð prestur. Ég var í tónlistarnámi, lærði á orgel og var að hugsa um að fara þá leiðina á tímabili en eftir stúdentspróf togaði guðfræðin meira í mig. Ég sé ekki eftir því, það er yndislegt og skemmtilegt starf að vera prestur. Í gegnum það hef ég líka fengið að taka þátt í alls konar tónlistarstarfi, syngja í kórum, spila á hljóðfæri og leika mér.“ Tónlistin er semsagt aðal áhugamál séra Jóns Helga. „Svo hef ég líka áhuga á sporti og útivist og hef gaman af að ganga um í íslenskri náttúru eins og ég er að gera núna. Það er bara stórkostlegt.“ Þó þau hjón séu í góðum gír á Norðurlandi þá er aðalafmælisferðin að baki að sögn séra Jóns Helga. „Við flugum til Munchen í sumar, tókum þar bíl og keyrðum um Ítalíu og Austurríki. Vorum fjórtán daga í ferðinni og fórum víða. Við lentum í hitabylgju en nutum ferðarinnar þrátt fyrir það og þó gaman sé að fara til suðlægra landa og skoða heiminn þá er alltaf gott að koma heim í tæra loftið á Íslandi.“ Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
Hafnarfjarðarklerkurinn Jón Helgi Þórarinsson er í fjallgöngu með frúnni þegar í hann næst í síma. „Við erum á leið upp á Spákonufell ofan við Skagaströnd. Það er heiðskírt en smá þokubakki yfir Húnaflóa,“ segir hann léttur og kippir sér ekkert upp við það þó að áratugaafmæli sé að skella á honum. „Mér líst vel á að verða sextugur. Er þakklátur fyrir árin að baki og fólkið sem ég hef kynnst. Svo eru svona tímamót hvatning til að nýta vel hverja stund, vera glaður og reyna að miðla því í kringum sig,“ segir hann. Séra Jón Helgi hefur þjónað söfnuði Hafnarfjarðarkirkju í fjögur ár og kveðst vel í sveit settur, umhverfi og aðstaða eins og best verður á kosið og samstarfsfólkið yndislegt. Hvað varð einkum til þess að hann fór í prestskap upphaflega? „Ég er alinn upp við að fara í kirkju. Foreldrar mínir sungu áratugum saman í kirkjukór í Lögmannshlíðarkirkju fyrir ofan Akureyri og við systkinin fylgdum þeim oft. Smám saman fórum við að taka þátt í unglingastarfi í Akureyrarkirkju og bróðir minn Pétur varð prestur. Ég var í tónlistarnámi, lærði á orgel og var að hugsa um að fara þá leiðina á tímabili en eftir stúdentspróf togaði guðfræðin meira í mig. Ég sé ekki eftir því, það er yndislegt og skemmtilegt starf að vera prestur. Í gegnum það hef ég líka fengið að taka þátt í alls konar tónlistarstarfi, syngja í kórum, spila á hljóðfæri og leika mér.“ Tónlistin er semsagt aðal áhugamál séra Jóns Helga. „Svo hef ég líka áhuga á sporti og útivist og hef gaman af að ganga um í íslenskri náttúru eins og ég er að gera núna. Það er bara stórkostlegt.“ Þó þau hjón séu í góðum gír á Norðurlandi þá er aðalafmælisferðin að baki að sögn séra Jóns Helga. „Við flugum til Munchen í sumar, tókum þar bíl og keyrðum um Ítalíu og Austurríki. Vorum fjórtán daga í ferðinni og fórum víða. Við lentum í hitabylgju en nutum ferðarinnar þrátt fyrir það og þó gaman sé að fara til suðlægra landa og skoða heiminn þá er alltaf gott að koma heim í tæra loftið á Íslandi.“
Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira