Sextugsafmælið hvatning til að nýta hverja stund Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. september 2017 10:15 Hjónin Sólveig Sigríður Einarsdóttir organisti í Digraneskirkju og séra Jón Helgi í sínu fínasta pússi. Hafnarfjarðarklerkurinn Jón Helgi Þórarinsson er í fjallgöngu með frúnni þegar í hann næst í síma. „Við erum á leið upp á Spákonufell ofan við Skagaströnd. Það er heiðskírt en smá þokubakki yfir Húnaflóa,“ segir hann léttur og kippir sér ekkert upp við það þó að áratugaafmæli sé að skella á honum. „Mér líst vel á að verða sextugur. Er þakklátur fyrir árin að baki og fólkið sem ég hef kynnst. Svo eru svona tímamót hvatning til að nýta vel hverja stund, vera glaður og reyna að miðla því í kringum sig,“ segir hann. Séra Jón Helgi hefur þjónað söfnuði Hafnarfjarðarkirkju í fjögur ár og kveðst vel í sveit settur, umhverfi og aðstaða eins og best verður á kosið og samstarfsfólkið yndislegt. Hvað varð einkum til þess að hann fór í prestskap upphaflega? „Ég er alinn upp við að fara í kirkju. Foreldrar mínir sungu áratugum saman í kirkjukór í Lögmannshlíðarkirkju fyrir ofan Akureyri og við systkinin fylgdum þeim oft. Smám saman fórum við að taka þátt í unglingastarfi í Akureyrarkirkju og bróðir minn Pétur varð prestur. Ég var í tónlistarnámi, lærði á orgel og var að hugsa um að fara þá leiðina á tímabili en eftir stúdentspróf togaði guðfræðin meira í mig. Ég sé ekki eftir því, það er yndislegt og skemmtilegt starf að vera prestur. Í gegnum það hef ég líka fengið að taka þátt í alls konar tónlistarstarfi, syngja í kórum, spila á hljóðfæri og leika mér.“ Tónlistin er semsagt aðal áhugamál séra Jóns Helga. „Svo hef ég líka áhuga á sporti og útivist og hef gaman af að ganga um í íslenskri náttúru eins og ég er að gera núna. Það er bara stórkostlegt.“ Þó þau hjón séu í góðum gír á Norðurlandi þá er aðalafmælisferðin að baki að sögn séra Jóns Helga. „Við flugum til Munchen í sumar, tókum þar bíl og keyrðum um Ítalíu og Austurríki. Vorum fjórtán daga í ferðinni og fórum víða. Við lentum í hitabylgju en nutum ferðarinnar þrátt fyrir það og þó gaman sé að fara til suðlægra landa og skoða heiminn þá er alltaf gott að koma heim í tæra loftið á Íslandi.“ Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Hafnarfjarðarklerkurinn Jón Helgi Þórarinsson er í fjallgöngu með frúnni þegar í hann næst í síma. „Við erum á leið upp á Spákonufell ofan við Skagaströnd. Það er heiðskírt en smá þokubakki yfir Húnaflóa,“ segir hann léttur og kippir sér ekkert upp við það þó að áratugaafmæli sé að skella á honum. „Mér líst vel á að verða sextugur. Er þakklátur fyrir árin að baki og fólkið sem ég hef kynnst. Svo eru svona tímamót hvatning til að nýta vel hverja stund, vera glaður og reyna að miðla því í kringum sig,“ segir hann. Séra Jón Helgi hefur þjónað söfnuði Hafnarfjarðarkirkju í fjögur ár og kveðst vel í sveit settur, umhverfi og aðstaða eins og best verður á kosið og samstarfsfólkið yndislegt. Hvað varð einkum til þess að hann fór í prestskap upphaflega? „Ég er alinn upp við að fara í kirkju. Foreldrar mínir sungu áratugum saman í kirkjukór í Lögmannshlíðarkirkju fyrir ofan Akureyri og við systkinin fylgdum þeim oft. Smám saman fórum við að taka þátt í unglingastarfi í Akureyrarkirkju og bróðir minn Pétur varð prestur. Ég var í tónlistarnámi, lærði á orgel og var að hugsa um að fara þá leiðina á tímabili en eftir stúdentspróf togaði guðfræðin meira í mig. Ég sé ekki eftir því, það er yndislegt og skemmtilegt starf að vera prestur. Í gegnum það hef ég líka fengið að taka þátt í alls konar tónlistarstarfi, syngja í kórum, spila á hljóðfæri og leika mér.“ Tónlistin er semsagt aðal áhugamál séra Jóns Helga. „Svo hef ég líka áhuga á sporti og útivist og hef gaman af að ganga um í íslenskri náttúru eins og ég er að gera núna. Það er bara stórkostlegt.“ Þó þau hjón séu í góðum gír á Norðurlandi þá er aðalafmælisferðin að baki að sögn séra Jóns Helga. „Við flugum til Munchen í sumar, tókum þar bíl og keyrðum um Ítalíu og Austurríki. Vorum fjórtán daga í ferðinni og fórum víða. Við lentum í hitabylgju en nutum ferðarinnar þrátt fyrir það og þó gaman sé að fara til suðlægra landa og skoða heiminn þá er alltaf gott að koma heim í tæra loftið á Íslandi.“
Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira