Byggjum á bjargi Aldís Mjöll Geirsdóttir skrifar 10. apríl 2017 11:30 Á sandi byggði heimskur maður hús, og þá kom steypiregn. Og þá kom steypiregn og vatnið óx og óx, og húsið á sandinum féll.Einu sinni byggði heimskur maður hús á sandi. Við vitum ekki hvaða maður þetta var en vitum öll hver örlög hans voru. Húsið var byggt á veikum grunnstoðum, réði ekki við íslensku veðráttuna og féll. Undirfjármögnun háskólanna er risavaxið vandamál sem hefur verið viðvarandi í of langan tíma enda staða háskólanna nú orðin grafalvarleg. Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, eru uggandi yfir bágri stöðu háskólanna og þeim óumflýjanlegu afleiðingum sem langvarandi niðurskurður hefur í för með sér. Baráttan gegn undirfjármögnun háskólanna er langþreytt. Við höfum lesið sömu fyrirsagnir frétta ár eftir ár um alvarleika stöðunnar en ekkert breytist. Rektorar háskólanna á Íslandi, stúdentahreyfingar og stúdentar hafa ítrekað kallað eftir breytingum. Þá tóku fulltrúar allra flokka á Alþingi undir áhyggjurnar á fundi sem haldinn var í Háskóla Íslands fyrir síðustu Alþingiskosningar. Frambjóðendur sammældust um mikilvægi þess að ná meðaltali OECD-ríkjanna í fjárframlögum til háskólanna, á kjörtímabilinu. Í aðgerðaráætlun Vísinda- og tækniráðs var sett fram það markmið að styrkja fjármögnun háskólakerfisins hér á landi svo hún yrði að minnsta kosti sambærileg við meðaltal aðildarríkja OECD árið 2016 og Norðurlanda árið 2020. Af skýrslu OECD fyrir árið 2016, Education at a glance, má sjá að Ísland er enn undir meðaltali OECD-ríkjanna og á langt í land með að ná meðaltali Norðurlandanna. Árið er 2017 og við höfum ekki enn náð markmiðum Vísinda- og tækniráðs en verði fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt gengur hún enn frekar í berhögg við stefnu og loforð stjórnmálamanna. Þess vegna veldur fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar mér miklum vonbrigðum og áhyggjum. Þar er ekki gert ráð fyrir leiðréttingu á bágri stöðu háskólanna en á sama tíma lýsa stjórnmálamenn ríkisstjórnarinnar yfir að nú séu tímar efnahagslegs uppgangs í samfélagi okkar. Enginn vafi leikur á gríðarlegu mikilvægi þess að á Íslandi sé gætt að því að framþróun sé í samfélaginu og að samkeppnishæfni sé haldið við í alþjóðlegu samhengi á sem flestum sviðum. Uppbygging og varsla um háskólamenntun á landinu er forsenda þess að þetta gangi eftir en ef við bregðumst er hætta á að það samfélag sem hér er að finna hrörni og nái ekki að halda í við þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Það virðist hafa skapast sú menning að háskólarnir eigi að vera undirfjármagnaðir. Ég velti því fyrir mér hvort stjórnmálamönnum þyki eðlilegt að háskólarnir starfi við þessar kringumstæður og ætli sér ekki að leiðrétta það. Stjórnmálamenn þurfa að horfast í augu við vandann og kallar LÍS því eftir því að stjórnvöld séu hyggin og styrki stoðir háskólanna. Ætlum við að leyfa háskólunum að byggjast upp og blómstra eða láta þá falla í næsta óveðri? Við vitum öll hvernig sagan endar. Ef við höldum áfram að byggja á sandi í staðinn fyrir að fjárfesta í sterkum grunni mun húsið á endanum falla. Þegar öllu er á botninn hvolft verður enduruppbygging dýrari samanborið við trygga og stöðuga fjármögnun háskólakerfisins. Á bjargi byggði hygginn maður hús,og þá kom steypiregn.Og þá kom steypiregn og vatnið óx og óx,og húsið á bjarginu stóð fast.Verum hyggin, byggjum á bjargi og húsið mun standa. Landssamtök stúdenta á Norðurlöndum og í Eystrarsaltsríkjunum tóku undir þær miklu áhyggjur sem LÍS hefur á stöðu mála. Á nýliðnum fundi NOM, Nordisk Ordförande Möte, sem er bandalag landssamtaka stúdenta í þessum löndum, var yfirlýsing þess efnis tekin fyrir og samþykkt einróma. Aðildarfélögin átta sem sóttu fundinn voru öll hneyksluð yfir aðstæðum hérlendis og lýsa því yfir fordæmingu og krefja íslensk stjórnvöld um úrbætur á því óásættanlega ástandi sem hér ríkir.Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:STATEMENT OF SUPPORT TO LANDSSAMTÖK ÍSLENSKRA STÚDENTA AGAINST THE UNDERFUNDING OF ICELANDIC UNIVERSITIES„A strong, dependable education system is a crucial building block in every socially progressive country. The transfer of knowledge that takes place within the higher education community is essential for the development and the necessary edification needed in a healthy and competitive society. Therefore it is the responsibility of any acting government to priorities in a way that provides the funding needed to ensure these objectives.These objectives have been reaffirmed in the newest convention made between the parties in the acting government. In the convention it states as follows:“Icelandic universities shall receive governmental support in order to ensure the quality of education and withstand international competition, while at the same time cooperation and coordination between Icelandic universities and scientific institutions shall be increased”.The continuous underfunding of Icelandic universities is contrary to this statement and, in fact, detrimental to the universities’ competence in providing that environment. Between the years 1999-2010, other Nordic countries increased funding to their universities between 38- 118 percent, while the government in Iceland only increased their funding by 7,7 percent.At the same time, the average increase in OECD countries was 46%. The effect of this long term underfunding is being felt hard all over the higher education community in Iceland. For example, the University of Iceland recently announced that it would have to cut 50 courses next year due to austerity measures imposed on the university. Many courses have been cut already, due to chronic underfunding. Another example is the Icelandic Academy of the Arts. They have been forced to operate in many buildings, some of which are very inaccessible, that are completely unsafe and pose a serious health hazard because of the accumulation of mould.Many students have had difficulties with breathing, suffered headaches, hair loss and other health related problems because of this. Students and teachers have fled the buildings due to symptoms from the mould, working in unofficial housing instead.Therefore Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) expresses their deep concern and demands that the Icelandic government discontinue the irresponsible and unrealistic austerity measures imposed on Icelandic universities. Furthermore, LÍS urges the acting Icelandic government to follow through on the objectives put forth in the convention signed earlier this year, by guaranteeing Icelandic universities the funding necessary to ensure quality of education and withstand international competition, among other objectives.LÍS also requests that national unions, belonging to the Nordisk Ordförande Møte, stand in solidarity with LÍS in expressing concern over the continuous underfunding, condemning the austerity measures and demanding that the acting government follows the policy put forth in their own convention.Hereby, we the undersigned commit our support and solidarity with Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) in the struggle against the continuous underfunding of Icelandic universities.Denmark, Danske Studerendes FællesrådEstonia, Eesti Üliõpilaskondade LiitFaroe Islands, Meginfelag Føroyskra StudentaFinland, Suomen opiskelijakuntien liitto SAMOK and Suomen ylioppilaskuntien liitto SYL Latvia, Latvijas Studentu apvienība Norway, Norsk studentorganisasjonSweden, Sveriges förenade studentkårerSigned in Reykjavík, 09.04.2017“Þessi grein er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta um undirfjármögnun háskólanna í ljósi tillögu að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2018-2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á sandi byggði heimskur maður hús, og þá kom steypiregn. Og þá kom steypiregn og vatnið óx og óx, og húsið á sandinum féll.Einu sinni byggði heimskur maður hús á sandi. Við vitum ekki hvaða maður þetta var en vitum öll hver örlög hans voru. Húsið var byggt á veikum grunnstoðum, réði ekki við íslensku veðráttuna og féll. Undirfjármögnun háskólanna er risavaxið vandamál sem hefur verið viðvarandi í of langan tíma enda staða háskólanna nú orðin grafalvarleg. Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, eru uggandi yfir bágri stöðu háskólanna og þeim óumflýjanlegu afleiðingum sem langvarandi niðurskurður hefur í för með sér. Baráttan gegn undirfjármögnun háskólanna er langþreytt. Við höfum lesið sömu fyrirsagnir frétta ár eftir ár um alvarleika stöðunnar en ekkert breytist. Rektorar háskólanna á Íslandi, stúdentahreyfingar og stúdentar hafa ítrekað kallað eftir breytingum. Þá tóku fulltrúar allra flokka á Alþingi undir áhyggjurnar á fundi sem haldinn var í Háskóla Íslands fyrir síðustu Alþingiskosningar. Frambjóðendur sammældust um mikilvægi þess að ná meðaltali OECD-ríkjanna í fjárframlögum til háskólanna, á kjörtímabilinu. Í aðgerðaráætlun Vísinda- og tækniráðs var sett fram það markmið að styrkja fjármögnun háskólakerfisins hér á landi svo hún yrði að minnsta kosti sambærileg við meðaltal aðildarríkja OECD árið 2016 og Norðurlanda árið 2020. Af skýrslu OECD fyrir árið 2016, Education at a glance, má sjá að Ísland er enn undir meðaltali OECD-ríkjanna og á langt í land með að ná meðaltali Norðurlandanna. Árið er 2017 og við höfum ekki enn náð markmiðum Vísinda- og tækniráðs en verði fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt gengur hún enn frekar í berhögg við stefnu og loforð stjórnmálamanna. Þess vegna veldur fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar mér miklum vonbrigðum og áhyggjum. Þar er ekki gert ráð fyrir leiðréttingu á bágri stöðu háskólanna en á sama tíma lýsa stjórnmálamenn ríkisstjórnarinnar yfir að nú séu tímar efnahagslegs uppgangs í samfélagi okkar. Enginn vafi leikur á gríðarlegu mikilvægi þess að á Íslandi sé gætt að því að framþróun sé í samfélaginu og að samkeppnishæfni sé haldið við í alþjóðlegu samhengi á sem flestum sviðum. Uppbygging og varsla um háskólamenntun á landinu er forsenda þess að þetta gangi eftir en ef við bregðumst er hætta á að það samfélag sem hér er að finna hrörni og nái ekki að halda í við þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Það virðist hafa skapast sú menning að háskólarnir eigi að vera undirfjármagnaðir. Ég velti því fyrir mér hvort stjórnmálamönnum þyki eðlilegt að háskólarnir starfi við þessar kringumstæður og ætli sér ekki að leiðrétta það. Stjórnmálamenn þurfa að horfast í augu við vandann og kallar LÍS því eftir því að stjórnvöld séu hyggin og styrki stoðir háskólanna. Ætlum við að leyfa háskólunum að byggjast upp og blómstra eða láta þá falla í næsta óveðri? Við vitum öll hvernig sagan endar. Ef við höldum áfram að byggja á sandi í staðinn fyrir að fjárfesta í sterkum grunni mun húsið á endanum falla. Þegar öllu er á botninn hvolft verður enduruppbygging dýrari samanborið við trygga og stöðuga fjármögnun háskólakerfisins. Á bjargi byggði hygginn maður hús,og þá kom steypiregn.Og þá kom steypiregn og vatnið óx og óx,og húsið á bjarginu stóð fast.Verum hyggin, byggjum á bjargi og húsið mun standa. Landssamtök stúdenta á Norðurlöndum og í Eystrarsaltsríkjunum tóku undir þær miklu áhyggjur sem LÍS hefur á stöðu mála. Á nýliðnum fundi NOM, Nordisk Ordförande Möte, sem er bandalag landssamtaka stúdenta í þessum löndum, var yfirlýsing þess efnis tekin fyrir og samþykkt einróma. Aðildarfélögin átta sem sóttu fundinn voru öll hneyksluð yfir aðstæðum hérlendis og lýsa því yfir fordæmingu og krefja íslensk stjórnvöld um úrbætur á því óásættanlega ástandi sem hér ríkir.Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:STATEMENT OF SUPPORT TO LANDSSAMTÖK ÍSLENSKRA STÚDENTA AGAINST THE UNDERFUNDING OF ICELANDIC UNIVERSITIES„A strong, dependable education system is a crucial building block in every socially progressive country. The transfer of knowledge that takes place within the higher education community is essential for the development and the necessary edification needed in a healthy and competitive society. Therefore it is the responsibility of any acting government to priorities in a way that provides the funding needed to ensure these objectives.These objectives have been reaffirmed in the newest convention made between the parties in the acting government. In the convention it states as follows:“Icelandic universities shall receive governmental support in order to ensure the quality of education and withstand international competition, while at the same time cooperation and coordination between Icelandic universities and scientific institutions shall be increased”.The continuous underfunding of Icelandic universities is contrary to this statement and, in fact, detrimental to the universities’ competence in providing that environment. Between the years 1999-2010, other Nordic countries increased funding to their universities between 38- 118 percent, while the government in Iceland only increased their funding by 7,7 percent.At the same time, the average increase in OECD countries was 46%. The effect of this long term underfunding is being felt hard all over the higher education community in Iceland. For example, the University of Iceland recently announced that it would have to cut 50 courses next year due to austerity measures imposed on the university. Many courses have been cut already, due to chronic underfunding. Another example is the Icelandic Academy of the Arts. They have been forced to operate in many buildings, some of which are very inaccessible, that are completely unsafe and pose a serious health hazard because of the accumulation of mould.Many students have had difficulties with breathing, suffered headaches, hair loss and other health related problems because of this. Students and teachers have fled the buildings due to symptoms from the mould, working in unofficial housing instead.Therefore Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) expresses their deep concern and demands that the Icelandic government discontinue the irresponsible and unrealistic austerity measures imposed on Icelandic universities. Furthermore, LÍS urges the acting Icelandic government to follow through on the objectives put forth in the convention signed earlier this year, by guaranteeing Icelandic universities the funding necessary to ensure quality of education and withstand international competition, among other objectives.LÍS also requests that national unions, belonging to the Nordisk Ordförande Møte, stand in solidarity with LÍS in expressing concern over the continuous underfunding, condemning the austerity measures and demanding that the acting government follows the policy put forth in their own convention.Hereby, we the undersigned commit our support and solidarity with Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) in the struggle against the continuous underfunding of Icelandic universities.Denmark, Danske Studerendes FællesrådEstonia, Eesti Üliõpilaskondade LiitFaroe Islands, Meginfelag Føroyskra StudentaFinland, Suomen opiskelijakuntien liitto SAMOK and Suomen ylioppilaskuntien liitto SYL Latvia, Latvijas Studentu apvienība Norway, Norsk studentorganisasjonSweden, Sveriges förenade studentkårerSigned in Reykjavík, 09.04.2017“Þessi grein er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta um undirfjármögnun háskólanna í ljósi tillögu að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2018-2022.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar