Háskóladagarnir haldnir með pomp og prakt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. mars 2017 15:26 Mynd/Háskóladagar Allir háskólar landsins halda Háskóladaginn í sameiningu í dag. Mikill fjöldi hefur nú þegar sótt skólana heim til þess að kynna sér allt nám sem í boði í háskólunum á Íslandi. Dagurinn hófst klukkan 12 og lýkur 16. Það var Forseti Íslands Herra Guðni Th. Jóhannnesson sem opnaði daginn, sem haldinn er á hverju ári. Það er hvergi jafn auglóst og einmitt á Háskóladaginn hve námsframboð á Íslandi er gott og fjölbreytt. Hægt er að velja úr yfir 500 námsleiðum í sjö háskólum. Þannig ættu allir að geta fundið sér nám við sitt hæfi. Það eru ekki bara námskynningarnar sem heilla í dag því dagskráin er fjölbreytt í húsakynnum HÍ, HR og LHÍ þar sem kynningarnar fara fram. Gestir og gangandi geta gert ýmislegt sér til skemmtunar á Háskóladeginum. Sprengjugengi HÍ er með sýningar í Háskólabíói. Þar sýnir Háskóladansinn líka listir sínar og boðið verður upp á vísindabíó. Vísindasmiðjan verður á sínum stað þannig öll fjölskyldan ætti að geta haft gaman af. Einnig verður hægt að næla sér í axlarnudd og mælingu á blóðþrýstingi. Hjá HR er hægt að setjast upp í bílhermi og kanna viðbragðstímann þegar snjallsími er notaður við akstur, kanna kasthraða og styrk golfsveiflunnar. Boðið verður upp á akstur í loftknúnum bíl og og hægt verður að setja á sig sýndarveruleikagleraugu til þess að athuga hvort fólk sé haldið fælni. Í Listaháskólanum springur reglulega eitthvað út sem tónlistarflutningur og gjörningar og í skoðunarferðum um húsnæðið verða verkstæðin í Laugarnesi skoðuð, vinnurými nemenda og nemendasýningar. Háskóladagurinn mun svo í framhaldi af ofangreindum degi leggja land undir fót og heimsækja átta skóla utan höfuðborgarsvæðisins dagana 7. - 29. mars. Allir eru velkomnir. Háskólarnir sjö eru HA, HÍ, HR, LHÍ, Háskólinn á Bifröst, Landbúnaðarháskólinn og Háskólinn á Hólum. Háskóladagurinn á ferð og flugi 7. mars - Fjölbrautarskóla Suðurnesja 9. mars - Menntaskólanum á Ísafirði 10. mars - Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi 15. mars - Menntaskólanum á Egilsstöðum 16. mars - Menntaskólanum á Akureyri 16. mars - Verkmenntaskólanum á Akureyri 20. mars - Fjölbrautarskóla Vestmannaeyja 29. mars - Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Allir háskólar landsins halda Háskóladaginn í sameiningu í dag. Mikill fjöldi hefur nú þegar sótt skólana heim til þess að kynna sér allt nám sem í boði í háskólunum á Íslandi. Dagurinn hófst klukkan 12 og lýkur 16. Það var Forseti Íslands Herra Guðni Th. Jóhannnesson sem opnaði daginn, sem haldinn er á hverju ári. Það er hvergi jafn auglóst og einmitt á Háskóladaginn hve námsframboð á Íslandi er gott og fjölbreytt. Hægt er að velja úr yfir 500 námsleiðum í sjö háskólum. Þannig ættu allir að geta fundið sér nám við sitt hæfi. Það eru ekki bara námskynningarnar sem heilla í dag því dagskráin er fjölbreytt í húsakynnum HÍ, HR og LHÍ þar sem kynningarnar fara fram. Gestir og gangandi geta gert ýmislegt sér til skemmtunar á Háskóladeginum. Sprengjugengi HÍ er með sýningar í Háskólabíói. Þar sýnir Háskóladansinn líka listir sínar og boðið verður upp á vísindabíó. Vísindasmiðjan verður á sínum stað þannig öll fjölskyldan ætti að geta haft gaman af. Einnig verður hægt að næla sér í axlarnudd og mælingu á blóðþrýstingi. Hjá HR er hægt að setjast upp í bílhermi og kanna viðbragðstímann þegar snjallsími er notaður við akstur, kanna kasthraða og styrk golfsveiflunnar. Boðið verður upp á akstur í loftknúnum bíl og og hægt verður að setja á sig sýndarveruleikagleraugu til þess að athuga hvort fólk sé haldið fælni. Í Listaháskólanum springur reglulega eitthvað út sem tónlistarflutningur og gjörningar og í skoðunarferðum um húsnæðið verða verkstæðin í Laugarnesi skoðuð, vinnurými nemenda og nemendasýningar. Háskóladagurinn mun svo í framhaldi af ofangreindum degi leggja land undir fót og heimsækja átta skóla utan höfuðborgarsvæðisins dagana 7. - 29. mars. Allir eru velkomnir. Háskólarnir sjö eru HA, HÍ, HR, LHÍ, Háskólinn á Bifröst, Landbúnaðarháskólinn og Háskólinn á Hólum. Háskóladagurinn á ferð og flugi 7. mars - Fjölbrautarskóla Suðurnesja 9. mars - Menntaskólanum á Ísafirði 10. mars - Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi 15. mars - Menntaskólanum á Egilsstöðum 16. mars - Menntaskólanum á Akureyri 16. mars - Verkmenntaskólanum á Akureyri 20. mars - Fjölbrautarskóla Vestmannaeyja 29. mars - Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira