Slökkviliðið kortleggur íbúðir í iðnaðarhúsnæði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. febrúar 2017 20:00 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur hafið vinnu við að kortleggja búsetu í iðnaðarhúsnæði á öllu höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðstjóri telur að flestar þær íbúðir sem verði kortlagðar komi til með að uppfylla skilyrði til búsetu. Leiga á íbúðum í iðnaðarhúsnæði hefur vaxið mikið á undanförnum árum með má meðal annars rekja til þennslu á íbúðamarkaði. Frá árinu 2013 hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðinsins ekki haft bolmagn til þess að kortleggja hvar þessar íbúðir eru, en nú verður hins vegar breyting þar á. Umræða um búsetu fólks í iðnaðarhúsnæði skýtur reglulega upp kollinum. Nú síðast þegar eldur kom upp í iðnaðar- og verslunarhúsnæði við Smiðjuveg um miðjan janúar en þá þurfti rúmur tugur íbúa sem í húsinu bjuggu að flýja heimili sitt. Sviðstjóri forvarna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsti áhyggjum sínum í fjölmiðlum á stöðum mála og sagði slökkviliðið ekki hafa bolmagn til þess að kortleggja þessar íbúðir. Nú hafa sveitarfélögin sem standa að Slökkviliði höfuðborgarsvæðinsins óskað eftir því að slökkviliðið vinni úttekt um fjölda þessara íbúða. „Við erum að fara ráðast í þetta verkefni núna. Þetta er reyndar búið að vera á borði slökkviliðsins og stjórn slökkviliðsins lengi. Við kortlögðum þetta 2003, 2010 og 2013 og erum í rauninni að fara ná utan um þetta verkefni á næstu dögum í samstarfi við byggingafulltrúa sveitarfélaganna,“ segir Jón Viðar Matthíassson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Jón Viðar telur að töluverð aukning hafi orðið í búsetu með þessum hætti, en gat ekki svarað hversu mikil frá því síðasta úttekt átti sér stað árið 2013. Hann segir að verkefnið muni taka nokkrar vikur. Jón Viðar segir jafnframt að íbúðir í iðnaðarhúsnæðum séu ekki allar ólöglegar. „Nei alls ekki og mikið af þessum íbúðum eru algjörlega til fyrirmyndar og standast allar kröfur þannig að við erum þá bara að koma til þess að gefa þá þessum íbúum frekari upplýsingar þannig að þeir viti akkúrat sína stöðu,“ sagði Jón Viðar. Jón Viðar telur ekki að aðgerðir slökkviliðsins nú muni auka þennslu í íbúðamarkaði hann telur frekar að húseigendur verði hvattir til lagfæringa. „Það auðvitað getur alltaf komið upp að það þurfi að laga eitthvað og við megum líka hafa það bak við eyrað að stundum er hægt að laga hlutina þannig að þá gefst mönnum tækifæri til þess að laga íbúðina þannig að hún uppfylli kröfur. Eigum við ekki að vona að það verði svona megin hlutinn af íbúðunum að laga eitthvað örlítið. Stóri massinn verður örugglega íbúðir sem uppfylla það sem til þarf. Samkvæmt lögum þá má ekki leigja út rými nema að leggja þá fram breyttar teikningar og fá samþykki hjá byggingafulltrúum, þannig að það er töluverð áhætta sem þeir taka. Þess vegna erum við líka að gera þetta fyrir leigusala en slökkviliðið og sveitarfélögin vilja ná utan um þetta verkefni og vita í raun og veru hversu umfangs mikið það er og það er í rauninni það sem er framundan,“ sagði Jón viðar. Tengdar fréttir Töluverðar skemmdir í eldsvoða á Smiðjuvegi 2 Slökkvistarf á Smiðjuvegi 2 gekk greiðlega en þrátt fyrir það barst reykur inn í fleiri verslanir og því ljóst að um töluverðar skemmdir er að ræða. 15. janúar 2017 09:40 Mikil mildi að ekki hafi farið verr Mildi þykir að ekki hafi orðið stórbruni þegar eldur kom upp í verslunarhúsnæði að Smiðjuvegi í Kópavogi í nótt. 15. janúar 2017 13:28 Fólkið sem flúði brunann bjó í ósamþykktum íbúðum Slökkvilið hafði ekki upplýsingar að búið væri í húsinu. 15. janúar 2017 19:30 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur hafið vinnu við að kortleggja búsetu í iðnaðarhúsnæði á öllu höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðstjóri telur að flestar þær íbúðir sem verði kortlagðar komi til með að uppfylla skilyrði til búsetu. Leiga á íbúðum í iðnaðarhúsnæði hefur vaxið mikið á undanförnum árum með má meðal annars rekja til þennslu á íbúðamarkaði. Frá árinu 2013 hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðinsins ekki haft bolmagn til þess að kortleggja hvar þessar íbúðir eru, en nú verður hins vegar breyting þar á. Umræða um búsetu fólks í iðnaðarhúsnæði skýtur reglulega upp kollinum. Nú síðast þegar eldur kom upp í iðnaðar- og verslunarhúsnæði við Smiðjuveg um miðjan janúar en þá þurfti rúmur tugur íbúa sem í húsinu bjuggu að flýja heimili sitt. Sviðstjóri forvarna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsti áhyggjum sínum í fjölmiðlum á stöðum mála og sagði slökkviliðið ekki hafa bolmagn til þess að kortleggja þessar íbúðir. Nú hafa sveitarfélögin sem standa að Slökkviliði höfuðborgarsvæðinsins óskað eftir því að slökkviliðið vinni úttekt um fjölda þessara íbúða. „Við erum að fara ráðast í þetta verkefni núna. Þetta er reyndar búið að vera á borði slökkviliðsins og stjórn slökkviliðsins lengi. Við kortlögðum þetta 2003, 2010 og 2013 og erum í rauninni að fara ná utan um þetta verkefni á næstu dögum í samstarfi við byggingafulltrúa sveitarfélaganna,“ segir Jón Viðar Matthíassson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Jón Viðar telur að töluverð aukning hafi orðið í búsetu með þessum hætti, en gat ekki svarað hversu mikil frá því síðasta úttekt átti sér stað árið 2013. Hann segir að verkefnið muni taka nokkrar vikur. Jón Viðar segir jafnframt að íbúðir í iðnaðarhúsnæðum séu ekki allar ólöglegar. „Nei alls ekki og mikið af þessum íbúðum eru algjörlega til fyrirmyndar og standast allar kröfur þannig að við erum þá bara að koma til þess að gefa þá þessum íbúum frekari upplýsingar þannig að þeir viti akkúrat sína stöðu,“ sagði Jón Viðar. Jón Viðar telur ekki að aðgerðir slökkviliðsins nú muni auka þennslu í íbúðamarkaði hann telur frekar að húseigendur verði hvattir til lagfæringa. „Það auðvitað getur alltaf komið upp að það þurfi að laga eitthvað og við megum líka hafa það bak við eyrað að stundum er hægt að laga hlutina þannig að þá gefst mönnum tækifæri til þess að laga íbúðina þannig að hún uppfylli kröfur. Eigum við ekki að vona að það verði svona megin hlutinn af íbúðunum að laga eitthvað örlítið. Stóri massinn verður örugglega íbúðir sem uppfylla það sem til þarf. Samkvæmt lögum þá má ekki leigja út rými nema að leggja þá fram breyttar teikningar og fá samþykki hjá byggingafulltrúum, þannig að það er töluverð áhætta sem þeir taka. Þess vegna erum við líka að gera þetta fyrir leigusala en slökkviliðið og sveitarfélögin vilja ná utan um þetta verkefni og vita í raun og veru hversu umfangs mikið það er og það er í rauninni það sem er framundan,“ sagði Jón viðar.
Tengdar fréttir Töluverðar skemmdir í eldsvoða á Smiðjuvegi 2 Slökkvistarf á Smiðjuvegi 2 gekk greiðlega en þrátt fyrir það barst reykur inn í fleiri verslanir og því ljóst að um töluverðar skemmdir er að ræða. 15. janúar 2017 09:40 Mikil mildi að ekki hafi farið verr Mildi þykir að ekki hafi orðið stórbruni þegar eldur kom upp í verslunarhúsnæði að Smiðjuvegi í Kópavogi í nótt. 15. janúar 2017 13:28 Fólkið sem flúði brunann bjó í ósamþykktum íbúðum Slökkvilið hafði ekki upplýsingar að búið væri í húsinu. 15. janúar 2017 19:30 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Sjá meira
Töluverðar skemmdir í eldsvoða á Smiðjuvegi 2 Slökkvistarf á Smiðjuvegi 2 gekk greiðlega en þrátt fyrir það barst reykur inn í fleiri verslanir og því ljóst að um töluverðar skemmdir er að ræða. 15. janúar 2017 09:40
Mikil mildi að ekki hafi farið verr Mildi þykir að ekki hafi orðið stórbruni þegar eldur kom upp í verslunarhúsnæði að Smiðjuvegi í Kópavogi í nótt. 15. janúar 2017 13:28
Fólkið sem flúði brunann bjó í ósamþykktum íbúðum Slökkvilið hafði ekki upplýsingar að búið væri í húsinu. 15. janúar 2017 19:30