Opnaði draumabarinn: "Ég kann að blanda White Russian en það er bara af því ég horfði á Big Lebowski“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 8. ágúst 2017 21:00 Hrólfur og Ólöf standa vaktina á nýja barnum. Òlafur Haukur Kàrason Jón Hrólfur Baldursson, rakarinn á Siglufirði, hefur opnað nýjan bar við hliðina á rakarastofunni sinni, Hrímnir Hár og Skegg. Nafnið á barnum er Kveldúlfur Bjór og Bús en Hrólfur, eins og hann er kallaður, á barinn ásamt konu sinni Ólöfu Kristínu Daníelsdóttur. Hjónin opnuðu barinn nú um Verslunarmannahelgina. Þau auglýstu ekki opnunina en margir mættu og skemmtu sér vel. Hrólfur segist þó, í samtali við Vísi, hafa verið pínu smeykur fyrir opnuninni.Barinn er opinn miđvikudaga og fimmtudaga frà 20:00 - 23:00 og föstudaga og laugardaga frà kl. 20:00 - 01:00.Kveldúlfur„Ég var pínu smeykur. Ég auglýsti ekki neitt og ég bara opnaði og lét það berast. Það var bara mjög fínt að gera og fínt að læra aðeins inn á þetta. Ég kann að blanda White Russian en það er bara af því ég horfði á Big Lebowski ég kann nú ekkert mikið meira. Svo bara spyr maður hvað er í þessu,“ segir Hrólfur og bendir á að þarna eigi að ríkja þægileg stemmning þar sem fólk getur spjallað saman og við barþjóninn ef hann er í góðu skapi.Appelsín með lakkrísröri Fortíðarþráin er við völd á barnum og er þar meðal annars boðið upp á hinn alíslenska og vinsæla drykk appelsín með lakkrísröri. Þá geta þeir sem þyrstir í tærnar bætt við einum góðum slurk af áfengi að eigin vali ofan í nostalgíuna.Kveldúlfur Bjór og Bús opnaði nú um Verslunarmannahelgina við fögnuð bæjarbúa. Þar er hægt að gæða sér á gamla góða appelsíninu og lakkrís.Kveldúlfur Bar og BúsHrólfur hefur lengi reynt að finna hinn fullkomna stað fyrir bar nefnir að hann hafi fyrst fengið hugmynd að því að opna bar, fyrir sautján árum síðan en það verður að teljast nokkuð löng meðganga. Nafnið á barnum og á rakarastofunni kemur úr goðafræðinni og tengist sögu bæjarins.Fortíðarandinn er áberandi inn á barnum.Kveldúlfur„Ég var fyrir sunnan í sautján ár og var með stofu þar og svo fluttum við heim á Sigló fyrir fjórum árum og þá var ég að hugsa um nafn og ég ákvað að tengja þetta við gamla tímann. Hérna voru þessi gömlu síldar og söltunarplön og þessi gömlu fyrirtæki. Hrímnir er tekið frá fyrirtæki sem var hér og Kveldúlfur er nafn sem stendur utan á Síldarminjasafninu. Ég er svo hrifin af þessum gömlu goðafræðisnöfnum og ég er hrifinn af þessu íslenska og gamla. Þetta er til heiðurs gömlu tímunum sem byggðu upp fjörðinn,“ Jón Hrólfur. Eingöngu bar „Ég held að þetta sé eiginlega fyrsti barinn sem er eingöngu bar; ekki með matsölu en þeir eru með vínveitingaleyfi hjá Segul, sem er bar, en það er náttúrulega bjórframleiðsla,“ segir Hrólfur og bendir á að vínveitingaleyfi sé algengt í firðinum og tekur bakaríið sem dæmi en þar er hægt að fá einn kaldann með súkkulaði snúðnum ef fólk hefur áhuga á slíku. Á barnum verður boðið upp á áfengi frá Segli sem og Ölgerðinni. Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Jón Hrólfur Baldursson, rakarinn á Siglufirði, hefur opnað nýjan bar við hliðina á rakarastofunni sinni, Hrímnir Hár og Skegg. Nafnið á barnum er Kveldúlfur Bjór og Bús en Hrólfur, eins og hann er kallaður, á barinn ásamt konu sinni Ólöfu Kristínu Daníelsdóttur. Hjónin opnuðu barinn nú um Verslunarmannahelgina. Þau auglýstu ekki opnunina en margir mættu og skemmtu sér vel. Hrólfur segist þó, í samtali við Vísi, hafa verið pínu smeykur fyrir opnuninni.Barinn er opinn miđvikudaga og fimmtudaga frà 20:00 - 23:00 og föstudaga og laugardaga frà kl. 20:00 - 01:00.Kveldúlfur„Ég var pínu smeykur. Ég auglýsti ekki neitt og ég bara opnaði og lét það berast. Það var bara mjög fínt að gera og fínt að læra aðeins inn á þetta. Ég kann að blanda White Russian en það er bara af því ég horfði á Big Lebowski ég kann nú ekkert mikið meira. Svo bara spyr maður hvað er í þessu,“ segir Hrólfur og bendir á að þarna eigi að ríkja þægileg stemmning þar sem fólk getur spjallað saman og við barþjóninn ef hann er í góðu skapi.Appelsín með lakkrísröri Fortíðarþráin er við völd á barnum og er þar meðal annars boðið upp á hinn alíslenska og vinsæla drykk appelsín með lakkrísröri. Þá geta þeir sem þyrstir í tærnar bætt við einum góðum slurk af áfengi að eigin vali ofan í nostalgíuna.Kveldúlfur Bjór og Bús opnaði nú um Verslunarmannahelgina við fögnuð bæjarbúa. Þar er hægt að gæða sér á gamla góða appelsíninu og lakkrís.Kveldúlfur Bar og BúsHrólfur hefur lengi reynt að finna hinn fullkomna stað fyrir bar nefnir að hann hafi fyrst fengið hugmynd að því að opna bar, fyrir sautján árum síðan en það verður að teljast nokkuð löng meðganga. Nafnið á barnum og á rakarastofunni kemur úr goðafræðinni og tengist sögu bæjarins.Fortíðarandinn er áberandi inn á barnum.Kveldúlfur„Ég var fyrir sunnan í sautján ár og var með stofu þar og svo fluttum við heim á Sigló fyrir fjórum árum og þá var ég að hugsa um nafn og ég ákvað að tengja þetta við gamla tímann. Hérna voru þessi gömlu síldar og söltunarplön og þessi gömlu fyrirtæki. Hrímnir er tekið frá fyrirtæki sem var hér og Kveldúlfur er nafn sem stendur utan á Síldarminjasafninu. Ég er svo hrifin af þessum gömlu goðafræðisnöfnum og ég er hrifinn af þessu íslenska og gamla. Þetta er til heiðurs gömlu tímunum sem byggðu upp fjörðinn,“ Jón Hrólfur. Eingöngu bar „Ég held að þetta sé eiginlega fyrsti barinn sem er eingöngu bar; ekki með matsölu en þeir eru með vínveitingaleyfi hjá Segul, sem er bar, en það er náttúrulega bjórframleiðsla,“ segir Hrólfur og bendir á að vínveitingaleyfi sé algengt í firðinum og tekur bakaríið sem dæmi en þar er hægt að fá einn kaldann með súkkulaði snúðnum ef fólk hefur áhuga á slíku. Á barnum verður boðið upp á áfengi frá Segli sem og Ölgerðinni.
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira