Erlent

Mike Pence: „Lífið hefur sigrað aftur í Ameríku“

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Mike Pence í ræðustóli í Lífsgöngunni.
Mike Pence í ræðustóli í Lífsgöngunni. Vísir/AFP
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hélt ræðu á Lífsgöngunni eða March for Life sem haldin hefur verið í Washington í meira en fjóra áratugi og var hann glaður í bragði þegar hann lýsti því yfir að „lífið hefur sigrað aftur í Ameríku“. AP greinir frá.

Í göngunni kom saman fólk sem er á móti fóstureyðingum og telur fóstrið eiga sín réttindi til lífs. Andrúmsloft Lífsgöngunnar var ólíkt því sem hefur verið undanfarin ár. Fjöldi manns var saman kominn og stuðningurinn var gífurlegur.

Málefni  fóstureyðinga hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga í Bandaríkjunum enda var Trump yfirlýsingaglaður í kosningabaráttu sinni hvað þessi málefni varðar. Eitt af fyrstu verkum Trumps sem forsetann var að gefa út tilskipun þess efnis að banna fjárhagslega aðstoð til erlendra heilbrigðisaðila sem veita konum upplýsingar um fóstureyðingar og framkvæma þær.

Svo virðist sem bandaríska þjóðin sé klofin hvað þetta málefni varðar. Síðasta Gallup könnun sýndi að 47 prósent Bandaríkjamanna segjast styðja fóstureyðingar á meðan að 46 prósent eru á móti þeim . Einnig kemur þar fram að 79 prósent telja að fóstureyðingar eigi að vera löglegar að einhverju ef ekki öllu leyti.

Ræðu Mike Pence má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Trump lætur til sín taka á fyrstu dögum í embætti

Donald Trump hefur tekið sín fyrstu skref sem forseti Bandaríkjanna með því að undirrita tilskipun sem miðar að því að endurskilgreina og endurgera heilbrigðsstefnu Bandaríkjanna sem einnig gengur undir nafninu Obamacare.

Trump kemur í veg fyrir fjárframlög til fóstureyðinga

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur skrifað undir tilskipun, sem kemur í veg fyrir að alþjóðleg samtök fái fjármagn frá alríkisstjórninni, ef þau framkvæma eða styðja með einhverjum hætti fóstureyðingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×