Ólína: Steingrímur gekk á bak orða sinna og klúðraði sjávarútvegsmálunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2017 10:40 Ólína Þorvarðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, segir Steingrím J. Sigfússon, fjármála- og sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, hafa gengið á bak orða sinna um breytingar á kvótakerfinu. Hann hafi lofað, í vitna viðurvist, að stefna að innköllun aflaheimilda og bjóða þær út á opnum markaði en degi síðar horfið frá þeim áforum. Í kjölfarið hafi málið „fokkast upp,“ eins og Ólína orðar það. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Ólínu í héraðsblaðinu Vesturlandi sem kom út í vikunni. Þar lítur hún um öxl og gerir upp þátttöku sína í stjórnmálum en Ólína var stjórnarliði í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur á árunum 2009-2013. Hún segir að stjórnarflokkarnir, Samfylking og Vinstri græn, hafi tekið að sér alltof stórt verkefni, að endurreisa íslenskt efnahagslíf eftir hrun bankanna árið 2008. „Hreinsunarstarfið fór mjög illa með flokkinn,“ segir Ólína og vísar til fylgishruns Samfylkingarinnar. Þá hafi breytingar á þremur stórum málaflokkum sem flokkurinn vann að á hrunárunum; Evrópu- sjávarútvegs og stjórnarskrármálin, einnig runnið út í sandinn sem drógu úr trúðverðugleika flokksins. Hún furðar sig á því af hverju hinn stjórnarflokkurinn hafi ekki hlotið sambærilega útreið. „VG hélt nú til dæmis utan um sjávarútvegsmálin og klúðraði þeim. Fór mjög illa að ráði sínu og lempaðist að lokum á það að gera engar breytingar á sjálfu kerfinu heldur fara út í að setja veiðileyfagjöld í staðinn,“ segir Ólína. Hún segist sannfærð um að ráðlegra hefði verið að innkalla hluta aflaheimilda, eins og hún hafi sjálf barist fyrir, en hún sat m.a. í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd og atvinnuveganefnd. Þáverandi sjávarútvegsráðherra hafi heitið því að fara þá leið - en gengð á bak orða sinna degi síðar. „Þetta var það sem ég lagði til sem síðustu nauðvörn í þessum málum á þeim tíma sem til stóð að gera breytingar á kvótakerfinu. Steingrímur var búinn að lofa mér að gera þetta. Það gerði hann í vitna viðurviðst inni á þingflokksfundi Samfylkingarinnar. Daginn eftir stóð það ekki lengur. Það hefur einhver heimsótt hann í millitíðinni. Eftir þetta fokkaðist málið allt upp. Það var farin sú leið að setja einungis á veiðigjöld sem auðvitað fela ekki í sér neina kerfisbreytingu. Svo þegar ný ríkisstjórn tók við þá var það fyrsta sem hún gerði að lækka þau. Þetta leiddi í ljós að hagsmunaaðilarnir og útgerðin á sína fulltrúa á þingi og í öllum stjórnmálaflokkum“ segir Ólína í viðtalinu sem nálgast má hér. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, segir Steingrím J. Sigfússon, fjármála- og sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, hafa gengið á bak orða sinna um breytingar á kvótakerfinu. Hann hafi lofað, í vitna viðurvist, að stefna að innköllun aflaheimilda og bjóða þær út á opnum markaði en degi síðar horfið frá þeim áforum. Í kjölfarið hafi málið „fokkast upp,“ eins og Ólína orðar það. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Ólínu í héraðsblaðinu Vesturlandi sem kom út í vikunni. Þar lítur hún um öxl og gerir upp þátttöku sína í stjórnmálum en Ólína var stjórnarliði í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur á árunum 2009-2013. Hún segir að stjórnarflokkarnir, Samfylking og Vinstri græn, hafi tekið að sér alltof stórt verkefni, að endurreisa íslenskt efnahagslíf eftir hrun bankanna árið 2008. „Hreinsunarstarfið fór mjög illa með flokkinn,“ segir Ólína og vísar til fylgishruns Samfylkingarinnar. Þá hafi breytingar á þremur stórum málaflokkum sem flokkurinn vann að á hrunárunum; Evrópu- sjávarútvegs og stjórnarskrármálin, einnig runnið út í sandinn sem drógu úr trúðverðugleika flokksins. Hún furðar sig á því af hverju hinn stjórnarflokkurinn hafi ekki hlotið sambærilega útreið. „VG hélt nú til dæmis utan um sjávarútvegsmálin og klúðraði þeim. Fór mjög illa að ráði sínu og lempaðist að lokum á það að gera engar breytingar á sjálfu kerfinu heldur fara út í að setja veiðileyfagjöld í staðinn,“ segir Ólína. Hún segist sannfærð um að ráðlegra hefði verið að innkalla hluta aflaheimilda, eins og hún hafi sjálf barist fyrir, en hún sat m.a. í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd og atvinnuveganefnd. Þáverandi sjávarútvegsráðherra hafi heitið því að fara þá leið - en gengð á bak orða sinna degi síðar. „Þetta var það sem ég lagði til sem síðustu nauðvörn í þessum málum á þeim tíma sem til stóð að gera breytingar á kvótakerfinu. Steingrímur var búinn að lofa mér að gera þetta. Það gerði hann í vitna viðurviðst inni á þingflokksfundi Samfylkingarinnar. Daginn eftir stóð það ekki lengur. Það hefur einhver heimsótt hann í millitíðinni. Eftir þetta fokkaðist málið allt upp. Það var farin sú leið að setja einungis á veiðigjöld sem auðvitað fela ekki í sér neina kerfisbreytingu. Svo þegar ný ríkisstjórn tók við þá var það fyrsta sem hún gerði að lækka þau. Þetta leiddi í ljós að hagsmunaaðilarnir og útgerðin á sína fulltrúa á þingi og í öllum stjórnmálaflokkum“ segir Ólína í viðtalinu sem nálgast má hér.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira