Ólína: Steingrímur gekk á bak orða sinna og klúðraði sjávarútvegsmálunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2017 10:40 Ólína Þorvarðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, segir Steingrím J. Sigfússon, fjármála- og sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, hafa gengið á bak orða sinna um breytingar á kvótakerfinu. Hann hafi lofað, í vitna viðurvist, að stefna að innköllun aflaheimilda og bjóða þær út á opnum markaði en degi síðar horfið frá þeim áforum. Í kjölfarið hafi málið „fokkast upp,“ eins og Ólína orðar það. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Ólínu í héraðsblaðinu Vesturlandi sem kom út í vikunni. Þar lítur hún um öxl og gerir upp þátttöku sína í stjórnmálum en Ólína var stjórnarliði í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur á árunum 2009-2013. Hún segir að stjórnarflokkarnir, Samfylking og Vinstri græn, hafi tekið að sér alltof stórt verkefni, að endurreisa íslenskt efnahagslíf eftir hrun bankanna árið 2008. „Hreinsunarstarfið fór mjög illa með flokkinn,“ segir Ólína og vísar til fylgishruns Samfylkingarinnar. Þá hafi breytingar á þremur stórum málaflokkum sem flokkurinn vann að á hrunárunum; Evrópu- sjávarútvegs og stjórnarskrármálin, einnig runnið út í sandinn sem drógu úr trúðverðugleika flokksins. Hún furðar sig á því af hverju hinn stjórnarflokkurinn hafi ekki hlotið sambærilega útreið. „VG hélt nú til dæmis utan um sjávarútvegsmálin og klúðraði þeim. Fór mjög illa að ráði sínu og lempaðist að lokum á það að gera engar breytingar á sjálfu kerfinu heldur fara út í að setja veiðileyfagjöld í staðinn,“ segir Ólína. Hún segist sannfærð um að ráðlegra hefði verið að innkalla hluta aflaheimilda, eins og hún hafi sjálf barist fyrir, en hún sat m.a. í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd og atvinnuveganefnd. Þáverandi sjávarútvegsráðherra hafi heitið því að fara þá leið - en gengð á bak orða sinna degi síðar. „Þetta var það sem ég lagði til sem síðustu nauðvörn í þessum málum á þeim tíma sem til stóð að gera breytingar á kvótakerfinu. Steingrímur var búinn að lofa mér að gera þetta. Það gerði hann í vitna viðurviðst inni á þingflokksfundi Samfylkingarinnar. Daginn eftir stóð það ekki lengur. Það hefur einhver heimsótt hann í millitíðinni. Eftir þetta fokkaðist málið allt upp. Það var farin sú leið að setja einungis á veiðigjöld sem auðvitað fela ekki í sér neina kerfisbreytingu. Svo þegar ný ríkisstjórn tók við þá var það fyrsta sem hún gerði að lækka þau. Þetta leiddi í ljós að hagsmunaaðilarnir og útgerðin á sína fulltrúa á þingi og í öllum stjórnmálaflokkum“ segir Ólína í viðtalinu sem nálgast má hér. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, segir Steingrím J. Sigfússon, fjármála- og sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, hafa gengið á bak orða sinna um breytingar á kvótakerfinu. Hann hafi lofað, í vitna viðurvist, að stefna að innköllun aflaheimilda og bjóða þær út á opnum markaði en degi síðar horfið frá þeim áforum. Í kjölfarið hafi málið „fokkast upp,“ eins og Ólína orðar það. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Ólínu í héraðsblaðinu Vesturlandi sem kom út í vikunni. Þar lítur hún um öxl og gerir upp þátttöku sína í stjórnmálum en Ólína var stjórnarliði í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur á árunum 2009-2013. Hún segir að stjórnarflokkarnir, Samfylking og Vinstri græn, hafi tekið að sér alltof stórt verkefni, að endurreisa íslenskt efnahagslíf eftir hrun bankanna árið 2008. „Hreinsunarstarfið fór mjög illa með flokkinn,“ segir Ólína og vísar til fylgishruns Samfylkingarinnar. Þá hafi breytingar á þremur stórum málaflokkum sem flokkurinn vann að á hrunárunum; Evrópu- sjávarútvegs og stjórnarskrármálin, einnig runnið út í sandinn sem drógu úr trúðverðugleika flokksins. Hún furðar sig á því af hverju hinn stjórnarflokkurinn hafi ekki hlotið sambærilega útreið. „VG hélt nú til dæmis utan um sjávarútvegsmálin og klúðraði þeim. Fór mjög illa að ráði sínu og lempaðist að lokum á það að gera engar breytingar á sjálfu kerfinu heldur fara út í að setja veiðileyfagjöld í staðinn,“ segir Ólína. Hún segist sannfærð um að ráðlegra hefði verið að innkalla hluta aflaheimilda, eins og hún hafi sjálf barist fyrir, en hún sat m.a. í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd og atvinnuveganefnd. Þáverandi sjávarútvegsráðherra hafi heitið því að fara þá leið - en gengð á bak orða sinna degi síðar. „Þetta var það sem ég lagði til sem síðustu nauðvörn í þessum málum á þeim tíma sem til stóð að gera breytingar á kvótakerfinu. Steingrímur var búinn að lofa mér að gera þetta. Það gerði hann í vitna viðurviðst inni á þingflokksfundi Samfylkingarinnar. Daginn eftir stóð það ekki lengur. Það hefur einhver heimsótt hann í millitíðinni. Eftir þetta fokkaðist málið allt upp. Það var farin sú leið að setja einungis á veiðigjöld sem auðvitað fela ekki í sér neina kerfisbreytingu. Svo þegar ný ríkisstjórn tók við þá var það fyrsta sem hún gerði að lækka þau. Þetta leiddi í ljós að hagsmunaaðilarnir og útgerðin á sína fulltrúa á þingi og í öllum stjórnmálaflokkum“ segir Ólína í viðtalinu sem nálgast má hér.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira