Megum ekki oftúlka niðurstöður um gæði heilbrigðiskerfisins Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. maí 2017 13:17 Vísir/Vilhelm Landlæknir er ósammála formanni Læknafélags Reykjavíkur um að Íslendingar hafi talað heilbrigðiskerfið niður en Ísland er með annað besta heilbrigðiskerfi í heimi samkvæmt alþjóðlegri rannsókn sem birt var nýlega. Hann segir að þess verði gætt að niðurstöður rannsókna séu ekki oftúlkaðar.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag sagði Arna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags Reykjavíkur að miðað við niðurstöður alþjóðlegrar skýrslu, þar sem fram kemur að heilbrigðiskerfið á Íslandi væri það næst besta í heiminum, bendi allt til þess að Íslendingar hafi talað heilbrigðiskerfið niður og gleymt því hversu gott það sé. Birgir Jakobsson, landlæknir tekur ekki undir orð formanns læknafélagsins.Sjá einnig: Íslenska heilbrigðiskerfið metið það næst besta í heimi „Ég er ekki sammála því að við höfum verið að tala niður kerfið. Við höfum verið að tala um allt aðra hluti en verið er að tala um í þessari grein. Í þessari grein er verið að bera saman löndin hvað varðar sjúkdóma sem eru raunverulega, að verulegu leyti, til ekki lengur til á Íslandi, þ.e.a.s. við höfum náð verulegum árangri í ungabarnaeftirliti og nýburalækningum og mæðravernd. Bólusetningaverkefni þýða það að sýkingasjúkdómar eru ekki til á Íslandi, berklar eru nánast horfnir og svo framvegis,“ segir Birgir og bendir á að fyrir því séu margar ástæður - „ og heilbrigðiskerfið á sinn þátt í því. Það eru aðrir þættir sem eiga líka verulegan þátt, eins og breyttur lífstíll, minni reykingar, aukin hreyfing, betri efnahagur o.s. frv. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við séum að draga réttar ályktanir af svona rannsóknum,“ segir Birgir.Rétt að passa sig á oftúlkun Niðurstöður rannsóknarinnar voru birt í vikunni í hinu virta læknatímariti The Lancet en í henni voru heilbrigðiskerfi 195 landa borin saman. Í rannsókninni var heilbrigðisvísitala landanna reiknuð út frá gæðum og aðgengi með tilliti til ótímabærra dauðsfalla þeirra sem eru 75 ára og yngri. „Ég held að maður verði að passa sig á því að oftúlka ekki svona niðurstöður og halda að allt sé gott. Allar þjóðir sem eru ofarlega á þessum skala, í þessari grein, eru líka að ræða vandamálin í sínu heilbrigðiskerfi. Þannig að það er enginn búinn að finna þetta fullkomna kerfi,“ segir Birgir Jakobsson, landlæknir. Tengdar fréttir Íslenska heilbrigðiskerfið metið það næst besta í heimi Formaður læknafélags Reykjavíkur segir að niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar skýrslu þar sem íslenska heilbrigðiskerfið er metið það næst besta í heimi, bendi til þess að Íslendingar hafi talað heilbrigðiskerfið niður og gleymt því hvað það sé gott. 25. maí 2017 21:57 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Landlæknir er ósammála formanni Læknafélags Reykjavíkur um að Íslendingar hafi talað heilbrigðiskerfið niður en Ísland er með annað besta heilbrigðiskerfi í heimi samkvæmt alþjóðlegri rannsókn sem birt var nýlega. Hann segir að þess verði gætt að niðurstöður rannsókna séu ekki oftúlkaðar.Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag sagði Arna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags Reykjavíkur að miðað við niðurstöður alþjóðlegrar skýrslu, þar sem fram kemur að heilbrigðiskerfið á Íslandi væri það næst besta í heiminum, bendi allt til þess að Íslendingar hafi talað heilbrigðiskerfið niður og gleymt því hversu gott það sé. Birgir Jakobsson, landlæknir tekur ekki undir orð formanns læknafélagsins.Sjá einnig: Íslenska heilbrigðiskerfið metið það næst besta í heimi „Ég er ekki sammála því að við höfum verið að tala niður kerfið. Við höfum verið að tala um allt aðra hluti en verið er að tala um í þessari grein. Í þessari grein er verið að bera saman löndin hvað varðar sjúkdóma sem eru raunverulega, að verulegu leyti, til ekki lengur til á Íslandi, þ.e.a.s. við höfum náð verulegum árangri í ungabarnaeftirliti og nýburalækningum og mæðravernd. Bólusetningaverkefni þýða það að sýkingasjúkdómar eru ekki til á Íslandi, berklar eru nánast horfnir og svo framvegis,“ segir Birgir og bendir á að fyrir því séu margar ástæður - „ og heilbrigðiskerfið á sinn þátt í því. Það eru aðrir þættir sem eiga líka verulegan þátt, eins og breyttur lífstíll, minni reykingar, aukin hreyfing, betri efnahagur o.s. frv. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við séum að draga réttar ályktanir af svona rannsóknum,“ segir Birgir.Rétt að passa sig á oftúlkun Niðurstöður rannsóknarinnar voru birt í vikunni í hinu virta læknatímariti The Lancet en í henni voru heilbrigðiskerfi 195 landa borin saman. Í rannsókninni var heilbrigðisvísitala landanna reiknuð út frá gæðum og aðgengi með tilliti til ótímabærra dauðsfalla þeirra sem eru 75 ára og yngri. „Ég held að maður verði að passa sig á því að oftúlka ekki svona niðurstöður og halda að allt sé gott. Allar þjóðir sem eru ofarlega á þessum skala, í þessari grein, eru líka að ræða vandamálin í sínu heilbrigðiskerfi. Þannig að það er enginn búinn að finna þetta fullkomna kerfi,“ segir Birgir Jakobsson, landlæknir.
Tengdar fréttir Íslenska heilbrigðiskerfið metið það næst besta í heimi Formaður læknafélags Reykjavíkur segir að niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar skýrslu þar sem íslenska heilbrigðiskerfið er metið það næst besta í heimi, bendi til þess að Íslendingar hafi talað heilbrigðiskerfið niður og gleymt því hvað það sé gott. 25. maí 2017 21:57 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Íslenska heilbrigðiskerfið metið það næst besta í heimi Formaður læknafélags Reykjavíkur segir að niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar skýrslu þar sem íslenska heilbrigðiskerfið er metið það næst besta í heimi, bendi til þess að Íslendingar hafi talað heilbrigðiskerfið niður og gleymt því hvað það sé gott. 25. maí 2017 21:57