Íslenska heilbrigðiskerfið metið það næst besta í heimi Ásgeir Erlendsson og Birgir Olgeirsson skrifa 25. maí 2017 21:57 Formaður læknafélags Reykjavíkur segir að niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar skýrslu, þar sem íslenska heilbrigðiskerfið er metið það næst besta í heimi, bendi til þess að Íslendingar hafi talað heilbrigðiskerfið niður og gleymt því hvað það sé gott. Mikill árangur hafi náðst í fækkun dauðsfalla vegna kransæðasjúkdóma en betur megi standa að geðheilbrigðismálum. Rannsóknin var birt í vikunni í hinu virta læknatímariti The Lancet en í henni voru heilbrigðiskerfi 195 landa borin saman. Í rannsókninni var heilbrigðisvísitala landanna reiknuð út frá gæðum og aðgengi með tilliti til ótímabærra dauðsfalla þeirra sem eru 75 ára og yngri. Arna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags Reykjavíkur, hefur kynnt sér rannsóknina á undanförnum dögum. „Við búum við afar gott heilbrigðiskerfi á Íslandi og eftir því sem efnahagur okkar batnaði þá náðum við að halda heilbrigðiskerfinu á pari við það besta í heimi,“ segir Arna. Samkvæmt rannsókninni er Andorra með besta heilbrigðiskerfið en fast á hæla þess kemur Ísland með 94 stig af hundrað og Sviss í þriðja sæti. Þar á eftir koma Svíþjóð og Noregur en athygli vekur að Danmörk situr í 24. sæti og Bandaríki í því þrítugasta og fimmta.„Höfum talað kerfið okkar niður“ Erum við kannski búin að vera of dramatísk í þá átt að hér sé allt hræðilegt? „Já, það hefur lengi verið mín skoðun. Við höfum svolítið gleymt því hvað við búum við ofboðsleg gott og fjölbreytt kerfi. Við höfum gott aðgengi til dæmis að sérfræði læknum og það er sennilega stór faktor í þessu að aðgengi að góðri, topp læknaþjónustu, er mjög gott og við höfum talað kerfið okkar niður,“ segir Arna. Landlæknir sagði heilbrigðiskerfið vera á rangri leið í pistli sem hann skrifaði á vef landlæknisembættisins fyrir ári og undir þau orð tók Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Landlæknir sagði sömuleiðis að kerfið væri verulega brotakennt í Víglínunni í febrúar. Arna segir margt mjög jákvætt vera að finna í rannsókninni. Ótímabærum dauðsföllum vegna kransæðasjúkdóma hafi til dæmis fækkað um 80 prósent á undanförnum 25 árum. En passa verði upp á að aðgengi að heilsugæslu verði áfram gott. „Ég held að það hafi kannski dalað hjá okkur að undanförnu. Við þurfum að passa að aðgengi að góðri heilsugæslu sé gott en jafnframt um leið að skerða ekki aðgengi að stofulæknum.“Vantar ýmislegt í skýrsluna Páll Matthíasson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann sé ekki sammála því að Íslendingar hafi talað heilbrigðiskerfið niður. „Þessi grein er góðra gjalda verð, en hún ber ekki saman heilbrigðiskerfi. Hún ber saman fyrst og fremst dánartíðni vegna sjúkdóma sem er hægt að koma í veg fyrir. Það er frábært að við stöndum okkur vel þar og ég tel að gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé þar á meðal. En að öðru leyti vantar ýmislegt í þetta, þarna er ekki fjallað um geðsjúkdóma og þjónustu við aldraða og svo framvegis. Það sem þessi grein sýnir er að við höfum verið að gera marga frábæra hluti,“ sagði Páll. Hann benti á skýrslu fjárlaganefndar og velferðarráðuneytisins ,sem McKinsey-ráðgjafafyrirtækið vann í fyrra, en þar kemur fram að ýmislegt megi laga þegar kemur að heilbrigðiskerfinu hér á landi. „Það þarf að bæta stefnumörkun, Landspítalinn er fjármagnaður fyrir 50 prósent minna fé en sambærileg sjúkrahús í Svíþjóð. Að auki er talað um að það sé vandamál hvernig fjármögnun er í kerfinu. Landspítalinn er á föstum fjárlögum á meðan greitt er fyrir hvert læknisverk á einkastofum út í bæ og það skekki kerfið og sé ósamræmi í því. McKinsey-skýrslan kallar á að það sé lagað,“ sagði Páll. Hann sagðist ekki sjá ósamræmi í því að rætt sé um hvernig megi bæta kerfið á sama tíma og því sé fagnað sem vel er gert. „Okkar kerfi, þar á meðal Landspítalann er að ná ótrúlegum árangri og langt umfram það sem búast mætti við miðað við fjármögnun.“ Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
Formaður læknafélags Reykjavíkur segir að niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar skýrslu, þar sem íslenska heilbrigðiskerfið er metið það næst besta í heimi, bendi til þess að Íslendingar hafi talað heilbrigðiskerfið niður og gleymt því hvað það sé gott. Mikill árangur hafi náðst í fækkun dauðsfalla vegna kransæðasjúkdóma en betur megi standa að geðheilbrigðismálum. Rannsóknin var birt í vikunni í hinu virta læknatímariti The Lancet en í henni voru heilbrigðiskerfi 195 landa borin saman. Í rannsókninni var heilbrigðisvísitala landanna reiknuð út frá gæðum og aðgengi með tilliti til ótímabærra dauðsfalla þeirra sem eru 75 ára og yngri. Arna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags Reykjavíkur, hefur kynnt sér rannsóknina á undanförnum dögum. „Við búum við afar gott heilbrigðiskerfi á Íslandi og eftir því sem efnahagur okkar batnaði þá náðum við að halda heilbrigðiskerfinu á pari við það besta í heimi,“ segir Arna. Samkvæmt rannsókninni er Andorra með besta heilbrigðiskerfið en fast á hæla þess kemur Ísland með 94 stig af hundrað og Sviss í þriðja sæti. Þar á eftir koma Svíþjóð og Noregur en athygli vekur að Danmörk situr í 24. sæti og Bandaríki í því þrítugasta og fimmta.„Höfum talað kerfið okkar niður“ Erum við kannski búin að vera of dramatísk í þá átt að hér sé allt hræðilegt? „Já, það hefur lengi verið mín skoðun. Við höfum svolítið gleymt því hvað við búum við ofboðsleg gott og fjölbreytt kerfi. Við höfum gott aðgengi til dæmis að sérfræði læknum og það er sennilega stór faktor í þessu að aðgengi að góðri, topp læknaþjónustu, er mjög gott og við höfum talað kerfið okkar niður,“ segir Arna. Landlæknir sagði heilbrigðiskerfið vera á rangri leið í pistli sem hann skrifaði á vef landlæknisembættisins fyrir ári og undir þau orð tók Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Landlæknir sagði sömuleiðis að kerfið væri verulega brotakennt í Víglínunni í febrúar. Arna segir margt mjög jákvætt vera að finna í rannsókninni. Ótímabærum dauðsföllum vegna kransæðasjúkdóma hafi til dæmis fækkað um 80 prósent á undanförnum 25 árum. En passa verði upp á að aðgengi að heilsugæslu verði áfram gott. „Ég held að það hafi kannski dalað hjá okkur að undanförnu. Við þurfum að passa að aðgengi að góðri heilsugæslu sé gott en jafnframt um leið að skerða ekki aðgengi að stofulæknum.“Vantar ýmislegt í skýrsluna Páll Matthíasson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann sé ekki sammála því að Íslendingar hafi talað heilbrigðiskerfið niður. „Þessi grein er góðra gjalda verð, en hún ber ekki saman heilbrigðiskerfi. Hún ber saman fyrst og fremst dánartíðni vegna sjúkdóma sem er hægt að koma í veg fyrir. Það er frábært að við stöndum okkur vel þar og ég tel að gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé þar á meðal. En að öðru leyti vantar ýmislegt í þetta, þarna er ekki fjallað um geðsjúkdóma og þjónustu við aldraða og svo framvegis. Það sem þessi grein sýnir er að við höfum verið að gera marga frábæra hluti,“ sagði Páll. Hann benti á skýrslu fjárlaganefndar og velferðarráðuneytisins ,sem McKinsey-ráðgjafafyrirtækið vann í fyrra, en þar kemur fram að ýmislegt megi laga þegar kemur að heilbrigðiskerfinu hér á landi. „Það þarf að bæta stefnumörkun, Landspítalinn er fjármagnaður fyrir 50 prósent minna fé en sambærileg sjúkrahús í Svíþjóð. Að auki er talað um að það sé vandamál hvernig fjármögnun er í kerfinu. Landspítalinn er á föstum fjárlögum á meðan greitt er fyrir hvert læknisverk á einkastofum út í bæ og það skekki kerfið og sé ósamræmi í því. McKinsey-skýrslan kallar á að það sé lagað,“ sagði Páll. Hann sagðist ekki sjá ósamræmi í því að rætt sé um hvernig megi bæta kerfið á sama tíma og því sé fagnað sem vel er gert. „Okkar kerfi, þar á meðal Landspítalann er að ná ótrúlegum árangri og langt umfram það sem búast mætti við miðað við fjármögnun.“
Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira