Prestur innflytjenda glímdi við þunglyndi vegna fjölda hælisleitenda sem var vísað úr landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. janúar 2017 20:15 Prestur innflytjenda segist hafa glímt við þunglyndi í desember vegna fjölda hælisleitenda sem var vísað úr landi. Hann átti í erfiðleikum með að fara á fætur og bar kvíðboga fyrir deginum. Toshiki Toma er frá Japan og hefur búið á Íslandi í um 25 ár. Hann starfar sem prestur innflytjenda hjá þjóðkirkjunni og hefur starfað náið með hælisleitendum og flóttamönnum. Toma er með bænastundir einu sinni í viku fyrir þann hóp og hefur kynnst mörgum hælisleitendum vel í gegn um starfið. Í gær setti Toma færslu á Facebook sem vakti nokkra athygli en þar lýsti hann þunglyndi sem hann hefur glímt við undanfarið. Hann hafi upplifað erfiða tíma og telur hann ástæðuna vera hve mörgum af þeim hælisleitendum sem hann hefur kynnst í gegn um starf sitt hafi verið vísað úr landi. „Fyrst og fremst var þetta mjög erfitt á morgnana. Ég vakna klukkan átta en vildi ekki fara á fætur. Ég vildi ekki hugsa hvað ég þyrfti að gera þann daginn. Ástæður þess að mér leið illa eru að ég sinni bænastund með flóttafólki eða hælisleitendum og þetta er smá hópur, samtals kannski 30-40. Níu manneskjur úr hópnum bíða eftir brottvísun,“ segir Toma. Hann útskýrir að það sé erfiðast að geta lítið gert til að hjálpa þeim hælisleitendum sem synjað hefur verið um hæli. „Fyrir hælisleitenda er þetta mál upp á líf eða dauða og það er mjög erfitt. Erfiðleikar hjá honum eru mikið stærri en ég get ímyndað mér. En þetta eru líka erfiðleikar fyrir mig,“ segir Toma. Toma fékk mikið af hlýjum kveðjum eftir facebookfærsluna en hann hefur náð góðum bata. „Ég er mjög þakklátur en þetta er meira en ég bjóst við og ég er svolítið hissa.“ Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Prestur innflytjenda segist hafa glímt við þunglyndi í desember vegna fjölda hælisleitenda sem var vísað úr landi. Hann átti í erfiðleikum með að fara á fætur og bar kvíðboga fyrir deginum. Toshiki Toma er frá Japan og hefur búið á Íslandi í um 25 ár. Hann starfar sem prestur innflytjenda hjá þjóðkirkjunni og hefur starfað náið með hælisleitendum og flóttamönnum. Toma er með bænastundir einu sinni í viku fyrir þann hóp og hefur kynnst mörgum hælisleitendum vel í gegn um starfið. Í gær setti Toma færslu á Facebook sem vakti nokkra athygli en þar lýsti hann þunglyndi sem hann hefur glímt við undanfarið. Hann hafi upplifað erfiða tíma og telur hann ástæðuna vera hve mörgum af þeim hælisleitendum sem hann hefur kynnst í gegn um starf sitt hafi verið vísað úr landi. „Fyrst og fremst var þetta mjög erfitt á morgnana. Ég vakna klukkan átta en vildi ekki fara á fætur. Ég vildi ekki hugsa hvað ég þyrfti að gera þann daginn. Ástæður þess að mér leið illa eru að ég sinni bænastund með flóttafólki eða hælisleitendum og þetta er smá hópur, samtals kannski 30-40. Níu manneskjur úr hópnum bíða eftir brottvísun,“ segir Toma. Hann útskýrir að það sé erfiðast að geta lítið gert til að hjálpa þeim hælisleitendum sem synjað hefur verið um hæli. „Fyrir hælisleitenda er þetta mál upp á líf eða dauða og það er mjög erfitt. Erfiðleikar hjá honum eru mikið stærri en ég get ímyndað mér. En þetta eru líka erfiðleikar fyrir mig,“ segir Toma. Toma fékk mikið af hlýjum kveðjum eftir facebookfærsluna en hann hefur náð góðum bata. „Ég er mjög þakklátur en þetta er meira en ég bjóst við og ég er svolítið hissa.“
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira