„Þeir sem fljúga og eru að vinna við slíka iðju verða fyrir meiri geislun en þeir sem vinna í kjarnorkuveri“ Birgir Olgeirsson skrifar 7. febrúar 2017 14:32 „Þeir sem fljúga og eru að vinna við slíka iðju verða fyrir meiri geislun en þeir sem vinna í kjarnorkuveri eða vinna í röntgendeildum spítala,“ sagði Teitur Guðmundsson læknir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi Teitur þá geimgeislun sem áhafnir og farþegar flugvéla verða fyrir háloftum. „Þetta er ekkert stórvægilegt en það er samt sem áður þannig að þeir sem eru að fljúga verða fyrir meiri geimgeislun,“ sagði Teitur sem útskýrði að geimgeislun er jónandi geislun sem mannfólkið verður fyrir og eftir því sem lengra er farið frá jörðinni eykst magn þessara geisla. Í kjarnorkuverum og á röntgendeildum er starfsfólk varðara fyrir slíkri geislun en flugstarfsfólk. Geislarnir geta breytt og ýtt rafeindum líkamans til, geta skemmt erfðaefni og hafa áhrif á krabbameinsmyndun. „Þar eru áhyggjurnar og þess vegna erum við að velta þessu fyrir okkur. Við verðum fyrir ákveðinni geimgeislun, eða geislun, líka á jörðu niðri en hún er umtalsvert minni heldur en það að vera upp i í loftinu í 35 þúsund fetum,“ sagði Teitur.Ákveðin tegund krabbameina hættulegri Hann sagði áhrif geimgeislunar hafa verið umdeild í gegnum tíðina en framkvæmdir hafa verið rannsóknir á þessu málefni og nú séu menn sammála því að það sé ákveðin tegund krabbameina sem er algengari hjá þeim sem fljúga reglulega. Til dæmis hafi verið tugprósenta aukninga þegar kemur að brjóstakrabbameini hjá konum sem starfa við flug en hjá þeim sem vinna á jörðu niðri. Þá sé húðkrabbamein einnig algengt en á eftir húðkrabbamein og brjóstakrabbameini koma kirtilkrabbamein og eitlakrabbamein. Þá getur þessi geimgeislun einnig haft áhrif á frjósemi hjá báðum kynjum og haft áhrif á barnshafandi konur.Þeir sem fljúga norðar í meiri hættu Teitur sagði að ekki væri sama hvert flogið er, í hvaða hæð og hversu lengi. Þeir sem vinna norðar og fljúga oftar nær pólum og sinna lengri flugum eru í meiri hættu en þeir sem fljúga inna Evrópu, innan Bandaríkjanna eða Asíu, það er að segja nær miðbaug. Hann sagði þá sem fljúga þrisvar sinnum á milli New York í Bandaríkjunum og Tokyo í Japan verði fyrir nánast jafn mikilli geislun og þeirri sem fólk verður fyrir á jörðu niðri á ársgrundvelli. Þeir sem fljúga oft geta að sögn Teits leitað upplýsinga á netinu um hversu mikilli geimgeislun þeir hafa orðið fyrir á flugleiðum sínum. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
„Þeir sem fljúga og eru að vinna við slíka iðju verða fyrir meiri geislun en þeir sem vinna í kjarnorkuveri eða vinna í röntgendeildum spítala,“ sagði Teitur Guðmundsson læknir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi Teitur þá geimgeislun sem áhafnir og farþegar flugvéla verða fyrir háloftum. „Þetta er ekkert stórvægilegt en það er samt sem áður þannig að þeir sem eru að fljúga verða fyrir meiri geimgeislun,“ sagði Teitur sem útskýrði að geimgeislun er jónandi geislun sem mannfólkið verður fyrir og eftir því sem lengra er farið frá jörðinni eykst magn þessara geisla. Í kjarnorkuverum og á röntgendeildum er starfsfólk varðara fyrir slíkri geislun en flugstarfsfólk. Geislarnir geta breytt og ýtt rafeindum líkamans til, geta skemmt erfðaefni og hafa áhrif á krabbameinsmyndun. „Þar eru áhyggjurnar og þess vegna erum við að velta þessu fyrir okkur. Við verðum fyrir ákveðinni geimgeislun, eða geislun, líka á jörðu niðri en hún er umtalsvert minni heldur en það að vera upp i í loftinu í 35 þúsund fetum,“ sagði Teitur.Ákveðin tegund krabbameina hættulegri Hann sagði áhrif geimgeislunar hafa verið umdeild í gegnum tíðina en framkvæmdir hafa verið rannsóknir á þessu málefni og nú séu menn sammála því að það sé ákveðin tegund krabbameina sem er algengari hjá þeim sem fljúga reglulega. Til dæmis hafi verið tugprósenta aukninga þegar kemur að brjóstakrabbameini hjá konum sem starfa við flug en hjá þeim sem vinna á jörðu niðri. Þá sé húðkrabbamein einnig algengt en á eftir húðkrabbamein og brjóstakrabbameini koma kirtilkrabbamein og eitlakrabbamein. Þá getur þessi geimgeislun einnig haft áhrif á frjósemi hjá báðum kynjum og haft áhrif á barnshafandi konur.Þeir sem fljúga norðar í meiri hættu Teitur sagði að ekki væri sama hvert flogið er, í hvaða hæð og hversu lengi. Þeir sem vinna norðar og fljúga oftar nær pólum og sinna lengri flugum eru í meiri hættu en þeir sem fljúga inna Evrópu, innan Bandaríkjanna eða Asíu, það er að segja nær miðbaug. Hann sagði þá sem fljúga þrisvar sinnum á milli New York í Bandaríkjunum og Tokyo í Japan verði fyrir nánast jafn mikilli geislun og þeirri sem fólk verður fyrir á jörðu niðri á ársgrundvelli. Þeir sem fljúga oft geta að sögn Teits leitað upplýsinga á netinu um hversu mikilli geimgeislun þeir hafa orðið fyrir á flugleiðum sínum.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira