Ætla að gera starfslok sveigjanlegri: „Fólk á að geta unnið eins lengi og það kýs“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 18:15 Félagsmálaráðherra segir ákvæði um starfslok opinberra starfsmana tímaskekkju. vísir/ernir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir að vinna sé hafin í ráðuneytinu við að gera starfslok opinberra starfsmanna sveigjanlegri. Lög kveða nú á um að opinberir starfsmenn láti af störfum þegar þeir ná 70 ára aldri. „Þetta er ákvæði sem er algjör tímaskekkja í dag og engin ástæða til að framlengja lengur,“ sagði Þorsteinn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sölvi Tryggvason dagskrárgerðarmaður vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í vikunni en móðir hans, sem starfar sem kennari fyrir hið opinbera, mun láta af störfum eftir tvær vikur – þegar hún verður sjötug, þrátt fyrir að hafa fullan vilja og getu til þess að halda áfram að vinna. Hann sagði reglurnar úreltar og kallaði eftir lagabreytingu. Þorsteinn sagðist hjartanlega sammála Sölva. „Fólk á að geta unnið eins lengi og það kýs og getur og drýgt þannig tekjur sínar og notið góðs af ef það vill. Við eigum að ryðja burt þeim hindrunum sem eru í vegi og þar með talið þessi löngu úr sér gengnu ákvæði um að fólk sé þvingað í starfslok þegar tilteknum aldri er náð,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður sagði Þorsteinn vinnu við þessar lagabreytingar ekki þurfa að taka langan tíma. „Við erum að skoða í ráðuneytinu í fyrsta lagi hvernig við getum mögulega dregið úr tekjuskerðingu vegna atvinnutekna á móti lífeyristekjum. Við erum að skoða hvernig við getum aukið sveigjanleika fólks sem vill vinna og hefur getu til að vinna lengur og að það hafi fullt frelsi og njóti afrakstur erfiðisins í þeim efnum. Og síðast en ekki síast að afnema svona úr sér gengin viðmið. Við eigum ekki að mismuna fólki á grundvelli aldurs í þessum efnum.“ Hlusta má á viðtalið við Þorstein Víglundsson í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir „Ef fólk vill halda áfram að vinna þá sé ég ekki rökin fyrir því að banna því það“ Sölvi Tryggvason dagskrárgerðarmaður gagnrýnir það að fólk, 70 ára og eldra sem vinnur fyrir hið opinbera, þurfi að hætta að vinna. 6. febrúar 2017 20:26 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir að vinna sé hafin í ráðuneytinu við að gera starfslok opinberra starfsmanna sveigjanlegri. Lög kveða nú á um að opinberir starfsmenn láti af störfum þegar þeir ná 70 ára aldri. „Þetta er ákvæði sem er algjör tímaskekkja í dag og engin ástæða til að framlengja lengur,“ sagði Þorsteinn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sölvi Tryggvason dagskrárgerðarmaður vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í vikunni en móðir hans, sem starfar sem kennari fyrir hið opinbera, mun láta af störfum eftir tvær vikur – þegar hún verður sjötug, þrátt fyrir að hafa fullan vilja og getu til þess að halda áfram að vinna. Hann sagði reglurnar úreltar og kallaði eftir lagabreytingu. Þorsteinn sagðist hjartanlega sammála Sölva. „Fólk á að geta unnið eins lengi og það kýs og getur og drýgt þannig tekjur sínar og notið góðs af ef það vill. Við eigum að ryðja burt þeim hindrunum sem eru í vegi og þar með talið þessi löngu úr sér gengnu ákvæði um að fólk sé þvingað í starfslok þegar tilteknum aldri er náð,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður sagði Þorsteinn vinnu við þessar lagabreytingar ekki þurfa að taka langan tíma. „Við erum að skoða í ráðuneytinu í fyrsta lagi hvernig við getum mögulega dregið úr tekjuskerðingu vegna atvinnutekna á móti lífeyristekjum. Við erum að skoða hvernig við getum aukið sveigjanleika fólks sem vill vinna og hefur getu til að vinna lengur og að það hafi fullt frelsi og njóti afrakstur erfiðisins í þeim efnum. Og síðast en ekki síast að afnema svona úr sér gengin viðmið. Við eigum ekki að mismuna fólki á grundvelli aldurs í þessum efnum.“ Hlusta má á viðtalið við Þorstein Víglundsson í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir „Ef fólk vill halda áfram að vinna þá sé ég ekki rökin fyrir því að banna því það“ Sölvi Tryggvason dagskrárgerðarmaður gagnrýnir það að fólk, 70 ára og eldra sem vinnur fyrir hið opinbera, þurfi að hætta að vinna. 6. febrúar 2017 20:26 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Sjá meira
„Ef fólk vill halda áfram að vinna þá sé ég ekki rökin fyrir því að banna því það“ Sölvi Tryggvason dagskrárgerðarmaður gagnrýnir það að fólk, 70 ára og eldra sem vinnur fyrir hið opinbera, þurfi að hætta að vinna. 6. febrúar 2017 20:26
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent