
Minjavernd gróf upp skjal frá Guðjóni Samúelssyni arkitekt sem sendi meðmælabréf til forsætisráðherra vegna erindis Jóhannesar Jósefssonar, sem lét reisa Hótel Borg, um að láta þýska listmálarann Grosser skreyta salina.
„Ég vissi strax að þetta væri ólíklega eftir Íslending en á þessum tíma var öllu tjaldað til. Við fundum heimildir um opnunina og þar kom þetta fram,“ segir Goddur.
Verkið er í art deco stíl og segir Goddur að það sé gott til þess að vita að eigendur ætli að halda því og jafnvel gera við það. „Það er hægt að laga verkið. Hótel Borg hefur svo sterka sögu og það skiptir máli að gera salinn fallegan. Því er gott að það sé til tilvitnun í hvernig Hótel Borg leit út við opnun.“