Fáliðuð Persónuvernd með þrefalt fleiri mál Kristinn Ingi Jónsson skrifar 25. júlí 2017 06:00 Tækniframfarir síðustu ára hafa gjörbylt allri vinnslu og meðferð persónuupplýsinga. Umhverfið er að gjörbreytast. VÍSIR/VILHELM Fjöldi þeirra mála sem kemur á borð Persónuverndar hefur meira en þrefaldast frá því að stofnuninni var komið á fót fyrir sautján árum. Engu að síður eru starfsmenn Persónuverndar jafn margir nú og þá, sjö talsins. Forstjóri stofnunarinnar segir brýna þörf á meiri mannafla til að tryggja að hér sé tryggður stjórnarskrárvarinn réttur manna til friðhelgi einkalífs og persónuverndar. Fram kemur í nýbirtri ársskýrslu Persónuverndar að stofnuninni hafi borist 1.865 mál í fyrra. Er það um 6,5 prósenta aukning á milli ára. Málafjöldinn hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að umhverfi persónuverndar sé að gjörbreytast. Bæði hafi umbylting orðið í því hvernig hægt er að nálgast og safna persónuupplýsingum og gera þær upplýsingar að verðmætri söluvöru og þá komi til framkvæmda á næsta ári ný evrópsk persónuverndarlöggjöf sem feli í sér mestu breytingar sem gerðar hafa verið á regluverkinu í yfir tuttugu ár.Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.vísir/ernir„Þessar miklu breytingar kalla óumflýjanlega á meiri aðkomu persónuverndarstofnana að mörgum málum. Við þurfum jafnframt að leggja aukna áherslu á leiðbeinandi hlutverk stofnunarinnar. Við höfum ekki náð að sinna því sem skyldi vegna fámennis. Það sama á við um alls kyns úttektir og frumkvæðisathuganir sem hafa þurft að sitja á hakanum,“ segir hún. Hún segist hafa gert dómsmálaráðuneyti og Alþingi grein fyrir þessari stöðu. „Það liggur fyrir að persónuverndarmálefni hafa ekki verið í forgangi hvað varðar úthlutun á fjárlögum. En nú er, vegna þessara grundvallarbreytinga sem eru að eiga sér stað, komið að kaflaskilum. Það er öllum ljóst að stjórnvöld þurfa að gefa í og það þurfi að vera eðlilegur vöxtur í starfsmannafjölda Persónuverndar miðað við umfang verkefna ef við ætlum að standa vörð um persónuvernd einstaklinga.“ Helga bendir á að aðrar evrópskar persónuverndarstofnanir séu að fjölga starfsmönnum til þess að undirbúa breytingar og aukin verkefni samkvæmt nýju löggjöfinni. Þannig sé breska persónuverndarstofnunin að fjölga starfsmönnum úr 450 í 650. Þá telji norska persónuverndarstofnunin, sem hafi sömu verkefni á sinni könnu og Persónuvernd, rúmlega fimmtíu starfsmenn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Fjöldi þeirra mála sem kemur á borð Persónuverndar hefur meira en þrefaldast frá því að stofnuninni var komið á fót fyrir sautján árum. Engu að síður eru starfsmenn Persónuverndar jafn margir nú og þá, sjö talsins. Forstjóri stofnunarinnar segir brýna þörf á meiri mannafla til að tryggja að hér sé tryggður stjórnarskrárvarinn réttur manna til friðhelgi einkalífs og persónuverndar. Fram kemur í nýbirtri ársskýrslu Persónuverndar að stofnuninni hafi borist 1.865 mál í fyrra. Er það um 6,5 prósenta aukning á milli ára. Málafjöldinn hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að umhverfi persónuverndar sé að gjörbreytast. Bæði hafi umbylting orðið í því hvernig hægt er að nálgast og safna persónuupplýsingum og gera þær upplýsingar að verðmætri söluvöru og þá komi til framkvæmda á næsta ári ný evrópsk persónuverndarlöggjöf sem feli í sér mestu breytingar sem gerðar hafa verið á regluverkinu í yfir tuttugu ár.Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.vísir/ernir„Þessar miklu breytingar kalla óumflýjanlega á meiri aðkomu persónuverndarstofnana að mörgum málum. Við þurfum jafnframt að leggja aukna áherslu á leiðbeinandi hlutverk stofnunarinnar. Við höfum ekki náð að sinna því sem skyldi vegna fámennis. Það sama á við um alls kyns úttektir og frumkvæðisathuganir sem hafa þurft að sitja á hakanum,“ segir hún. Hún segist hafa gert dómsmálaráðuneyti og Alþingi grein fyrir þessari stöðu. „Það liggur fyrir að persónuverndarmálefni hafa ekki verið í forgangi hvað varðar úthlutun á fjárlögum. En nú er, vegna þessara grundvallarbreytinga sem eru að eiga sér stað, komið að kaflaskilum. Það er öllum ljóst að stjórnvöld þurfa að gefa í og það þurfi að vera eðlilegur vöxtur í starfsmannafjölda Persónuverndar miðað við umfang verkefna ef við ætlum að standa vörð um persónuvernd einstaklinga.“ Helga bendir á að aðrar evrópskar persónuverndarstofnanir séu að fjölga starfsmönnum til þess að undirbúa breytingar og aukin verkefni samkvæmt nýju löggjöfinni. Þannig sé breska persónuverndarstofnunin að fjölga starfsmönnum úr 450 í 650. Þá telji norska persónuverndarstofnunin, sem hafi sömu verkefni á sinni könnu og Persónuvernd, rúmlega fimmtíu starfsmenn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira