Fáliðuð Persónuvernd með þrefalt fleiri mál Kristinn Ingi Jónsson skrifar 25. júlí 2017 06:00 Tækniframfarir síðustu ára hafa gjörbylt allri vinnslu og meðferð persónuupplýsinga. Umhverfið er að gjörbreytast. VÍSIR/VILHELM Fjöldi þeirra mála sem kemur á borð Persónuverndar hefur meira en þrefaldast frá því að stofnuninni var komið á fót fyrir sautján árum. Engu að síður eru starfsmenn Persónuverndar jafn margir nú og þá, sjö talsins. Forstjóri stofnunarinnar segir brýna þörf á meiri mannafla til að tryggja að hér sé tryggður stjórnarskrárvarinn réttur manna til friðhelgi einkalífs og persónuverndar. Fram kemur í nýbirtri ársskýrslu Persónuverndar að stofnuninni hafi borist 1.865 mál í fyrra. Er það um 6,5 prósenta aukning á milli ára. Málafjöldinn hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að umhverfi persónuverndar sé að gjörbreytast. Bæði hafi umbylting orðið í því hvernig hægt er að nálgast og safna persónuupplýsingum og gera þær upplýsingar að verðmætri söluvöru og þá komi til framkvæmda á næsta ári ný evrópsk persónuverndarlöggjöf sem feli í sér mestu breytingar sem gerðar hafa verið á regluverkinu í yfir tuttugu ár.Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.vísir/ernir„Þessar miklu breytingar kalla óumflýjanlega á meiri aðkomu persónuverndarstofnana að mörgum málum. Við þurfum jafnframt að leggja aukna áherslu á leiðbeinandi hlutverk stofnunarinnar. Við höfum ekki náð að sinna því sem skyldi vegna fámennis. Það sama á við um alls kyns úttektir og frumkvæðisathuganir sem hafa þurft að sitja á hakanum,“ segir hún. Hún segist hafa gert dómsmálaráðuneyti og Alþingi grein fyrir þessari stöðu. „Það liggur fyrir að persónuverndarmálefni hafa ekki verið í forgangi hvað varðar úthlutun á fjárlögum. En nú er, vegna þessara grundvallarbreytinga sem eru að eiga sér stað, komið að kaflaskilum. Það er öllum ljóst að stjórnvöld þurfa að gefa í og það þurfi að vera eðlilegur vöxtur í starfsmannafjölda Persónuverndar miðað við umfang verkefna ef við ætlum að standa vörð um persónuvernd einstaklinga.“ Helga bendir á að aðrar evrópskar persónuverndarstofnanir séu að fjölga starfsmönnum til þess að undirbúa breytingar og aukin verkefni samkvæmt nýju löggjöfinni. Þannig sé breska persónuverndarstofnunin að fjölga starfsmönnum úr 450 í 650. Þá telji norska persónuverndarstofnunin, sem hafi sömu verkefni á sinni könnu og Persónuvernd, rúmlega fimmtíu starfsmenn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Fjöldi þeirra mála sem kemur á borð Persónuverndar hefur meira en þrefaldast frá því að stofnuninni var komið á fót fyrir sautján árum. Engu að síður eru starfsmenn Persónuverndar jafn margir nú og þá, sjö talsins. Forstjóri stofnunarinnar segir brýna þörf á meiri mannafla til að tryggja að hér sé tryggður stjórnarskrárvarinn réttur manna til friðhelgi einkalífs og persónuverndar. Fram kemur í nýbirtri ársskýrslu Persónuverndar að stofnuninni hafi borist 1.865 mál í fyrra. Er það um 6,5 prósenta aukning á milli ára. Málafjöldinn hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að umhverfi persónuverndar sé að gjörbreytast. Bæði hafi umbylting orðið í því hvernig hægt er að nálgast og safna persónuupplýsingum og gera þær upplýsingar að verðmætri söluvöru og þá komi til framkvæmda á næsta ári ný evrópsk persónuverndarlöggjöf sem feli í sér mestu breytingar sem gerðar hafa verið á regluverkinu í yfir tuttugu ár.Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.vísir/ernir„Þessar miklu breytingar kalla óumflýjanlega á meiri aðkomu persónuverndarstofnana að mörgum málum. Við þurfum jafnframt að leggja aukna áherslu á leiðbeinandi hlutverk stofnunarinnar. Við höfum ekki náð að sinna því sem skyldi vegna fámennis. Það sama á við um alls kyns úttektir og frumkvæðisathuganir sem hafa þurft að sitja á hakanum,“ segir hún. Hún segist hafa gert dómsmálaráðuneyti og Alþingi grein fyrir þessari stöðu. „Það liggur fyrir að persónuverndarmálefni hafa ekki verið í forgangi hvað varðar úthlutun á fjárlögum. En nú er, vegna þessara grundvallarbreytinga sem eru að eiga sér stað, komið að kaflaskilum. Það er öllum ljóst að stjórnvöld þurfa að gefa í og það þurfi að vera eðlilegur vöxtur í starfsmannafjölda Persónuverndar miðað við umfang verkefna ef við ætlum að standa vörð um persónuvernd einstaklinga.“ Helga bendir á að aðrar evrópskar persónuverndarstofnanir séu að fjölga starfsmönnum til þess að undirbúa breytingar og aukin verkefni samkvæmt nýju löggjöfinni. Þannig sé breska persónuverndarstofnunin að fjölga starfsmönnum úr 450 í 650. Þá telji norska persónuverndarstofnunin, sem hafi sömu verkefni á sinni könnu og Persónuvernd, rúmlega fimmtíu starfsmenn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent