Fáliðuð Persónuvernd með þrefalt fleiri mál Kristinn Ingi Jónsson skrifar 25. júlí 2017 06:00 Tækniframfarir síðustu ára hafa gjörbylt allri vinnslu og meðferð persónuupplýsinga. Umhverfið er að gjörbreytast. VÍSIR/VILHELM Fjöldi þeirra mála sem kemur á borð Persónuverndar hefur meira en þrefaldast frá því að stofnuninni var komið á fót fyrir sautján árum. Engu að síður eru starfsmenn Persónuverndar jafn margir nú og þá, sjö talsins. Forstjóri stofnunarinnar segir brýna þörf á meiri mannafla til að tryggja að hér sé tryggður stjórnarskrárvarinn réttur manna til friðhelgi einkalífs og persónuverndar. Fram kemur í nýbirtri ársskýrslu Persónuverndar að stofnuninni hafi borist 1.865 mál í fyrra. Er það um 6,5 prósenta aukning á milli ára. Málafjöldinn hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að umhverfi persónuverndar sé að gjörbreytast. Bæði hafi umbylting orðið í því hvernig hægt er að nálgast og safna persónuupplýsingum og gera þær upplýsingar að verðmætri söluvöru og þá komi til framkvæmda á næsta ári ný evrópsk persónuverndarlöggjöf sem feli í sér mestu breytingar sem gerðar hafa verið á regluverkinu í yfir tuttugu ár.Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.vísir/ernir„Þessar miklu breytingar kalla óumflýjanlega á meiri aðkomu persónuverndarstofnana að mörgum málum. Við þurfum jafnframt að leggja aukna áherslu á leiðbeinandi hlutverk stofnunarinnar. Við höfum ekki náð að sinna því sem skyldi vegna fámennis. Það sama á við um alls kyns úttektir og frumkvæðisathuganir sem hafa þurft að sitja á hakanum,“ segir hún. Hún segist hafa gert dómsmálaráðuneyti og Alþingi grein fyrir þessari stöðu. „Það liggur fyrir að persónuverndarmálefni hafa ekki verið í forgangi hvað varðar úthlutun á fjárlögum. En nú er, vegna þessara grundvallarbreytinga sem eru að eiga sér stað, komið að kaflaskilum. Það er öllum ljóst að stjórnvöld þurfa að gefa í og það þurfi að vera eðlilegur vöxtur í starfsmannafjölda Persónuverndar miðað við umfang verkefna ef við ætlum að standa vörð um persónuvernd einstaklinga.“ Helga bendir á að aðrar evrópskar persónuverndarstofnanir séu að fjölga starfsmönnum til þess að undirbúa breytingar og aukin verkefni samkvæmt nýju löggjöfinni. Þannig sé breska persónuverndarstofnunin að fjölga starfsmönnum úr 450 í 650. Þá telji norska persónuverndarstofnunin, sem hafi sömu verkefni á sinni könnu og Persónuvernd, rúmlega fimmtíu starfsmenn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Fjöldi þeirra mála sem kemur á borð Persónuverndar hefur meira en þrefaldast frá því að stofnuninni var komið á fót fyrir sautján árum. Engu að síður eru starfsmenn Persónuverndar jafn margir nú og þá, sjö talsins. Forstjóri stofnunarinnar segir brýna þörf á meiri mannafla til að tryggja að hér sé tryggður stjórnarskrárvarinn réttur manna til friðhelgi einkalífs og persónuverndar. Fram kemur í nýbirtri ársskýrslu Persónuverndar að stofnuninni hafi borist 1.865 mál í fyrra. Er það um 6,5 prósenta aukning á milli ára. Málafjöldinn hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að umhverfi persónuverndar sé að gjörbreytast. Bæði hafi umbylting orðið í því hvernig hægt er að nálgast og safna persónuupplýsingum og gera þær upplýsingar að verðmætri söluvöru og þá komi til framkvæmda á næsta ári ný evrópsk persónuverndarlöggjöf sem feli í sér mestu breytingar sem gerðar hafa verið á regluverkinu í yfir tuttugu ár.Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.vísir/ernir„Þessar miklu breytingar kalla óumflýjanlega á meiri aðkomu persónuverndarstofnana að mörgum málum. Við þurfum jafnframt að leggja aukna áherslu á leiðbeinandi hlutverk stofnunarinnar. Við höfum ekki náð að sinna því sem skyldi vegna fámennis. Það sama á við um alls kyns úttektir og frumkvæðisathuganir sem hafa þurft að sitja á hakanum,“ segir hún. Hún segist hafa gert dómsmálaráðuneyti og Alþingi grein fyrir þessari stöðu. „Það liggur fyrir að persónuverndarmálefni hafa ekki verið í forgangi hvað varðar úthlutun á fjárlögum. En nú er, vegna þessara grundvallarbreytinga sem eru að eiga sér stað, komið að kaflaskilum. Það er öllum ljóst að stjórnvöld þurfa að gefa í og það þurfi að vera eðlilegur vöxtur í starfsmannafjölda Persónuverndar miðað við umfang verkefna ef við ætlum að standa vörð um persónuvernd einstaklinga.“ Helga bendir á að aðrar evrópskar persónuverndarstofnanir séu að fjölga starfsmönnum til þess að undirbúa breytingar og aukin verkefni samkvæmt nýju löggjöfinni. Þannig sé breska persónuverndarstofnunin að fjölga starfsmönnum úr 450 í 650. Þá telji norska persónuverndarstofnunin, sem hafi sömu verkefni á sinni könnu og Persónuvernd, rúmlega fimmtíu starfsmenn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði