Þrisvar sinnum fleiri svipta sig lífi en deyja í bílslysum Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. janúar 2017 18:45 Fjörutíu til fimmtíu manns svipta sig lífi hér á landi á ári hverju og er meirihlutinn karlmenn. Það eru þrisvar sinnum fleiri en deyja í bílslysum að jafnaði. Landlæknisembættið hefur ekki ráðist í árvekniátak til að berjast gegn sjálfsvígum líkt og á fyrstu árum þessarar aldar en embættið er stöðugt að vinna í að auka fræðslu og skilning á þunglyndi. Gunnar Hrafn Jónsson alþingismaður tók sér nýlega leyfi frá störfum vegna glímu við þunglyndi en um er að ræða mjög alvarlega geðsjúkdóm sem á þátt í mörgum sjálfsvígum hér á landi á ári hverju. Síðastliðinn áratug hafa fjörutíu til fimmtíu manns svipt sig lífi á ári. Ef við skoðum tölur síðustu þriggja ára sem liggja fyrir sést að 49 sviptu sig lífi árið 2013, 44 ári síðar og 40 manns á árinu 2015. Þetta er þrisvar til fjórum sinnum fleiri en deyja í bílslysum hér á landi að jafnaði á ári. Þegar flokkun eftir kynja er skoðuð kemur í ljós að mun fleiri karlar en konur svipta sig lífi en á síðustu árum hafa að jafnaði þrisvar sinnum fleiri karlar en konur fallið fyrir eigin hendi. „Því miður er mjög erfitt að segja hvað veldur. Þetta eru fá tilvik en við vitum að í kringum kreppur og þvíumlíkt verður aukning svo kemst jafnvægi á aftur. Margir þessara einstaklinga eru að glíma við erfiðleika. Hér má nefna þunglyndi, kvíðaraskanir, ástarsorg, fíkniefni og erfiðleika í fjölskyldum eða erfiðleika í skólakerfinu,“ segir Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri geðheilbrigðis hjá landlækni um ástæður þess að fólk sviptir sig lífi. Árið 2003 fór landlæknisembættið í átakið Þjóð gegn þunglyndi og stóð það yfir í tæpan áratug. Starfsmenn embættisins fóru marga hringi um landið til að fræða fólk um þunglyndi. Rætt var við kennara, námsráðgjafa, presta, starfsfólk félagsþjónustunnar og heilsugæsluna. Síðan þá hefur landlæknir aðallega verið ráðgefandi. Geðdeildir Landspítalans í Reykjavík og Akureyri sinna sjúklingum með þunglyndi. Þá hefur vinna frjálsra félagasamtaka skipt máli. „Til dæmis Geðhjálp, Hugarafl, Hlutverkasetur, Klúbburinn Geysir, Rauði krossinn með hjálparsímann 1717 sem er mjög öflugt fyrirbæri. Þangað hringja þeir sem eru í miklum erfiðleikum,“ segir Salbjörg. Unglingar sem glíma við þunglyndi geta átt mjög erfitt með að tjá tilfinningar sínar eða skilja hvað amar að sér. Sumir unglingar vita heldur ekki hver einkenni þunglyndis eru. Það er mikilvægt að ef það vaknar grunur um þunglyndi að það sé rætt inni á heimilinu og eftir atvikum leitað til fagfólks því margir sem þjást bera harm sinn í hljóði. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Fjörutíu til fimmtíu manns svipta sig lífi hér á landi á ári hverju og er meirihlutinn karlmenn. Það eru þrisvar sinnum fleiri en deyja í bílslysum að jafnaði. Landlæknisembættið hefur ekki ráðist í árvekniátak til að berjast gegn sjálfsvígum líkt og á fyrstu árum þessarar aldar en embættið er stöðugt að vinna í að auka fræðslu og skilning á þunglyndi. Gunnar Hrafn Jónsson alþingismaður tók sér nýlega leyfi frá störfum vegna glímu við þunglyndi en um er að ræða mjög alvarlega geðsjúkdóm sem á þátt í mörgum sjálfsvígum hér á landi á ári hverju. Síðastliðinn áratug hafa fjörutíu til fimmtíu manns svipt sig lífi á ári. Ef við skoðum tölur síðustu þriggja ára sem liggja fyrir sést að 49 sviptu sig lífi árið 2013, 44 ári síðar og 40 manns á árinu 2015. Þetta er þrisvar til fjórum sinnum fleiri en deyja í bílslysum hér á landi að jafnaði á ári. Þegar flokkun eftir kynja er skoðuð kemur í ljós að mun fleiri karlar en konur svipta sig lífi en á síðustu árum hafa að jafnaði þrisvar sinnum fleiri karlar en konur fallið fyrir eigin hendi. „Því miður er mjög erfitt að segja hvað veldur. Þetta eru fá tilvik en við vitum að í kringum kreppur og þvíumlíkt verður aukning svo kemst jafnvægi á aftur. Margir þessara einstaklinga eru að glíma við erfiðleika. Hér má nefna þunglyndi, kvíðaraskanir, ástarsorg, fíkniefni og erfiðleika í fjölskyldum eða erfiðleika í skólakerfinu,“ segir Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri geðheilbrigðis hjá landlækni um ástæður þess að fólk sviptir sig lífi. Árið 2003 fór landlæknisembættið í átakið Þjóð gegn þunglyndi og stóð það yfir í tæpan áratug. Starfsmenn embættisins fóru marga hringi um landið til að fræða fólk um þunglyndi. Rætt var við kennara, námsráðgjafa, presta, starfsfólk félagsþjónustunnar og heilsugæsluna. Síðan þá hefur landlæknir aðallega verið ráðgefandi. Geðdeildir Landspítalans í Reykjavík og Akureyri sinna sjúklingum með þunglyndi. Þá hefur vinna frjálsra félagasamtaka skipt máli. „Til dæmis Geðhjálp, Hugarafl, Hlutverkasetur, Klúbburinn Geysir, Rauði krossinn með hjálparsímann 1717 sem er mjög öflugt fyrirbæri. Þangað hringja þeir sem eru í miklum erfiðleikum,“ segir Salbjörg. Unglingar sem glíma við þunglyndi geta átt mjög erfitt með að tjá tilfinningar sínar eða skilja hvað amar að sér. Sumir unglingar vita heldur ekki hver einkenni þunglyndis eru. Það er mikilvægt að ef það vaknar grunur um þunglyndi að það sé rætt inni á heimilinu og eftir atvikum leitað til fagfólks því margir sem þjást bera harm sinn í hljóði.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira