Neyslustýring á neftóbaki ber árangur Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. desember 2017 08:00 Árlega neyta Íslendingar hátt í 40 tonna af neftóbaki, mestmegnis í vör. Neyslan hefur þó dregist saman í ár frá því í fyrra. Fréttablaðið/GVA Sala á íslensku neftóbaki dróst saman um tæp fimm prósent á fyrstu ellefu mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Tóbaksgjald var hækkað um 77 prósent í ársbyrjun 2017 og virðist nú allt stefna í að sala ÁTVR á neftóbaki dragist saman milli ára í fyrsta skipti frá 2013. Það ár var tóbaksgjaldið síðast hækkað hraustlega en síðan hefur neyslan aukist verulega ár frá ári. Sérfræðingur í tóbaksvörnum segir þó að ekki sé bara hægt að stóla á hækkanir, aðrir þættir þurfi að spila inn í. Nýjar tölur frá ÁTVR sýna að seld voru rúmlega 34 tonn af neftóbaki á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2017, eða 4,7 prósentum minna en á sama tímabili í fyrra þegar seld höfðu verið 35,8 tonn. Svo fór að 39,9 tonn af neftóbaki voru seld það ár en ef fram heldur sem horfir má áætla að salan í ár endi í 37 tonnum. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir tveggja prósenta hækkun á tóbaksgjaldi sem leiða mun til hækkunar heildsöluverðs um 1,7 prósent að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR. Íslenska ríkið tekur nú til sín um 76 prósent af hverri seldri dós í formi virðisaukaskatts og tóbaksgjalds auk heildsöluálags ÁTVR, sem nemur 18 prósentum. ÁTVR selur neftóbakið í heildsölu til verslana í sölueiningum sem eru 20 stykki af 50 gramma dósum. Slík eining kostaði 1. janúar 2014 í heildsölu 29.243 krónur en kostar nú 47.052 krónur. Smásöluaðilar kaupa því hverja 50 gramma dós á 2.352 krónur frá ÁTVR og er algengt verð á dós út úr búð nú rúmar þrjú þúsund krónur. Til samanburðar kostaði dósin að jafnaði um 700 krónur í verslunum árið 2010 og hefur verðið sem neytendur greiða fyrir dósina því hækkað um 328 prósent síðan. Með fyrirhuguðum tóbaksgjaldshækkunum eftir áramót mun dósin út úr búð vafalaust enn á ný hækka eitthvað, neytendum til armæðu. Þegar tölur yfir sölu ÁTVR á neftóbaki og breytingar á tóbaksgjöldum frá árinu 2010 eru skoðaðar kemur í ljós að þegar komið hefur til verulegrar hækkunar tóbaksgjalda á neftóbak verður samdráttur í sölu næstu tólf mánuði.Í ársbyrjun 2012 hækkaði tóbaksgjaldið um 75 prósent og dróst sala ÁTVR saman um 4,6 prósent það ár. Ári síðar var gjaldið hækkað aftur um 100 prósent með þeim áhrifum að annað árið í röð dróst salan saman, um rúm 4 prósent. Frá ársbyrjun 2013 til loka árs 2016 kom ekki til neinna verulegra hækkana á tóbaksgjaldi enda jókst sala ÁTVR á neftóbaki á tímabilinu úr 27,6 tonnum á ári í 39,9 tonn. Í ársbyrjun 2017 hækkaði tóbaksgjald á neftóbak enn á ný, sem fyrr segir og stefnir allt í að það skili sér í rúmlega 7 prósenta samdrætti í sölu. Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Landlækni, segir að reynslan sýni að hækkun skatta á tóbak sé einfaldasta og árangursríkasta leiðin til að draga úr heilsutjóni af völdum tóbaksneyslu og hafi einna mest áhrif á ungt fólk. Samdráttur í sölu í kjölfar hækkana sýni þá virkni. Íslendingar séu aðilar að rammasamningi um tóbaksvarnir (FCTC) þar sem kveðið er á um þörfina á virkri verðstýringu til að draga úr tóbaksneyslu en einnig að virkt samtal þurfi að vera á milli velferðarráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins þar sem verðstefnan er yfirfarin og reglulega. Fleiri þættir en skattahækkanir þurfi þó að spila saman til að lausnin verði ekki tímabundin. „Fræðin setja verðstýringu í fyrsta sæti og svo koma viðvaranir, merkingar, takmarkanir á aðgengi, fræðsla og forvarnir og aðstoðin við að hætta að nota tóbak. Þetta þarf allt að spila saman. Verðið er einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin, en við getum ekki bara stólað á hækkun á tóbaki.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Sala á íslensku neftóbaki dróst saman um tæp fimm prósent á fyrstu ellefu mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Tóbaksgjald var hækkað um 77 prósent í ársbyrjun 2017 og virðist nú allt stefna í að sala ÁTVR á neftóbaki dragist saman milli ára í fyrsta skipti frá 2013. Það ár var tóbaksgjaldið síðast hækkað hraustlega en síðan hefur neyslan aukist verulega ár frá ári. Sérfræðingur í tóbaksvörnum segir þó að ekki sé bara hægt að stóla á hækkanir, aðrir þættir þurfi að spila inn í. Nýjar tölur frá ÁTVR sýna að seld voru rúmlega 34 tonn af neftóbaki á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2017, eða 4,7 prósentum minna en á sama tímabili í fyrra þegar seld höfðu verið 35,8 tonn. Svo fór að 39,9 tonn af neftóbaki voru seld það ár en ef fram heldur sem horfir má áætla að salan í ár endi í 37 tonnum. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir tveggja prósenta hækkun á tóbaksgjaldi sem leiða mun til hækkunar heildsöluverðs um 1,7 prósent að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR. Íslenska ríkið tekur nú til sín um 76 prósent af hverri seldri dós í formi virðisaukaskatts og tóbaksgjalds auk heildsöluálags ÁTVR, sem nemur 18 prósentum. ÁTVR selur neftóbakið í heildsölu til verslana í sölueiningum sem eru 20 stykki af 50 gramma dósum. Slík eining kostaði 1. janúar 2014 í heildsölu 29.243 krónur en kostar nú 47.052 krónur. Smásöluaðilar kaupa því hverja 50 gramma dós á 2.352 krónur frá ÁTVR og er algengt verð á dós út úr búð nú rúmar þrjú þúsund krónur. Til samanburðar kostaði dósin að jafnaði um 700 krónur í verslunum árið 2010 og hefur verðið sem neytendur greiða fyrir dósina því hækkað um 328 prósent síðan. Með fyrirhuguðum tóbaksgjaldshækkunum eftir áramót mun dósin út úr búð vafalaust enn á ný hækka eitthvað, neytendum til armæðu. Þegar tölur yfir sölu ÁTVR á neftóbaki og breytingar á tóbaksgjöldum frá árinu 2010 eru skoðaðar kemur í ljós að þegar komið hefur til verulegrar hækkunar tóbaksgjalda á neftóbak verður samdráttur í sölu næstu tólf mánuði.Í ársbyrjun 2012 hækkaði tóbaksgjaldið um 75 prósent og dróst sala ÁTVR saman um 4,6 prósent það ár. Ári síðar var gjaldið hækkað aftur um 100 prósent með þeim áhrifum að annað árið í röð dróst salan saman, um rúm 4 prósent. Frá ársbyrjun 2013 til loka árs 2016 kom ekki til neinna verulegra hækkana á tóbaksgjaldi enda jókst sala ÁTVR á neftóbaki á tímabilinu úr 27,6 tonnum á ári í 39,9 tonn. Í ársbyrjun 2017 hækkaði tóbaksgjald á neftóbak enn á ný, sem fyrr segir og stefnir allt í að það skili sér í rúmlega 7 prósenta samdrætti í sölu. Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Landlækni, segir að reynslan sýni að hækkun skatta á tóbak sé einfaldasta og árangursríkasta leiðin til að draga úr heilsutjóni af völdum tóbaksneyslu og hafi einna mest áhrif á ungt fólk. Samdráttur í sölu í kjölfar hækkana sýni þá virkni. Íslendingar séu aðilar að rammasamningi um tóbaksvarnir (FCTC) þar sem kveðið er á um þörfina á virkri verðstýringu til að draga úr tóbaksneyslu en einnig að virkt samtal þurfi að vera á milli velferðarráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins þar sem verðstefnan er yfirfarin og reglulega. Fleiri þættir en skattahækkanir þurfi þó að spila saman til að lausnin verði ekki tímabundin. „Fræðin setja verðstýringu í fyrsta sæti og svo koma viðvaranir, merkingar, takmarkanir á aðgengi, fræðsla og forvarnir og aðstoðin við að hætta að nota tóbak. Þetta þarf allt að spila saman. Verðið er einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin, en við getum ekki bara stólað á hækkun á tóbaki.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira