Mega ekki fullyrða að ísinn sé gerður af ást Baldur Guðmundsson skrifar 21. desember 2017 06:45 Gunnar Logi Malmquist segir að stöðvunin hafi komið sér illa fyrir fyrirtækið, sem framleiður nú ísinn fyrir búðir hjá MATÍS. fréttablaðið/eyþór „Við gátum ekki sannað að ísinn væri framleiddur af ást,“ segir Gunnar Logi Malmquist, eigandi ísbúðarinnar Ísleifs heppna. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvaði á dögunum dreifingu á rjómaís frá fyrirtækinu, á þeim forsendum að fyrirtækið skorti framleiðsluleyfi til að selja ís í verslanir. Þá gerði eftirlitið athugasemdir við fullyrðingar á umbúðum sem fyrirtækið gat ekki fært sönnur á. Á meðal þeirra fullyrðinga var að ísinn væri „framleiddur af ást“. Gunnar Logi Malmquist Einarsson, einn stofnenda fyrirtækisins, segir að aðgerðir heilbrigðiseftirlitsins hafi komið þeim á óvart og málið hafi komið upp á erfiðum tíma fyrir fyrirtækið, sem opnaði ísbúð 19. ágúst síðastliðinn. „Þetta hafði mikil áhrif og kom á mjög leiðinlegum tíma,“ segir hann. Vegna þessa hafi þurft að farga tæplega 50 lítrum af rjómaís. Aðalástæðan, að sögn Gunnars, fyrir því að ísinn var innkallaður var að fyrirtækið hafði ekki leyfi til að framleiða í ísbúðinni ís til að selja í verslanir. „Núna notum við tilraunaeldhúsið hjá MATÍS og framleiðum þar ísinn fyrir verslanirnar,“ segir hann. Þær upplýsingar fengust frá fulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að kjarninn í reglum um merkingar á umbúðum sé að þær séu ekki villandi fyrir neytendur. Umrætt fyrirtæki hafi ekki getað fært sönnur á þær fullyrðingar sem fram komu á umbúðunum. Þar eigi aðeins að birta staðreyndir um vörur, svo neytendur geti kynnt sér innihald þeirra. Um sé að ræða reglugerð á vegum Evrópusambandsins sem innleidd hafi verið hér. Fullyrðingin um ástina væri ein og sér ekki tilefni til að stöðva dreifingu á vörunnar.Hér má sjá merkingarnar sem ekki má nota.Á límmiða, sem límdur er á umbúðir íssins, var gerður samanburður á ísnum frá Ísleifi heppna og „hefðbundnum ís“. Á honum kom fram að í hefðbundinn ís væru oft notuð E-efni, mjólkurduft væri notað í stað lífrænnar mjólkur Ísleifs heppna og að oft væri ekki notaður rjómi í rjómaís. Það gerði Ísleifur heppni hins vegar. „Við sögðum frá því að við notum salt frá Saltverki á meðan aðrir nota borðsalt. Svo var fullyrt að ísinn væri framleiddur af ást á meðan hefðbundinn ís væri fjöldaframleiddur,“ útskýrir Gunnar. Ísleifur heppni er fjölskyldufyrirtæki sem starfrækir ísbúð á Hlemmi og selur ís í Fjarðarkaupum, Melabúðinni og Frú Laugu. Gunnar rekur fyrirtækið með föður sínum en þrjár systur hans eru einnig í eigendahópnum. Gunnar, sem er matreiðslumaður, segir að rjómaísinn frá fyrirtækinu njóti þeirrar sérstöðu að vera frystur með fljótandi köfnunarefni. Í honum sé miklu minna loft en í ís sem sé frystur á hefðbundinn máta. Ísinn sé bæði þéttari og bragðmeiri fyrir vikið. Hann segir mikilvægt fyrir rekstur fyrirtækisins að selja ís í búðum, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
„Við gátum ekki sannað að ísinn væri framleiddur af ást,“ segir Gunnar Logi Malmquist, eigandi ísbúðarinnar Ísleifs heppna. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvaði á dögunum dreifingu á rjómaís frá fyrirtækinu, á þeim forsendum að fyrirtækið skorti framleiðsluleyfi til að selja ís í verslanir. Þá gerði eftirlitið athugasemdir við fullyrðingar á umbúðum sem fyrirtækið gat ekki fært sönnur á. Á meðal þeirra fullyrðinga var að ísinn væri „framleiddur af ást“. Gunnar Logi Malmquist Einarsson, einn stofnenda fyrirtækisins, segir að aðgerðir heilbrigðiseftirlitsins hafi komið þeim á óvart og málið hafi komið upp á erfiðum tíma fyrir fyrirtækið, sem opnaði ísbúð 19. ágúst síðastliðinn. „Þetta hafði mikil áhrif og kom á mjög leiðinlegum tíma,“ segir hann. Vegna þessa hafi þurft að farga tæplega 50 lítrum af rjómaís. Aðalástæðan, að sögn Gunnars, fyrir því að ísinn var innkallaður var að fyrirtækið hafði ekki leyfi til að framleiða í ísbúðinni ís til að selja í verslanir. „Núna notum við tilraunaeldhúsið hjá MATÍS og framleiðum þar ísinn fyrir verslanirnar,“ segir hann. Þær upplýsingar fengust frá fulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að kjarninn í reglum um merkingar á umbúðum sé að þær séu ekki villandi fyrir neytendur. Umrætt fyrirtæki hafi ekki getað fært sönnur á þær fullyrðingar sem fram komu á umbúðunum. Þar eigi aðeins að birta staðreyndir um vörur, svo neytendur geti kynnt sér innihald þeirra. Um sé að ræða reglugerð á vegum Evrópusambandsins sem innleidd hafi verið hér. Fullyrðingin um ástina væri ein og sér ekki tilefni til að stöðva dreifingu á vörunnar.Hér má sjá merkingarnar sem ekki má nota.Á límmiða, sem límdur er á umbúðir íssins, var gerður samanburður á ísnum frá Ísleifi heppna og „hefðbundnum ís“. Á honum kom fram að í hefðbundinn ís væru oft notuð E-efni, mjólkurduft væri notað í stað lífrænnar mjólkur Ísleifs heppna og að oft væri ekki notaður rjómi í rjómaís. Það gerði Ísleifur heppni hins vegar. „Við sögðum frá því að við notum salt frá Saltverki á meðan aðrir nota borðsalt. Svo var fullyrt að ísinn væri framleiddur af ást á meðan hefðbundinn ís væri fjöldaframleiddur,“ útskýrir Gunnar. Ísleifur heppni er fjölskyldufyrirtæki sem starfrækir ísbúð á Hlemmi og selur ís í Fjarðarkaupum, Melabúðinni og Frú Laugu. Gunnar rekur fyrirtækið með föður sínum en þrjár systur hans eru einnig í eigendahópnum. Gunnar, sem er matreiðslumaður, segir að rjómaísinn frá fyrirtækinu njóti þeirrar sérstöðu að vera frystur með fljótandi köfnunarefni. Í honum sé miklu minna loft en í ís sem sé frystur á hefðbundinn máta. Ísinn sé bæði þéttari og bragðmeiri fyrir vikið. Hann segir mikilvægt fyrir rekstur fyrirtækisins að selja ís í búðum, sérstaklega yfir vetrarmánuðina.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira