Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. apríl 2017 08:00 Serena Williams hefur unnið 23 risatitla eða fleiri en nokkur önnur kona. vísir/getty Serena Williams, besta tenniskona heims, hefur svarað ógeðfelldum ummælum rúmenska þjálfarans Ilie Nastase sem á sínum tíma var sá besti í heimi en er nú þjálfari rúmenska landsliðsins. Serena er ólétt og mun eignast sitt fysta barn síðar ár árinu. Rúmenska tenniskonan Simona Halep var spurð út í þessar fréttir á blaðamannafundi um helgina en þá heyrðist Nastase segja við sessunaut sinn: „Við skulum sjá hvernig það verður á litinn. Ætli þetta verði ekki súkkulaði með mjólk,“ sagði hann en Serena er gift Alexis Ohanian, einum af stofnendum vefsíðunnar Reddit. Hann er hvítur.Ilie Nastase var eitt sinn besti tennismaður heims.vísir/gettyHeldur áfram að berjast Serena gerði ekkert í málinu fyrstu dagana en birti í gærkvöldi yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni þar sem segir meðal annars: „Það hryggir mig að við búum í samfélagi þar sem fólk eins og Ilie Nastase getur sagt svona hluti sem eru bara kynþáttaníð. Ég hef sagt það áður og segir á ný að þó við séum komin mjög langt í þessum málefnum er langur vegur eftir.“ „Hvorki þetta né nokkuð annað mun aftra mér í að útdeila ást, ljósi og jákvæðni í allt sem ég geri. Ég mun halda áfram að vera leiðtogi og berjast fyrir því sem ég tel vera rétt,“ segir Serena Williams. Síðustu dagar eru heldur betur búnir að vera skrautlegir hjá rúmenska rugludallinum Nastase því hann gerði sig að fífli í Fed-bikarnum um helgina. Þar var hann úrskurðaður í bann frá öllum mótum á vegum Alþjóðatennissambandsins eftir að kalla Jo Kontu, bestu tenniskonu Breta, „helvítis tík“ í miðjum leik. Nastase var rekinn af svæðinu og í framhaldinu úrskurðaður í bann frá öllum mótum. A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) on Apr 24, 2017 at 12:58pm PDT Tennis Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Sjá meira
Serena Williams, besta tenniskona heims, hefur svarað ógeðfelldum ummælum rúmenska þjálfarans Ilie Nastase sem á sínum tíma var sá besti í heimi en er nú þjálfari rúmenska landsliðsins. Serena er ólétt og mun eignast sitt fysta barn síðar ár árinu. Rúmenska tenniskonan Simona Halep var spurð út í þessar fréttir á blaðamannafundi um helgina en þá heyrðist Nastase segja við sessunaut sinn: „Við skulum sjá hvernig það verður á litinn. Ætli þetta verði ekki súkkulaði með mjólk,“ sagði hann en Serena er gift Alexis Ohanian, einum af stofnendum vefsíðunnar Reddit. Hann er hvítur.Ilie Nastase var eitt sinn besti tennismaður heims.vísir/gettyHeldur áfram að berjast Serena gerði ekkert í málinu fyrstu dagana en birti í gærkvöldi yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni þar sem segir meðal annars: „Það hryggir mig að við búum í samfélagi þar sem fólk eins og Ilie Nastase getur sagt svona hluti sem eru bara kynþáttaníð. Ég hef sagt það áður og segir á ný að þó við séum komin mjög langt í þessum málefnum er langur vegur eftir.“ „Hvorki þetta né nokkuð annað mun aftra mér í að útdeila ást, ljósi og jákvæðni í allt sem ég geri. Ég mun halda áfram að vera leiðtogi og berjast fyrir því sem ég tel vera rétt,“ segir Serena Williams. Síðustu dagar eru heldur betur búnir að vera skrautlegir hjá rúmenska rugludallinum Nastase því hann gerði sig að fífli í Fed-bikarnum um helgina. Þar var hann úrskurðaður í bann frá öllum mótum á vegum Alþjóðatennissambandsins eftir að kalla Jo Kontu, bestu tenniskonu Breta, „helvítis tík“ í miðjum leik. Nastase var rekinn af svæðinu og í framhaldinu úrskurðaður í bann frá öllum mótum. A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) on Apr 24, 2017 at 12:58pm PDT
Tennis Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn