Hoppukastali fullur af börnum féll saman: „Það þarf alltaf að fylgjast með“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2017 11:43 Eftirlitslaus hoppukastali lagðist ítrekað saman við hátíðahöld í Egilshöll í gær en foreldrar á svæðinu þurftu sjálfir margsinnis að stökkva til og draga börn sín út úr honum. Rekstrarstjóri leiktækjaleigu brýnir fyrir þeim sem taka hoppukastala á leigu að alltaf sé eftirlit með köstulunum á viðburðum. Að sögn viðmælanda Vísis, sem staddur var í Egilshöll með börnum sínum við hátíðahöld á Grafarvogsdeginum í gær, voru of mörg börn inni í umræddum hoppukastala. Engir starfsmenn voru á svæðinu til að fylgjast með kastalanum. Í miðjum æsingnum lagðist hann skyndilega saman og foreldrar á svæðinu þurftu að stökkva til og halda honum opnum á meðan börnunum var komið út. Þetta gerðist þrisvar áður en loftið var að lokum tekið úr kastalanum. Foreldrar barna á svæðinu lokuðu sjálfir kastalanum eftir að hann lagðist saman í annað skipti, að sögn viðmælanda Vísis, en þeir voru þá orðnir nokkuð áhyggjufullir. Skömmu síðar fór nýr hópur barna að leika sér í kastalanum og nýr hópur foreldra tók við vaktinni. Enn lagðist kastalinn saman en í aðstæðum sem þessum geta börn átt erfitt um andardrátt, sérstaklega þegar þau eru of mörg saman komin inni í leiktækinu. Samkvæmt dagskrá Grafarvogsdagsins voru hoppukastalarnir liður í uppákomum í Egilshöll á milli 11 og 13. Að sögn foreldra á svæðinu hafði eitthvað eftirlit verið með kastalanum til 12 en þá hafi eftirlitsmenn farið og kastalinn skilinn eftir í gangi, opinn öllum.Brýnt að gæsla sé í lagi „Það er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú að það séu ekki of mörg börn inni í hoppuköstulum einu,“ segir Guðný Rut Sigurjónsdóttir, rekstrarstjóri leiktækjaleigunnar Hopp og skopp. Leigan sá nokkrum skemmtunum fyrir hoppuköstulum í gær, þó ekki þeirri er fram fór á Grafarvogsdeginum. Hún segir að ef hoppukastalinn hafi byrjað að falla saman á meðan krakkarnir voru inni í honum hafi það líklegast verið lélegri gæslu um að kenna, en mikilvægt er að fylgjast með loftmagni í hoppuköstulum. Eftirlit með því sé á ábyrgð gæslumanna. Hún brýnir fyrir fólki að staðarhaldarar sjái fyrir eftirliti með hoppuköstulum á viðburðum sem þessum. „Eins brýnum við fyrir fólki að það þarf alltaf að vera gæsla, það þarf alltaf að fylgjast með.“ Ekki náðist í aðstandendur Grafarvogsdagsins við vinnslu þessarar fréttar. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Eftirlitslaus hoppukastali lagðist ítrekað saman við hátíðahöld í Egilshöll í gær en foreldrar á svæðinu þurftu sjálfir margsinnis að stökkva til og draga börn sín út úr honum. Rekstrarstjóri leiktækjaleigu brýnir fyrir þeim sem taka hoppukastala á leigu að alltaf sé eftirlit með köstulunum á viðburðum. Að sögn viðmælanda Vísis, sem staddur var í Egilshöll með börnum sínum við hátíðahöld á Grafarvogsdeginum í gær, voru of mörg börn inni í umræddum hoppukastala. Engir starfsmenn voru á svæðinu til að fylgjast með kastalanum. Í miðjum æsingnum lagðist hann skyndilega saman og foreldrar á svæðinu þurftu að stökkva til og halda honum opnum á meðan börnunum var komið út. Þetta gerðist þrisvar áður en loftið var að lokum tekið úr kastalanum. Foreldrar barna á svæðinu lokuðu sjálfir kastalanum eftir að hann lagðist saman í annað skipti, að sögn viðmælanda Vísis, en þeir voru þá orðnir nokkuð áhyggjufullir. Skömmu síðar fór nýr hópur barna að leika sér í kastalanum og nýr hópur foreldra tók við vaktinni. Enn lagðist kastalinn saman en í aðstæðum sem þessum geta börn átt erfitt um andardrátt, sérstaklega þegar þau eru of mörg saman komin inni í leiktækinu. Samkvæmt dagskrá Grafarvogsdagsins voru hoppukastalarnir liður í uppákomum í Egilshöll á milli 11 og 13. Að sögn foreldra á svæðinu hafði eitthvað eftirlit verið með kastalanum til 12 en þá hafi eftirlitsmenn farið og kastalinn skilinn eftir í gangi, opinn öllum.Brýnt að gæsla sé í lagi „Það er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú að það séu ekki of mörg börn inni í hoppuköstulum einu,“ segir Guðný Rut Sigurjónsdóttir, rekstrarstjóri leiktækjaleigunnar Hopp og skopp. Leigan sá nokkrum skemmtunum fyrir hoppuköstulum í gær, þó ekki þeirri er fram fór á Grafarvogsdeginum. Hún segir að ef hoppukastalinn hafi byrjað að falla saman á meðan krakkarnir voru inni í honum hafi það líklegast verið lélegri gæslu um að kenna, en mikilvægt er að fylgjast með loftmagni í hoppuköstulum. Eftirlit með því sé á ábyrgð gæslumanna. Hún brýnir fyrir fólki að staðarhaldarar sjái fyrir eftirliti með hoppuköstulum á viðburðum sem þessum. „Eins brýnum við fyrir fólki að það þarf alltaf að vera gæsla, það þarf alltaf að fylgjast með.“ Ekki náðist í aðstandendur Grafarvogsdagsins við vinnslu þessarar fréttar.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira