Hoppukastali fullur af börnum féll saman: „Það þarf alltaf að fylgjast með“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2017 11:43 Eftirlitslaus hoppukastali lagðist ítrekað saman við hátíðahöld í Egilshöll í gær en foreldrar á svæðinu þurftu sjálfir margsinnis að stökkva til og draga börn sín út úr honum. Rekstrarstjóri leiktækjaleigu brýnir fyrir þeim sem taka hoppukastala á leigu að alltaf sé eftirlit með köstulunum á viðburðum. Að sögn viðmælanda Vísis, sem staddur var í Egilshöll með börnum sínum við hátíðahöld á Grafarvogsdeginum í gær, voru of mörg börn inni í umræddum hoppukastala. Engir starfsmenn voru á svæðinu til að fylgjast með kastalanum. Í miðjum æsingnum lagðist hann skyndilega saman og foreldrar á svæðinu þurftu að stökkva til og halda honum opnum á meðan börnunum var komið út. Þetta gerðist þrisvar áður en loftið var að lokum tekið úr kastalanum. Foreldrar barna á svæðinu lokuðu sjálfir kastalanum eftir að hann lagðist saman í annað skipti, að sögn viðmælanda Vísis, en þeir voru þá orðnir nokkuð áhyggjufullir. Skömmu síðar fór nýr hópur barna að leika sér í kastalanum og nýr hópur foreldra tók við vaktinni. Enn lagðist kastalinn saman en í aðstæðum sem þessum geta börn átt erfitt um andardrátt, sérstaklega þegar þau eru of mörg saman komin inni í leiktækinu. Samkvæmt dagskrá Grafarvogsdagsins voru hoppukastalarnir liður í uppákomum í Egilshöll á milli 11 og 13. Að sögn foreldra á svæðinu hafði eitthvað eftirlit verið með kastalanum til 12 en þá hafi eftirlitsmenn farið og kastalinn skilinn eftir í gangi, opinn öllum.Brýnt að gæsla sé í lagi „Það er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú að það séu ekki of mörg börn inni í hoppuköstulum einu,“ segir Guðný Rut Sigurjónsdóttir, rekstrarstjóri leiktækjaleigunnar Hopp og skopp. Leigan sá nokkrum skemmtunum fyrir hoppuköstulum í gær, þó ekki þeirri er fram fór á Grafarvogsdeginum. Hún segir að ef hoppukastalinn hafi byrjað að falla saman á meðan krakkarnir voru inni í honum hafi það líklegast verið lélegri gæslu um að kenna, en mikilvægt er að fylgjast með loftmagni í hoppuköstulum. Eftirlit með því sé á ábyrgð gæslumanna. Hún brýnir fyrir fólki að staðarhaldarar sjái fyrir eftirliti með hoppuköstulum á viðburðum sem þessum. „Eins brýnum við fyrir fólki að það þarf alltaf að vera gæsla, það þarf alltaf að fylgjast með.“ Ekki náðist í aðstandendur Grafarvogsdagsins við vinnslu þessarar fréttar. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira
Eftirlitslaus hoppukastali lagðist ítrekað saman við hátíðahöld í Egilshöll í gær en foreldrar á svæðinu þurftu sjálfir margsinnis að stökkva til og draga börn sín út úr honum. Rekstrarstjóri leiktækjaleigu brýnir fyrir þeim sem taka hoppukastala á leigu að alltaf sé eftirlit með köstulunum á viðburðum. Að sögn viðmælanda Vísis, sem staddur var í Egilshöll með börnum sínum við hátíðahöld á Grafarvogsdeginum í gær, voru of mörg börn inni í umræddum hoppukastala. Engir starfsmenn voru á svæðinu til að fylgjast með kastalanum. Í miðjum æsingnum lagðist hann skyndilega saman og foreldrar á svæðinu þurftu að stökkva til og halda honum opnum á meðan börnunum var komið út. Þetta gerðist þrisvar áður en loftið var að lokum tekið úr kastalanum. Foreldrar barna á svæðinu lokuðu sjálfir kastalanum eftir að hann lagðist saman í annað skipti, að sögn viðmælanda Vísis, en þeir voru þá orðnir nokkuð áhyggjufullir. Skömmu síðar fór nýr hópur barna að leika sér í kastalanum og nýr hópur foreldra tók við vaktinni. Enn lagðist kastalinn saman en í aðstæðum sem þessum geta börn átt erfitt um andardrátt, sérstaklega þegar þau eru of mörg saman komin inni í leiktækinu. Samkvæmt dagskrá Grafarvogsdagsins voru hoppukastalarnir liður í uppákomum í Egilshöll á milli 11 og 13. Að sögn foreldra á svæðinu hafði eitthvað eftirlit verið með kastalanum til 12 en þá hafi eftirlitsmenn farið og kastalinn skilinn eftir í gangi, opinn öllum.Brýnt að gæsla sé í lagi „Það er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú að það séu ekki of mörg börn inni í hoppuköstulum einu,“ segir Guðný Rut Sigurjónsdóttir, rekstrarstjóri leiktækjaleigunnar Hopp og skopp. Leigan sá nokkrum skemmtunum fyrir hoppuköstulum í gær, þó ekki þeirri er fram fór á Grafarvogsdeginum. Hún segir að ef hoppukastalinn hafi byrjað að falla saman á meðan krakkarnir voru inni í honum hafi það líklegast verið lélegri gæslu um að kenna, en mikilvægt er að fylgjast með loftmagni í hoppuköstulum. Eftirlit með því sé á ábyrgð gæslumanna. Hún brýnir fyrir fólki að staðarhaldarar sjái fyrir eftirliti með hoppuköstulum á viðburðum sem þessum. „Eins brýnum við fyrir fólki að það þarf alltaf að vera gæsla, það þarf alltaf að fylgjast með.“ Ekki náðist í aðstandendur Grafarvogsdagsins við vinnslu þessarar fréttar.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira