Hoppukastali fullur af börnum féll saman: „Það þarf alltaf að fylgjast með“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2017 11:43 Eftirlitslaus hoppukastali lagðist ítrekað saman við hátíðahöld í Egilshöll í gær en foreldrar á svæðinu þurftu sjálfir margsinnis að stökkva til og draga börn sín út úr honum. Rekstrarstjóri leiktækjaleigu brýnir fyrir þeim sem taka hoppukastala á leigu að alltaf sé eftirlit með köstulunum á viðburðum. Að sögn viðmælanda Vísis, sem staddur var í Egilshöll með börnum sínum við hátíðahöld á Grafarvogsdeginum í gær, voru of mörg börn inni í umræddum hoppukastala. Engir starfsmenn voru á svæðinu til að fylgjast með kastalanum. Í miðjum æsingnum lagðist hann skyndilega saman og foreldrar á svæðinu þurftu að stökkva til og halda honum opnum á meðan börnunum var komið út. Þetta gerðist þrisvar áður en loftið var að lokum tekið úr kastalanum. Foreldrar barna á svæðinu lokuðu sjálfir kastalanum eftir að hann lagðist saman í annað skipti, að sögn viðmælanda Vísis, en þeir voru þá orðnir nokkuð áhyggjufullir. Skömmu síðar fór nýr hópur barna að leika sér í kastalanum og nýr hópur foreldra tók við vaktinni. Enn lagðist kastalinn saman en í aðstæðum sem þessum geta börn átt erfitt um andardrátt, sérstaklega þegar þau eru of mörg saman komin inni í leiktækinu. Samkvæmt dagskrá Grafarvogsdagsins voru hoppukastalarnir liður í uppákomum í Egilshöll á milli 11 og 13. Að sögn foreldra á svæðinu hafði eitthvað eftirlit verið með kastalanum til 12 en þá hafi eftirlitsmenn farið og kastalinn skilinn eftir í gangi, opinn öllum.Brýnt að gæsla sé í lagi „Það er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú að það séu ekki of mörg börn inni í hoppuköstulum einu,“ segir Guðný Rut Sigurjónsdóttir, rekstrarstjóri leiktækjaleigunnar Hopp og skopp. Leigan sá nokkrum skemmtunum fyrir hoppuköstulum í gær, þó ekki þeirri er fram fór á Grafarvogsdeginum. Hún segir að ef hoppukastalinn hafi byrjað að falla saman á meðan krakkarnir voru inni í honum hafi það líklegast verið lélegri gæslu um að kenna, en mikilvægt er að fylgjast með loftmagni í hoppuköstulum. Eftirlit með því sé á ábyrgð gæslumanna. Hún brýnir fyrir fólki að staðarhaldarar sjái fyrir eftirliti með hoppuköstulum á viðburðum sem þessum. „Eins brýnum við fyrir fólki að það þarf alltaf að vera gæsla, það þarf alltaf að fylgjast með.“ Ekki náðist í aðstandendur Grafarvogsdagsins við vinnslu þessarar fréttar. Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira
Eftirlitslaus hoppukastali lagðist ítrekað saman við hátíðahöld í Egilshöll í gær en foreldrar á svæðinu þurftu sjálfir margsinnis að stökkva til og draga börn sín út úr honum. Rekstrarstjóri leiktækjaleigu brýnir fyrir þeim sem taka hoppukastala á leigu að alltaf sé eftirlit með köstulunum á viðburðum. Að sögn viðmælanda Vísis, sem staddur var í Egilshöll með börnum sínum við hátíðahöld á Grafarvogsdeginum í gær, voru of mörg börn inni í umræddum hoppukastala. Engir starfsmenn voru á svæðinu til að fylgjast með kastalanum. Í miðjum æsingnum lagðist hann skyndilega saman og foreldrar á svæðinu þurftu að stökkva til og halda honum opnum á meðan börnunum var komið út. Þetta gerðist þrisvar áður en loftið var að lokum tekið úr kastalanum. Foreldrar barna á svæðinu lokuðu sjálfir kastalanum eftir að hann lagðist saman í annað skipti, að sögn viðmælanda Vísis, en þeir voru þá orðnir nokkuð áhyggjufullir. Skömmu síðar fór nýr hópur barna að leika sér í kastalanum og nýr hópur foreldra tók við vaktinni. Enn lagðist kastalinn saman en í aðstæðum sem þessum geta börn átt erfitt um andardrátt, sérstaklega þegar þau eru of mörg saman komin inni í leiktækinu. Samkvæmt dagskrá Grafarvogsdagsins voru hoppukastalarnir liður í uppákomum í Egilshöll á milli 11 og 13. Að sögn foreldra á svæðinu hafði eitthvað eftirlit verið með kastalanum til 12 en þá hafi eftirlitsmenn farið og kastalinn skilinn eftir í gangi, opinn öllum.Brýnt að gæsla sé í lagi „Það er náttúrulega númer eitt, tvö og þrjú að það séu ekki of mörg börn inni í hoppuköstulum einu,“ segir Guðný Rut Sigurjónsdóttir, rekstrarstjóri leiktækjaleigunnar Hopp og skopp. Leigan sá nokkrum skemmtunum fyrir hoppuköstulum í gær, þó ekki þeirri er fram fór á Grafarvogsdeginum. Hún segir að ef hoppukastalinn hafi byrjað að falla saman á meðan krakkarnir voru inni í honum hafi það líklegast verið lélegri gæslu um að kenna, en mikilvægt er að fylgjast með loftmagni í hoppuköstulum. Eftirlit með því sé á ábyrgð gæslumanna. Hún brýnir fyrir fólki að staðarhaldarar sjái fyrir eftirliti með hoppuköstulum á viðburðum sem þessum. „Eins brýnum við fyrir fólki að það þarf alltaf að vera gæsla, það þarf alltaf að fylgjast með.“ Ekki náðist í aðstandendur Grafarvogsdagsins við vinnslu þessarar fréttar.
Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Sjá meira