Kartöflubóndinn fagnar ótrúlega góðri uppskeru Kristján Már Unnarsson skrifar 12. september 2017 20:24 Hjalti Egilsson, kartöflubóndi á Seljavöllum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Kartöflubændur keppast nú við að ná uppskerunni í hús fyrir haustrigningar og fyrstu frost. Í Nesjum í Hornafirði fagna menn góðri uppskeru en þar er einn stærsti kartöfluræktandi landsins. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Hjalta Egilsson, kartöflubónda á Seljavöllum. Í Nesjahverfi hittum við fimm manna hóp við kartöfluupptöku en Hjalti segir að þar keppist menn við að ná þeim í hús áður en haustrigningar bresta á. Við byrjum á því að spyrja um uppskeruna: „Hún er bara ótrúlega góð. Ég er bara mjög ánægður með hana, - sérstaklega af því að við fengum erfitt vor, - mjög votviðrasamt, - þá hefur ræst vel úr uppskeruni. Hún er góð og að mestu leyti komin í hús.“ Frá kartöfluupptöku í Nesjum í Hornafirði. Hjalti stýrir traktornum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hjalti segir Hornafjörð vel fallinn til kartöfluræktar. Hún hafi gengið vel í fjöldamörg ár. Veðurfar og garðlönd séu góð við fjörðinn. Þar séu kartöflur snemmsprottnar. „Þannig að það er hægt að byrja snemma að taka upp á sumarmarkað. Þá vantar kartöflur oft. Við höfum stílað svolítið upp á það seinni árin að koma kartöflum til Reykjavíkur.“ Hjalti lætur vel af afkomunni en kartöflubændur njóta ekki beinna styrkja. „Það er enginn styrkur til kartöflubænda. Við njótum reyndar tollverndar að einhverju marki gegn erlendum kartöflum.“Bóndinn á Seljavöllum áætlar að akrarnir skili 400-500 tonnum af kartöflum á markað.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hjalti er með 24 hektara af kartöfluökrum og einhver sagði að hann væri einn stærsti einstaki bóndinn í greininni. Við spurðum hann beint hvort hann væri stærsti kartöflubóndi á Íslandi: „Ég ætla nú ekki að fullyrða um það. Ég veit ekki hvað menn eru að leggja inn. En við erum að framleiða svona milli 400 og 500 tonn á markað af kartöflum á ári,“ svarar Hjalti Egilsson á Seljavöllum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Kornakur í fjallasal Hornafjarðar skilar 50 prósent meiri uppskeru Kornuppskera stefnir í að verða einhver sú besta á landinu um langt árabil. Dæmi eru um að akrar skili fimmtíu prósenta meira korni en í fyrra 10. september 2017 09:33 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Kartöflubændur keppast nú við að ná uppskerunni í hús fyrir haustrigningar og fyrstu frost. Í Nesjum í Hornafirði fagna menn góðri uppskeru en þar er einn stærsti kartöfluræktandi landsins. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Hjalta Egilsson, kartöflubónda á Seljavöllum. Í Nesjahverfi hittum við fimm manna hóp við kartöfluupptöku en Hjalti segir að þar keppist menn við að ná þeim í hús áður en haustrigningar bresta á. Við byrjum á því að spyrja um uppskeruna: „Hún er bara ótrúlega góð. Ég er bara mjög ánægður með hana, - sérstaklega af því að við fengum erfitt vor, - mjög votviðrasamt, - þá hefur ræst vel úr uppskeruni. Hún er góð og að mestu leyti komin í hús.“ Frá kartöfluupptöku í Nesjum í Hornafirði. Hjalti stýrir traktornum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hjalti segir Hornafjörð vel fallinn til kartöfluræktar. Hún hafi gengið vel í fjöldamörg ár. Veðurfar og garðlönd séu góð við fjörðinn. Þar séu kartöflur snemmsprottnar. „Þannig að það er hægt að byrja snemma að taka upp á sumarmarkað. Þá vantar kartöflur oft. Við höfum stílað svolítið upp á það seinni árin að koma kartöflum til Reykjavíkur.“ Hjalti lætur vel af afkomunni en kartöflubændur njóta ekki beinna styrkja. „Það er enginn styrkur til kartöflubænda. Við njótum reyndar tollverndar að einhverju marki gegn erlendum kartöflum.“Bóndinn á Seljavöllum áætlar að akrarnir skili 400-500 tonnum af kartöflum á markað.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hjalti er með 24 hektara af kartöfluökrum og einhver sagði að hann væri einn stærsti einstaki bóndinn í greininni. Við spurðum hann beint hvort hann væri stærsti kartöflubóndi á Íslandi: „Ég ætla nú ekki að fullyrða um það. Ég veit ekki hvað menn eru að leggja inn. En við erum að framleiða svona milli 400 og 500 tonn á markað af kartöflum á ári,“ svarar Hjalti Egilsson á Seljavöllum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Kornakur í fjallasal Hornafjarðar skilar 50 prósent meiri uppskeru Kornuppskera stefnir í að verða einhver sú besta á landinu um langt árabil. Dæmi eru um að akrar skili fimmtíu prósenta meira korni en í fyrra 10. september 2017 09:33 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Kornakur í fjallasal Hornafjarðar skilar 50 prósent meiri uppskeru Kornuppskera stefnir í að verða einhver sú besta á landinu um langt árabil. Dæmi eru um að akrar skili fimmtíu prósenta meira korni en í fyrra 10. september 2017 09:33