Lars í Skavlan: „Ég fékk meira að segja þrjátíu atkvæði í forsetakosningunum“ atli ísleifsson skrifar 3. febrúar 2017 20:38 Lars Lagerbäck í þættinum í kvöld. Skavlan Lars Lagerbäck, nýráðinn landsliðsþjálfari Noregs, var gestur í spjallþætti Fredrik Skavlan í norska og sænska ríkissjónvarpinu í kvöld. Skavlan spurði Lars meðal annars út í gömul orð hans þar sem hann sagði að íslenska landsliðið yrði síðasta starfið áður en hann myndi hætta störfum sem þjálfari eftir langan feril. „Það eru eflaust margir reiðir Íslendingar að horfa á. Hvaða viltu segja við þá,“ spurði Skavlan. „Mér finnst ekki að þeir eigi að vera svo reiðir,“ sagði Lars. „Þetta var alltaf hugsað þannig að Heimir Hallgrímsson, sem ég starfaði með, hann átti að taka við eftir þessi fjögur á hjá mér. Svo getur verið gott að gera breytingar eftir fjögur ár,“ sagði Lars. Þá voru rifjuð upp orð Lars þess efnis að ef hann tæki að sér annað verkefni þá þyrfti það að vera virkilega spennandi. „Noregur?“ spurði Skavlan og salurinn skellti upp úr. Bent var á að Lars væri í 84. sæti heimslistans og kannski ekki mest spennandi verkefni í fótboltanum en Lars hélt andlitinu og gott betur en mikið var hlegið. Áfram hélt Lars og sagðist mikið sakna Íslands. „Þetta var stórkostleg upplifun. Ég fékk meira að segja þrjátíu atkvæði í forsetakosningunum og ég er sérstaklega stoltur af því.“Bauðstu þig fram?„Ég var ekki með rétt vegabréf. Svo ég gat ekki boðið mig fram en tókst samt að fá þrjátíu atkvæði. Ég er mjög stoltur af þeim. Takk kærlega!“ sagði Lars við stuðningsmenn sína hér heima á Íslandi. Undir lokin var Lars þakkað fyrir komuna og óskaði Skavlan honum góðs gengis. „Við þurfum á því að halda,“ sagði Lars og áhorfendur skelltu upp úr á nýjan leik. Sjá má viðtalið við Lars á vef SVT, en Lars mættir í salinn þegar um 45 mínútur eru liðnar af þættinum. Tengdar fréttir Greiðslur til leikmanna og þjálfara vegna EM námu 846 milljónum króna KSÍ fékk 1,9 milljarða króna vegna árangursins á EM. 3. febrúar 2017 18:51 Gylfi um Lars Lagerbäck: Gott fyrir karlinn að hann sé ennþá í fótboltanum Gylfi Þór Sigurðsson, lykilmaður íslenska fótboltalandsliðsins, er ekkert svekktur út í Lars Lagerbäck þótt að Svíinn hafi ráðið sig sem þjálfara norska landsliðsins. 3. febrúar 2017 20:24 Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck ræddu saman í morgun í fyrsta sinn eftir að Lars Lagerbäck tók við þjálfun norska landsliðsins. Lars Lagerbäck hafði áhyggjur af dómstóli götunnar á Íslandi. 2. febrúar 2017 17:15 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Lars Lagerbäck, nýráðinn landsliðsþjálfari Noregs, var gestur í spjallþætti Fredrik Skavlan í norska og sænska ríkissjónvarpinu í kvöld. Skavlan spurði Lars meðal annars út í gömul orð hans þar sem hann sagði að íslenska landsliðið yrði síðasta starfið áður en hann myndi hætta störfum sem þjálfari eftir langan feril. „Það eru eflaust margir reiðir Íslendingar að horfa á. Hvaða viltu segja við þá,“ spurði Skavlan. „Mér finnst ekki að þeir eigi að vera svo reiðir,“ sagði Lars. „Þetta var alltaf hugsað þannig að Heimir Hallgrímsson, sem ég starfaði með, hann átti að taka við eftir þessi fjögur á hjá mér. Svo getur verið gott að gera breytingar eftir fjögur ár,“ sagði Lars. Þá voru rifjuð upp orð Lars þess efnis að ef hann tæki að sér annað verkefni þá þyrfti það að vera virkilega spennandi. „Noregur?“ spurði Skavlan og salurinn skellti upp úr. Bent var á að Lars væri í 84. sæti heimslistans og kannski ekki mest spennandi verkefni í fótboltanum en Lars hélt andlitinu og gott betur en mikið var hlegið. Áfram hélt Lars og sagðist mikið sakna Íslands. „Þetta var stórkostleg upplifun. Ég fékk meira að segja þrjátíu atkvæði í forsetakosningunum og ég er sérstaklega stoltur af því.“Bauðstu þig fram?„Ég var ekki með rétt vegabréf. Svo ég gat ekki boðið mig fram en tókst samt að fá þrjátíu atkvæði. Ég er mjög stoltur af þeim. Takk kærlega!“ sagði Lars við stuðningsmenn sína hér heima á Íslandi. Undir lokin var Lars þakkað fyrir komuna og óskaði Skavlan honum góðs gengis. „Við þurfum á því að halda,“ sagði Lars og áhorfendur skelltu upp úr á nýjan leik. Sjá má viðtalið við Lars á vef SVT, en Lars mættir í salinn þegar um 45 mínútur eru liðnar af þættinum.
Tengdar fréttir Greiðslur til leikmanna og þjálfara vegna EM námu 846 milljónum króna KSÍ fékk 1,9 milljarða króna vegna árangursins á EM. 3. febrúar 2017 18:51 Gylfi um Lars Lagerbäck: Gott fyrir karlinn að hann sé ennþá í fótboltanum Gylfi Þór Sigurðsson, lykilmaður íslenska fótboltalandsliðsins, er ekkert svekktur út í Lars Lagerbäck þótt að Svíinn hafi ráðið sig sem þjálfara norska landsliðsins. 3. febrúar 2017 20:24 Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck ræddu saman í morgun í fyrsta sinn eftir að Lars Lagerbäck tók við þjálfun norska landsliðsins. Lars Lagerbäck hafði áhyggjur af dómstóli götunnar á Íslandi. 2. febrúar 2017 17:15 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Greiðslur til leikmanna og þjálfara vegna EM námu 846 milljónum króna KSÍ fékk 1,9 milljarða króna vegna árangursins á EM. 3. febrúar 2017 18:51
Gylfi um Lars Lagerbäck: Gott fyrir karlinn að hann sé ennþá í fótboltanum Gylfi Þór Sigurðsson, lykilmaður íslenska fótboltalandsliðsins, er ekkert svekktur út í Lars Lagerbäck þótt að Svíinn hafi ráðið sig sem þjálfara norska landsliðsins. 3. febrúar 2017 20:24
Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck ræddu saman í morgun í fyrsta sinn eftir að Lars Lagerbäck tók við þjálfun norska landsliðsins. Lars Lagerbäck hafði áhyggjur af dómstóli götunnar á Íslandi. 2. febrúar 2017 17:15