Gersemar geymdar á Garðskaga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. desember 2017 13:00 Hilmar Foss í "Stóra húsinu“. Flugvélin er Cessna 150 árgerð 1973. "Helgi Jónsson flugmaður gaf mér vænginn, en hann var skemmdur og því í lagi að opna að hluta svo innviðir sæjust,“ segir Hilmar. Ljósin yfir billjardborðinu rakst Hilmar á og keypti í Góða hirðinum er hann var þar að fylgja dóttur sinni. "Var ekta ljós fyrir snókerborð, aldrei notað og kostaði heilar 1.500 krónur.“ Myndir/Vilhelm Þetta er bara dót,“ segir Hilmar Foss um ýmsa stórmerkilega og spennandi muni sem hann hefur komið fyrir í stórri skemmu nærri íbúðarhúsi sínu á Garðskaga. Óhætt er að segja að kenni ýmissa grasa í dótinu hans Hilmars. Glæsibifreiðar og flugvélar eru þar innan um gamlar bensíndælur, endann af gamla barnum úr Hressingarskálanum, köfunarbúning, siglingaljós úr gamla Goðafossi og hvað eina. „Ég kalla þetta bara Stóra húsið,“ segir Hilmar um safnið sitt sem hann kveðst aldrei hafa hugsað sem safn.Ýmsir bílar og hluti úr flugvél í einum salnum. Gína í búningi breska flughersins í forgrunni. „Gínan var auglýst þegar verslunin Elfur á Laugavegi hætti. Mér datt í hug að það væri góð hugmynd að eignast gamla gínu og fór og sótti hana á laugardegi í góðu veðri. „Daman“ var aðeins klædd í rauðar blúndunærbuxur og eina bílastæðið sem ég fékk var á Grettisgötu. Það var ekkert annað að gera en að rölta með „dömuna“ fáklædda þangað,“ rifjar Hilmar upp. En hvernig byrjaði þetta allt saman? „Þetta byrjaði aldrei en umgjörðin sem var þegar maður ólst upp var fótógenísk, hugguleg og skemmtileg,“ útskýrir Hilmar og á þar við æskuheimili sitt hjá foreldrum sínum, þeim Hilmari Foss, löggiltum skjalaþýðanda og dómtúlki, og Guðrúnu G. Foss. Hann rifjar upp þegar hann var lítill drengur og fjölskyldan bjó á Þinghólsbraut í Kópavogi. „Við mamma fórum austur í sveitir þar sem mamma þekkti gamla konu sem hét Aldís og var næstum bogin ofan í gólf. Aldís hafði komist á snoðir um gamlan strokk sem lá úti í móa. Við fórum og sóttum strokkinn og hann er núna í Stóra húsinu,“ segir Hilmar frá. Þannig að þetta var alltaf partur af prógramminu – svipað og að sá sem er alinn upp við músík er líklegur til að spila á gítar.“ Meðal hluta sem Hilmar á enn er leikfangajárnbraut sem hann fékk er hann var tíu ára. „Ég á hana í kassanum. Það var ekki viljandi, það bara gerðist. Það er allt á sínum stað – við gætum sett hana upp á eftir og farið að leika okkur,“ segir hann.„Eldhúsið okkar – barinn – annar endinn af langa barnum, sem var á Hressó í Austurstræti. Einfaldasta eldhúsinnréttingin, sem mér datt í hug. Hinn endinn er í ísbúð í Keflavík og miðjan sjálfsagt einhvers staðar,“ segir Hilmar. Fjölskyldan er stundum með borðhald í skemmunni er gesti ber að garði.En hendir Hilmar engu? „Jú rusli,“ svarar hann strax. Hluti af mununum er frá foreldrum Hilmars. „Svo hefur annað bara slysast inn. Það er eins og maður segir á ensku: It seemed like a good idea at the time. Það eru hlutir sem grípa augað hverju sinni,“ útskýrir hann hvernig hlutirnir veljast. Hilmar er að velta fyrir sér hvernig hann geti hleypt fólki að því að skoða þetta merkilega safn sem er ekki safn. Þegar hafi nokkrir hópar skoðað sig um í Stóra húsinu og hann segir viðbrögðin hafa verið góð. Meðal annars hafi litið við hópur fyrrverandi starfsmanna Landhelgisgæslunnar og þótt mjög skemmtilegt. „Nú veit ég hvernig himnaríki lítur út, sagði einn sem kom hingað og þakkaði fyrir sig og fór.“Blái bíllinn fremst er MGB-GT, árgerð 1975. Breska leikkonan Hayley Mills átti bílinn á undan Hilmari og Margréti Rósu Pétursdóttur konu hans. Þau eignuðust bílinn fyrir þrjátíu árum. „Rósa sá hann nærri Harrods í London með „for sale“ í glugga,“ segir Hilmar. Þá sést í hvítan Jaguar MK2 3.8 árgerð 1960 og dökkbláan Jaguar XJ6 árgerð 1976. Guli Jagúarinn, er E-Type árgerð 1969. Myndir/VilhelmMeðfylgjandi myndir sýna brot af samansafni Hilmars af alls kyns skemmtilegum munum sem má sjá í Stóra húsinu. En er einhver hlutur sem Hilmar hefur alltaf langað í en ekki komist yfir ennþá? „Allt frá því ég var lítill strákur hefur verið draumur að eignast parísarhjól, það er ágætt að eiga draum, sem endist alla ævina,“ segir Hilmar Foss. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Þetta er bara dót,“ segir Hilmar Foss um ýmsa stórmerkilega og spennandi muni sem hann hefur komið fyrir í stórri skemmu nærri íbúðarhúsi sínu á Garðskaga. Óhætt er að segja að kenni ýmissa grasa í dótinu hans Hilmars. Glæsibifreiðar og flugvélar eru þar innan um gamlar bensíndælur, endann af gamla barnum úr Hressingarskálanum, köfunarbúning, siglingaljós úr gamla Goðafossi og hvað eina. „Ég kalla þetta bara Stóra húsið,“ segir Hilmar um safnið sitt sem hann kveðst aldrei hafa hugsað sem safn.Ýmsir bílar og hluti úr flugvél í einum salnum. Gína í búningi breska flughersins í forgrunni. „Gínan var auglýst þegar verslunin Elfur á Laugavegi hætti. Mér datt í hug að það væri góð hugmynd að eignast gamla gínu og fór og sótti hana á laugardegi í góðu veðri. „Daman“ var aðeins klædd í rauðar blúndunærbuxur og eina bílastæðið sem ég fékk var á Grettisgötu. Það var ekkert annað að gera en að rölta með „dömuna“ fáklædda þangað,“ rifjar Hilmar upp. En hvernig byrjaði þetta allt saman? „Þetta byrjaði aldrei en umgjörðin sem var þegar maður ólst upp var fótógenísk, hugguleg og skemmtileg,“ útskýrir Hilmar og á þar við æskuheimili sitt hjá foreldrum sínum, þeim Hilmari Foss, löggiltum skjalaþýðanda og dómtúlki, og Guðrúnu G. Foss. Hann rifjar upp þegar hann var lítill drengur og fjölskyldan bjó á Þinghólsbraut í Kópavogi. „Við mamma fórum austur í sveitir þar sem mamma þekkti gamla konu sem hét Aldís og var næstum bogin ofan í gólf. Aldís hafði komist á snoðir um gamlan strokk sem lá úti í móa. Við fórum og sóttum strokkinn og hann er núna í Stóra húsinu,“ segir Hilmar frá. Þannig að þetta var alltaf partur af prógramminu – svipað og að sá sem er alinn upp við músík er líklegur til að spila á gítar.“ Meðal hluta sem Hilmar á enn er leikfangajárnbraut sem hann fékk er hann var tíu ára. „Ég á hana í kassanum. Það var ekki viljandi, það bara gerðist. Það er allt á sínum stað – við gætum sett hana upp á eftir og farið að leika okkur,“ segir hann.„Eldhúsið okkar – barinn – annar endinn af langa barnum, sem var á Hressó í Austurstræti. Einfaldasta eldhúsinnréttingin, sem mér datt í hug. Hinn endinn er í ísbúð í Keflavík og miðjan sjálfsagt einhvers staðar,“ segir Hilmar. Fjölskyldan er stundum með borðhald í skemmunni er gesti ber að garði.En hendir Hilmar engu? „Jú rusli,“ svarar hann strax. Hluti af mununum er frá foreldrum Hilmars. „Svo hefur annað bara slysast inn. Það er eins og maður segir á ensku: It seemed like a good idea at the time. Það eru hlutir sem grípa augað hverju sinni,“ útskýrir hann hvernig hlutirnir veljast. Hilmar er að velta fyrir sér hvernig hann geti hleypt fólki að því að skoða þetta merkilega safn sem er ekki safn. Þegar hafi nokkrir hópar skoðað sig um í Stóra húsinu og hann segir viðbrögðin hafa verið góð. Meðal annars hafi litið við hópur fyrrverandi starfsmanna Landhelgisgæslunnar og þótt mjög skemmtilegt. „Nú veit ég hvernig himnaríki lítur út, sagði einn sem kom hingað og þakkaði fyrir sig og fór.“Blái bíllinn fremst er MGB-GT, árgerð 1975. Breska leikkonan Hayley Mills átti bílinn á undan Hilmari og Margréti Rósu Pétursdóttur konu hans. Þau eignuðust bílinn fyrir þrjátíu árum. „Rósa sá hann nærri Harrods í London með „for sale“ í glugga,“ segir Hilmar. Þá sést í hvítan Jaguar MK2 3.8 árgerð 1960 og dökkbláan Jaguar XJ6 árgerð 1976. Guli Jagúarinn, er E-Type árgerð 1969. Myndir/VilhelmMeðfylgjandi myndir sýna brot af samansafni Hilmars af alls kyns skemmtilegum munum sem má sjá í Stóra húsinu. En er einhver hlutur sem Hilmar hefur alltaf langað í en ekki komist yfir ennþá? „Allt frá því ég var lítill strákur hefur verið draumur að eignast parísarhjól, það er ágætt að eiga draum, sem endist alla ævina,“ segir Hilmar Foss.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði