Slökktu í með Mývatni Benedikt Bóas skrifar 20. júlí 2017 06:00 Bráðabirgðaniðurstöður benda til að kviknað hafi í á pallinum. Mynd/Pétur Sveinbjörnsson „Þetta er allt frekar súrrealískt og maður er frekar daufur,“ segir Olivia Rakelardóttir Zieba en andvaka hennar bjargaði trúlega mannslífum í stórbruna í Mývatnssveit í fyrrinótt. Sjö manns voru í fastasvefni þegar eldurinn kviknaði í húsinu Austurhlíð. Fimm starfsmenn Hótels Reynihlíðar sváfu í kjallara hússins og par á efri hæðinni. Bráðabirgðaniðurstöður benda til að eldurinn hafi kviknað í aðstöðu við pall sem stendur við húsið þar sem starfsmenn reykja. Húsið er skráð sem íbúðarhúsnæði. Þótt trúlega hafi kviknaði í vegna sígarettu var það önnur sígaretta sem bjargaði því sem bjargað varð því Olivia gat ekki sofnað og fékk símtal sem hún vildi ekki taka í öðru starfsmannahúsi rétt hjá. Hún vatt sér því út og rúllaði upp sígarettu. „Það var svo mikill vindur þannig að ég var eitthvað að reyna að kveikja í en þegar ég sný mér við þá sé ég að húsið stendur í ljósum logum,“ segir Olivia sem hringdi strax í Neyðarlínuna og sagði að fólk væri í hættu. „Það var enginn kominn út og einhvern veginn ekkert að gerast. Ég hringdi næst í yfirmann minn sem býr í húsinu og sem betur fer svaraði hann. Ég öskraði eitthvað á hann – man reyndar ekkert hvað ég sagði og skömmu síðar komu allir hlaupandi út.“ Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð fyrir starfsfólkið. Einnig var því útvegaður fatnaður og öllum var boðinn sálrænn stuðningur og var Olivia nýkomin af slíkum fundi er Fréttablaðið náði tali af henni. Slökkviliðið í sveitinni barðist við eldinn þrátt fyrir vatnsleysi en vatn hafði verið tekið af Reykjahlíðarþorpi vegna viðgerðar. Þegar vatnið í tankinum á slökkviliðsbílnum þraut brugðu slökkviliðsmenn á það ráð að sækja vatn í Mývatn og luku slökkvistarfi þannig. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Starfsfólk Hótel Reynihlíðar í áfalli eftir eldsvoðann Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. 19. júlí 2017 10:36 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Þetta er allt frekar súrrealískt og maður er frekar daufur,“ segir Olivia Rakelardóttir Zieba en andvaka hennar bjargaði trúlega mannslífum í stórbruna í Mývatnssveit í fyrrinótt. Sjö manns voru í fastasvefni þegar eldurinn kviknaði í húsinu Austurhlíð. Fimm starfsmenn Hótels Reynihlíðar sváfu í kjallara hússins og par á efri hæðinni. Bráðabirgðaniðurstöður benda til að eldurinn hafi kviknað í aðstöðu við pall sem stendur við húsið þar sem starfsmenn reykja. Húsið er skráð sem íbúðarhúsnæði. Þótt trúlega hafi kviknaði í vegna sígarettu var það önnur sígaretta sem bjargaði því sem bjargað varð því Olivia gat ekki sofnað og fékk símtal sem hún vildi ekki taka í öðru starfsmannahúsi rétt hjá. Hún vatt sér því út og rúllaði upp sígarettu. „Það var svo mikill vindur þannig að ég var eitthvað að reyna að kveikja í en þegar ég sný mér við þá sé ég að húsið stendur í ljósum logum,“ segir Olivia sem hringdi strax í Neyðarlínuna og sagði að fólk væri í hættu. „Það var enginn kominn út og einhvern veginn ekkert að gerast. Ég hringdi næst í yfirmann minn sem býr í húsinu og sem betur fer svaraði hann. Ég öskraði eitthvað á hann – man reyndar ekkert hvað ég sagði og skömmu síðar komu allir hlaupandi út.“ Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð fyrir starfsfólkið. Einnig var því útvegaður fatnaður og öllum var boðinn sálrænn stuðningur og var Olivia nýkomin af slíkum fundi er Fréttablaðið náði tali af henni. Slökkviliðið í sveitinni barðist við eldinn þrátt fyrir vatnsleysi en vatn hafði verið tekið af Reykjahlíðarþorpi vegna viðgerðar. Þegar vatnið í tankinum á slökkviliðsbílnum þraut brugðu slökkviliðsmenn á það ráð að sækja vatn í Mývatn og luku slökkvistarfi þannig.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Starfsfólk Hótel Reynihlíðar í áfalli eftir eldsvoðann Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. 19. júlí 2017 10:36 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Starfsfólk Hótel Reynihlíðar í áfalli eftir eldsvoðann Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. 19. júlí 2017 10:36