Slökktu í með Mývatni Benedikt Bóas skrifar 20. júlí 2017 06:00 Bráðabirgðaniðurstöður benda til að kviknað hafi í á pallinum. Mynd/Pétur Sveinbjörnsson „Þetta er allt frekar súrrealískt og maður er frekar daufur,“ segir Olivia Rakelardóttir Zieba en andvaka hennar bjargaði trúlega mannslífum í stórbruna í Mývatnssveit í fyrrinótt. Sjö manns voru í fastasvefni þegar eldurinn kviknaði í húsinu Austurhlíð. Fimm starfsmenn Hótels Reynihlíðar sváfu í kjallara hússins og par á efri hæðinni. Bráðabirgðaniðurstöður benda til að eldurinn hafi kviknað í aðstöðu við pall sem stendur við húsið þar sem starfsmenn reykja. Húsið er skráð sem íbúðarhúsnæði. Þótt trúlega hafi kviknaði í vegna sígarettu var það önnur sígaretta sem bjargaði því sem bjargað varð því Olivia gat ekki sofnað og fékk símtal sem hún vildi ekki taka í öðru starfsmannahúsi rétt hjá. Hún vatt sér því út og rúllaði upp sígarettu. „Það var svo mikill vindur þannig að ég var eitthvað að reyna að kveikja í en þegar ég sný mér við þá sé ég að húsið stendur í ljósum logum,“ segir Olivia sem hringdi strax í Neyðarlínuna og sagði að fólk væri í hættu. „Það var enginn kominn út og einhvern veginn ekkert að gerast. Ég hringdi næst í yfirmann minn sem býr í húsinu og sem betur fer svaraði hann. Ég öskraði eitthvað á hann – man reyndar ekkert hvað ég sagði og skömmu síðar komu allir hlaupandi út.“ Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð fyrir starfsfólkið. Einnig var því útvegaður fatnaður og öllum var boðinn sálrænn stuðningur og var Olivia nýkomin af slíkum fundi er Fréttablaðið náði tali af henni. Slökkviliðið í sveitinni barðist við eldinn þrátt fyrir vatnsleysi en vatn hafði verið tekið af Reykjahlíðarþorpi vegna viðgerðar. Þegar vatnið í tankinum á slökkviliðsbílnum þraut brugðu slökkviliðsmenn á það ráð að sækja vatn í Mývatn og luku slökkvistarfi þannig. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Starfsfólk Hótel Reynihlíðar í áfalli eftir eldsvoðann Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. 19. júlí 2017 10:36 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
„Þetta er allt frekar súrrealískt og maður er frekar daufur,“ segir Olivia Rakelardóttir Zieba en andvaka hennar bjargaði trúlega mannslífum í stórbruna í Mývatnssveit í fyrrinótt. Sjö manns voru í fastasvefni þegar eldurinn kviknaði í húsinu Austurhlíð. Fimm starfsmenn Hótels Reynihlíðar sváfu í kjallara hússins og par á efri hæðinni. Bráðabirgðaniðurstöður benda til að eldurinn hafi kviknað í aðstöðu við pall sem stendur við húsið þar sem starfsmenn reykja. Húsið er skráð sem íbúðarhúsnæði. Þótt trúlega hafi kviknaði í vegna sígarettu var það önnur sígaretta sem bjargaði því sem bjargað varð því Olivia gat ekki sofnað og fékk símtal sem hún vildi ekki taka í öðru starfsmannahúsi rétt hjá. Hún vatt sér því út og rúllaði upp sígarettu. „Það var svo mikill vindur þannig að ég var eitthvað að reyna að kveikja í en þegar ég sný mér við þá sé ég að húsið stendur í ljósum logum,“ segir Olivia sem hringdi strax í Neyðarlínuna og sagði að fólk væri í hættu. „Það var enginn kominn út og einhvern veginn ekkert að gerast. Ég hringdi næst í yfirmann minn sem býr í húsinu og sem betur fer svaraði hann. Ég öskraði eitthvað á hann – man reyndar ekkert hvað ég sagði og skömmu síðar komu allir hlaupandi út.“ Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð fyrir starfsfólkið. Einnig var því útvegaður fatnaður og öllum var boðinn sálrænn stuðningur og var Olivia nýkomin af slíkum fundi er Fréttablaðið náði tali af henni. Slökkviliðið í sveitinni barðist við eldinn þrátt fyrir vatnsleysi en vatn hafði verið tekið af Reykjahlíðarþorpi vegna viðgerðar. Þegar vatnið í tankinum á slökkviliðsbílnum þraut brugðu slökkviliðsmenn á það ráð að sækja vatn í Mývatn og luku slökkvistarfi þannig.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Starfsfólk Hótel Reynihlíðar í áfalli eftir eldsvoðann Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. 19. júlí 2017 10:36 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Starfsfólk Hótel Reynihlíðar í áfalli eftir eldsvoðann Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. 19. júlí 2017 10:36